Afbrýðisamur köttur - a green-eyed cat

Hjónin Anna María Sveinsdóttir og Hrafn Baldursson í Rjóðri á Stöðvarfirði hafa haldið heimilisketti áratugum saman. Sá, sem nú nýtur atlætis hjá þeim, kallast Moli.

Að kvöldi skírdags, sem bar upp á 17. Apríl í ár sátum við Hrafn í eldhúsinu og las Hrafn fyrir mig upp úr blaðagrein. Mola virtist ekki alls kostar falla við að einhver annar en hann nyti athygli húsbóndans. Kom hann aftur og aftur og mjálmaði. Við reyndum hvor í sínu lagi að hleypa honum út. Hann fór út í dyr, hnusaði að illviðrinu og sneri síðan inn aftur. Sami leikurinn endurtók sig þar til að lokum að honum þóknaðist að hverfa á braut.

Ég gerði nokkrar tilraunir til að hljóðrita hann, en Moli þagnaði yfirleitt ef hljóðritanum var beint að honum. Í eitt skipti hóf hann umkvartanir sínar frammi á gangi og kom nöldrandi inn í eldhúsið. Það hljóðrit heppnaðist og er hér birt án leyfi kattarins.

Hljóðritað var með Olympus LS-11.

 

In English.

Anna María Sveinsdóttir and Hrafn Baldursson in Rjóður at Stöðvarfjörður, Iceland, usually have a cat. The current one, Moli, didn‘t seem to like when Hrafn was reading some article for me in the kitchen of Rjóður in the evening of April 17 this year. He kept on complaining until at last he decided to leave the house.

Recorded with an Olympus LS-11.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband