Íslandsbanki markar sér nýja stefnu í aðgengismálum blindra og sjónskertra

Athugasemd um vanefndir Íslandsbanka

 

Í júlí 2017 sagði höfundur þessa pistils upp þjónustu Íslandsbanka vegna margítrekaðra vanefnda á aðgengisstefnu bankans. Í undirbúningi er kæra til Fjármálaeftirlitsins.

Þeim metnaði, sem fram kemur í meðfylgjandi viðtali við Val Þór Gunnarsson, hefur ekki verið fylgt eftir, en hann hætti störfum við Íslandsbanka á útmánuðum 2017.

 

Um það leyti sem netbankar voru stofnaðir skömmu eftir aldamótin reið Íslandsbanki eða hvað sem hann hét þá á vaðið og setti sér metnaðarfulla aðgengisstefnu.
Þegar smáforrit fyrir Apple og Android-síma voru kynnt hér á landi fyrir tveimur árum var forrit Íslandsbanka gert að mestu aðgengilegt þeim sem eru blindir og sjónskertir.
Í desember síðastliðnum var appið eða smáforritið endurnýjað og þá hrundi aðgengi blindra snjallsímanotenda.
Eftir að bankanum bárust hörð mótmæli var tekið til óspilltra málanna vegna lagfæringa á aðgenginu. Það virtist snúnara en búist var við.
Valur Þór gunnarsson, þróunarstjóri Íslandsbanka, greindi frá þessu í viðtali við höfund síðunnar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband