Ofviðrið 14. mars - The Tempest on March 14

Enn eitt óveðrið geisaði á sunnanverðu landinu að morgni 14. Mars 2015. Á Keflavíkurflugvelli var vindhraðinn um 30 m/sek kl. 10:00 og má gera ráð fyrir að hann hafi verið svipaður hér á Seltjarnarnesi.

Tækifærið var notað og ósköpin hljóðrituð í stofunni á heimili okkar sem veit mót suðvestri. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti ásamt tveimur Røde NT1-A hljóðnemum í AB-uppsetningu.

Hljóðritun hófst kl. 09:45.

Upprunalega hljóðritið er 24 bita og 48 kílórið. Ekkert hefur verið skorið af lágtíðni hljóðritsins, en hin djúpu hljóð, sem steinsteypt hús gefa jafnan frá sér í ofviðri, heyrðust vel og því óeðlilegt að breyta þeim. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

 

 

In English

Yet another tempest raged in Southwest Iceland in the morning of March 14 ths year. The wind speed was about 30 m/sek.

A recording was made in our living room facing south-west.

A Nagra Ares BB+ was used together with 2 Røde NT1-A microphones in an AB-setup. The original recording is in 48 kHz and 24 bits.

The lower frequencies have not been cut off. Therefore the deep rumbling sounds of the hous are easily heard. We heard them ourselves and therefor I thought it unnecessary to edit the sound.

The recording starts at 09:45.

Good headphones are recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Þetta er stórkostleg upptaka Arnþór.
Þú ert "heppinn" að búa á svona vindasömum stað. :-)
Ég varð varla var við þetta veður í smáíbúðahverfinu.
Jú reyndar, tréin í garðinum bærðust meira en vanalega.  

Magnús Bergsson, 14.3.2015 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband