Þriðjudaginn 15. Apríl 2014 héldum við Kristján Agnar Vágseið, 17 ára gamall fóstursonur Ástu Snædísar Guðmundsdóttur og Hrafn Baldursson, afi hans, út að Heyklifi að hljóðrita fýlinn, sem heldur sig í klettunum norðan við bæinn. Þeir Kristján og Hrafn hjálpuðu mér að setja upp hljóðnemana, en þá settum við sunnan við sólpallinn og nutu þeir skjóls fyrir hvassri suðvestanáttinni, sem bar að hljóðin frá fýlnum frá okkur. Ekki var mikið um fýl í klettunum, en því var haldið fram að refurinn ylli þar nokkru um. Brimið og veðurgnýrinn settu sterkan svip á hljóðritið. Auk fýlsins heyrist í skógarþröstum og öðrum smáfuglum. Þegar 10 mínútur eru liðnar af fyrra hljóðritinu heyrist hópur grágæsa fljúga framhjá og í því síðara heyrist jafnframt í einni lóu. Við Hrafn höfum verið vinir og félagar í rúma fjóra áratugi, en hann var í nokkur ár tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum þegar hlustað er á hljóðritið. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti og 2 Røde Nt-2A hljóðnemar í AB uppsetningu. Vindhlífin var dauður köttur og voru hljóðnemarnir í körfum..
|
In English
On April 15 2014 I went to the farm of Heyklif, which lies between Stöðvarfjörður and Breiðdalsvík in Eastern Iceland, though closer to Stöðvarfjörður. In the cliffs north of the farm the fulmars are nesting. We set up the microphones close to the house which gave them a shelter from the strong southwestern wind. The recording is quite descriptive for the sometimes stormy spring in Iceland. The deep sounds of the sea and the wind are heard as well as the fulmars, Redwings, some geeze, and other birds. Headphones are recommended. My assistants were Kristján Agnar Vágseið, a 17 years old boy together with his grandfather, Hrafn Baldursson. Two Røde Microphones NT-2A were used in an AB setup. The mics were in baskets and dead cats were also used.
In the first recording a flock og geeze is heard when 10 minutes have passed and a plower is heard in the second recording. |
Meginflokkur: Fuglar | Aukaflokkar: Birds, Environmental sounds, Umhverfishljóð | 20.4.2014 | 22:36 (breytt 21.4.2014 kl. 11:41) | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning