Vatn drýpur gegnum svalagólf - Water dripping through the balcony

Láréttir fletir eru ævinlega til vandræða á Íslandi þótt sumir arkitektar tregðist til að viðurkenna það.

Nýlega var athygli mín vakin á leka af svölum íbúðar í fjölbýlishúsi nokkru. Vatnið seytlar um einhverja sprungu af svölunum fyrir ofan og íbúðareigendur hafa komið fyrir fötu til að taka við því. Ekki verður hafist handa við steypuviðgerðir fyrr en spáð er 5 daga þurrki.
Ég fór á vettvang og hljóðritaði dropatalið.
Auk niðarins frá umferð heyrist í fuglum og í lokin gnauðar vindurinn við húshornið.
Hljóðritað var með Olympus LS-11 og Røde NT-4 víðómshljóðnema.
Hljóðskjalið er í fullri upplausn, 24 bitum, 48 kHz og tekur því nokkrar sekúndur að hala það niður.
Mælt er með góðum heyrnartólum.

 

IN ENGLISH
Flat surface is always a challenge for the water to drip through especially if it is made of concrete.
My attention was drown to the fact that the dripping through the balkony above an appartment produced a sharp, beeting sound. I went there for a recording.
Recorded on an Olympus LS-11 with a Røde NT-4 microphone.
Good headphones are recommended.
The file is recorded in 24 bits 48 kHz and takes around 10-15 seconds to download.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband