Söngvöndur frá KÍM

Í kvöld lét ég að formennsku í Kínversk-íslenska menningarfélaginu. Eftir að aðalfundarstörfum lauk var mér færð einstök gjöf. Hópur kvenna undir stjórn Margrétar Bóasdóttur, sungu lag lífs míns - lag allra laga og söngva - Austrið er rautt. Upphaflega var lagið ástarsöngur en varð síðar lofsöngur um Mao Zedong. Það hefur fylgt mér í 50 ár og var flutt sem forleikur að brúðarmarsinum í brúðkaupi okkar Elínar.

Þetta var indæl stund og erum við hjónin hrærð yfir öllu lofinu sem ausið var yfir okkur.

Guðrún Margrét Þrastardóttir er nýr formaður KÍM.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband