Á jólafundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 4. Desember síðastliðinn, voru kveðnar vísur Péturs Stefánssonar um aðventuna. Rósa Jóhannesdóttir, kvæðakona og formaður rímnalaganefndar, stjórnaði samkveðskapnum.
Hljóðritið er birt með heimild höfundar og þátttakenda.
Á aðventunni
Á aðventu er segin saga
sem mig ávallt pirrar mjög,
í eyrum glymja alla daga
óþolandi jólalög.
Í desember ég fer á fætur
fjörlítill sem síld í dós.
Eyðir svefni allar nætur
óþolandi jólaljós.
Út og suður allir hlaupa.
Ærið marga þjakar stress.
Eiginkonur ýmsar kaupa
óþolandi jóladress.
Í ótal magni æ má heyra
auglýsingar fyrir jól.
Losar merginn oft úr eyra
óþolandi barnagól.
Húsmæðurnar hreinsa og sópa,
húsið skreyta og strauja dúk.
Íslensk þjóð er upp til hópa
óþolandi kaupasjúk.
Fennir úti, frostið stígur,
faðmar að sér dautt og kvikt.
Upp í nasir einnig smýgur
óþolandi skötulykt.
Margir finna fyrir streitu
og fá að launum hjartaslag.
Yfirbuguð er af þreytu
íslensk þjóð á jóladag.
Meginflokkur: Aðventan | Aukaflokkar: Kveðskapur og stemmur, Ljóð, Spaugilegt | 20.12.2015 | 13:16 | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegt að hlusta á
Takk fyrir mig og góðar kveðjur
Milla frænka
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.12.2015 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning