Ég hef áður hljóðritað brimið við breiðamerkursand. Það var að sumarlagi og hljóðið ekki eins ögrandi og laugardaginn 23. febrúar.
Öldurnar gengu hátt á land og þorðum við ekki nær sjávarmálinu en u.þ.b. 10 metra. Drunurnar voru miklar og sjórinn ógnandi.
Um 50 metrum vestar var ós jökullónsins.
Myndina tók Elín Árnadóttir.
EAST OLF THE RIVER MOUTH
I have recorded the surf at the Breiðamerkursandur in Southeast Iceland once before. It was during the summer and the sound not as aggressive as on February 23 when I and my wife were there.
The waves went so far upon the shore that we didn't dare to go closer than 10 meters. Some 50 meters to the right was the mouth of the glacier lagoon and some icebreaking sounds were heard.
The booming surf was threatening.
The same setup as before: Rode NT-2A and a Sennheiser ME-64 in an ms-setup.
Photo by Elín Árnadóttir.
Sjórinn | 27.2.2013 | 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drók eik á flot
of ísabrot
(hratt ég knerrinum á flot um vorið),
segir í Höfuðlausn Egils Skalla-Grímssonar, en þar merkir ísabrot vor.
Laugardaginn 23. febrúar 2013 vorum við hjónin á ferð um Austur-Skaftafellssýslu. Við námum staðar við jökullónið á Breiðamerkursandi og hljóðrituðum ósköpin sem á gengu. Stríður straumur var um ósinn og mætti hann yfirgangi Ægis konungs, sem hefur sér það til dundurs að eyða landinu. Virðist hann stefna að því að rjúfa þar hringveginn.
Ekki var dregið úr lágtíðninni og koma því andstæður hljóðanna vel í ljós. Heyra má jakana molna sundur í hamaganginum.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ ogb Røde NT-2a hljóðnema ásamt Sennheiser ME-64 í MS-uppsetningu. Inngangsstyrkur síðarnefnda hljóðnemans var lækkaður um 6 db til þess að ná meiri hljóðdreifingu.
Ljósmyndina tók Elín árnadóttir.
The Breiðamerkursandur, Southeast-Iceland, is a magnificient place with the glaciers to the north and the Atlantic Ocean to the south. On February 23 Elin and I recorded the sounds of the streaming water from the lagoon to the sea, with the noise of the ocean to the left and the water with breaking ice infront.
A Nagra Ares BB+ was used together with a Rode NT-2A and a Sennheiser ME-64 in an MS-setup.
The photographer was my wife, Elín Árnadóttir.
Vatnið | 26.2.2013 | 21:06 (breytt kl. 21:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Kolbeinn Tumi, sem verður 5 ára 14. apríl, hefur ekki gefið kost á viðtali fyrr en nú og var því haldið inn í svefnherbergi, þar sem er hljóðver Hljóðbloggsins. Birgir Þór, sem verður 8 ára 15. febrúar, var bróður sínum til halds og trausts, enda þaulvanur viðmælandi eins og hlustendur vita.
Vinir og fjölskylda | 11.2.2013 | 20:47 (breytt kl. 21:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 11. janúar síðastliðinn flutti Gréta Petrína, dóttir þeirra Rósu Jóhannesdóttur og Helga Zimsen, lag Tryggva M. Baldvinssonar við ljóð Sveinbjarnar Baldvinssonar úr Þúsaldarljóðum. Hlutar kvæðisins eru Jörð, Vatn, Loft og Eldur. Gréta Petrína, sem er aðeins fjögurra ára, flutti síðasta hluta kvæðisins á myndrænan hátt. Söngur hennar og framkoma heilluðu alla sem á hlýddu.
Ljóðið í heild er á slóðinni
http://www.solborg.is/index.php?option=com_content&view=article&id=450:tusaldarljoe&catid=90:soengbok
ELDUR
Eldurinn logar
langt niðri í jörðu
leitar að opinni slóð.
Æðir um ganga,
grefur sér leiðir,
glóandi, ólgandi blóð.
Spýtist úr gígum
með geigvænu öskri,
grásvörtum bólstrum af reyk.
Leiftrandi steinar,
logandi hraunið,
lifandi kraftur að leik.
En handan við sortann,
háskann og mökkinn,
sem heldimmur leggst yfir ból,
dansar á himni,
dátt yfir landi,
dirfskunnar leiftrandi sól.
Vísurnar voru fluttar árið tvöþúsund af tvöþúsund börnum á Arnarhóli. Frétt um þann viðburð má lesa á mbl.is á eftirfarandi slóð:
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/538168/
Hljóðritað var með Nagra Ares BB- og tveimur Røde NT2-A í MS-uppsetningu.
Trúmál | 3.2.2013 | 11:01 (breytt kl. 11:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar