Ying Manru, túlkur fyrstu íslensku sendinefndarinnar til Kína 1952, segir frá

Ying Manru, túlkur sendinefndarinnar frá 1952, les ljóð Jóhannesar úr Kötlum, Fyrsta október, klökkvum rómi.Eins og mörgum er kunnugt voru dagbækur Jóhannesar úr Kötlum frá árinu 1952 gefnar út í Kína í kínverskri þýðingu nú í haust, en hann var formaður íslenskrar sendinefndar sem sótti Kínverska alþýðulýðveldið heim á því ári. Leiddi sú ferð m.a. til stofnunar Kím haustið eftir. Tilefnið var 60 ára afmæli Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Í bókinni eru einnig ljóð sem Jóhannes orti í Kína.

 

Af þessu tilefni var haldin hátíð í tungumálastofnun Peking-háskóla 28. október síðastliðinn. Mikla aðdáun og undrun gesta vakti túlkur íslensku sendinefndarinnar árið 1952, frú Ying Manru, sem kenndi lengi ensku við Peking-háskóla. Hún er fædd árið 1928 og er því 85 ára gömul. Hún mundi enn tvö nöfn úr sendinefndinni, Mister Úr Kötlum og Nanna Ólafsdóttir.

 

Formaður Kím, Arnþór Helgason, hljóðritaði við hana stutt viðtal. Þar greindi hún frá ánægjulegu samstarfi við íslensku sendinefndina. einn nefndarmanna (annaðhovrt Þórbergur Þórðarson eða Zophonías Jónsson) hefði verið fiskimaður og risið árla úr rekkju. Sagðist hún einatt hafa hitt hann og hefði hann dáðst mjög að landslaginu þar sem hann var hverju sinni.

 

 

IN ENGLISH

 

In October 2013 the diaries of the Icelandic poet, Jóhannes úr Kötlum, from the year of 1952, were published in a Chinese translation to mark the 60th anniversary of the founding of The Icelandic Chinese Cultural Society. Jóhannes was the chairman of the first Icelandic delegation which visited China in 1952, but this trip lead among other things to the founding of I.C.C.S. in 1953. Arnthor Helgason, chairman of I.C.C.S. recorded a short interview with the interpreter of the delegation, Mrs. Ying Manru, who was then 85 years old.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband