Vísur Bjarka Karlssonar um Afa og ömmu kveðnar við kínverska stemmu

Arnþór kveður vísur Bjarka Karlsssonar við kínverska stemmu. Ljósmynd: Þorgerður Anna BjörnsdóttirAð kvöldi fyrsta dagsins í ári hestsins efndu Kínversk-íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska verslunarráðið til hátíðarkvöldverðar á veitingastaðnum Bambus. Þar sem komið hafði fram í blaðaviðtali við Unni Guðjónsdóttur, að um skemmtiatriði yrð að ræða, voru góð ráð dýr. Ákvað ég að kveða vísur Bjarka Karlssonar um hið grátlega kynjanna misrétti sem tíðkaðist áður fyrr og tíðkast jafnvel enn. Notaði ég kínverska stemmu, sem ég hafði kveðið fyrir zhang Boyu, þjóðfræðing, sem var hér á ferð fyrir tæpum tveimur árum að kynna sér íslenskar stemmur og þjóðlög.

 

IN ENGLISH

 

This is a Chinese folk song performed in an icelandic traditional way as the so-called "Rímur" are chanted. It was performed at at dinner which was held by The Icelandic Chinese Cultural Society and Trade Council to celebrate the year of the horse.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er stórgott Arnþór, þarna tengirðu menningarheima næstum því pólanna á milli.

Helgi Zimsen (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 00:58

2 identicon

Þökk fyrir kveðskapinn Arnþór,

Ánægjulegt, áheyrilegt - Stemman er svo tær, að hún lærist strax.

Bestu kveðjur,

Sig. Sigurð'arson

Sigurður Sigurðarson (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband