Hljóðritað með snjallsímum

Ýmsir áhugahljóðritarar horfa nú spenntir til farsíma sem hentugra hljóðrita framtíðarinnar. Svo virðist sem nokkurt úrval hljóðnema sé á markaðinum, sem óhætt er talið að mæla með. Sjá t.d.

http://www.wildmountainechoes.com/equipment/audio-recording-with-a-smartphone/

Einn þeirra hljóðnema, sem fjallað er um í þessari samantekt, er frá Røde – lítill barmhljóðnemi sem kostar á milli 7-8.000 kr í Tónastöðinni. Hann var prófaður með Galaxy S III snjallsíma og pCM PRO hljóðrita, sem fæst ókeypis á netinu. Örstutt hljóðsýni fylgir þessum pistli. Hljóðgæðin eru nægileg til þess að óhætt sé að mæla með snjallsímum fyrir blaðamenn og þá sem þurfa ekki að vanda mjög til hljóritsins.


Um blinda snjallsímahljóðritara

Það kostar dálítið umstang fyrir blinda hljóðritara að nýta sér snjallsíma til hljóðritana. Ef notaðir eru hljóðnemar, sem stungið er í samband bið heyrnartóls-stunguna, verður að hefjast handa við hljóðritun áður, til þess að hægt sé að nýta talgervil símans. Þegar hljóðritun er lokið þarf að taka nemann úr sambandi.

Samsung S-III og S-IV ættu að geta notað gömlu útgáfuna af hljóðnemum fyrir iPhone, eftir því sem heimildir herma. Það hefur enn ekki verið reynt.

Athugasemdir eru vel þegnar.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband