Hljómsveit og kór Eyjapistils

Fyrir nokkru fundust frumrit tónlistar sem flutt var í Eyjapistlum okkar tvíburanna árið 1973. Skömmu eftir að gosið hófst setti Árni Johnsen saman lag um eyjuna og orti við kvæði. Árni er athafnasamur og vildi ólmur fá að flytja lagið í þættinum. Var það því hljóðritað í skyndingu og búið til fyrirbærið Hljómsveit og kór Eyjapistill. Undirritaður annaðist undirleik á Farfisa rafmagnsorgel, höfundurinn sló gítarinn og fyrrum trymbill Hljóma, Eggert V. Kristinsson sá um slagverk. Í kórnum voru þeir Gísli, sem auk þess lék á flautur, Árni Gunnarsson, fréttamaður, Eggert V. Kristinsson og einhverjir fleiri sem áttu leið framhjá hljóðverinu sem notað var sem tónleikasalur o.fl. á Skúlagötunni.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband