Hér verður ekki rakin saga kristni í Kína en þess þó getið að kristin trú hefur eflst mjög undanfarna áratugi og er nú talið að allt að 15-20 milljónum manna iðki kristna trú í landinu (sumir nefna að vísu lægri tölur).
Sumarið 1986 fórum við Emil Bóasson, samstarfsmaður minn, vildarvinur og velgjörðamaður til margra ára, til Kína ásamt hópi esperantista. Opinber tilgangur okkar var að gera 8 þætti fyrir íslenska ríkisútvarpið um samskipti Kínverja og Íslendinga og stóðum við félagarnir við þann þátt ferðarinnar.
Sunnudaginn 3. Ágúst fórum við ásamt tveimur vinkonum okkar í kirkju mótmælenda í Beijing. Það vakti aðdáun okkar og gleði hvað safnaðarsöngur var almennur. Leikið var undir á slaghörpu og orgel-harmonium. Hljóðrituðum við það sem fram fór og síðan viðtöl við nokkra kirkjugesti á eftir messu. Hér verður birtur síðasti sálmurinn sem sunginn var ásamt messusvörum. Í lokin heyrist hluti útgönguspilsins. Ekki hefur mér tekist að bera kennsl á sálmalagið en finnst sem ég hafi heyrt það áður. Er það ekki ólíklegt því að flest ef ekki öll sálmalögin, sem sungin voru við guðsþjónustuna, voru vestræn.
Notað var Sony TCD5 segulbandstæki, Sony metalsnælda og Shure SM-63-L hljóðnemi.
Trúmál | 4.4.2010 | 01:17 (breytt 13.6.2010 kl. 18:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heyra má mismunandi umhverfishljóð á heimilinu, líkamshljóð og kaffidrykkju, umhverfishljóð frá svölunum og síðast en ekki síst margbreytileg hljóð í hröfnum.
Hljómurinn í talinu er ekki mjög skemmtilegur. Sjálfsagt valda loðsvampar því auk þess sem hljóðnemarnir vísuðu fram á við og voru fremst á spöngunum.
Heimilishljóð | 2.4.2010 | 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Víkin er fyrir opnu hafi og hefur því lendingin verið óhæg þar. Við hjónin vorum þar á ferð ásamt Unni Stefaníu Alfreðsdóttur, 2. Júlí 2009 og nutum veðurblíðunnar.
Fyrir okkur varð lítill bæjarlækur sem hnepptur hafði verið í bunustokk og gert var úr járntunnu. Tónleikur lækjjarins vakti upp gamlar minningar um brunnlokið úti í Vestmannaeyjum sem söng í rigningu.
Í grýttri fjörunni settist ég á stein og hljóðritaði skvaldur Ægis þar sem hann mynntist við lábarið fjörugrjótið. Hlustendur þessara hljóðrita hafa heyrt hluta öldugjálfursins í færslunni um síðustu augnablik Karítasar Jónsdóttur sem er birt undir þessum flokki. Takið eftir tónbrigðum sjávarins.
Nánari upplýsingar um Skálavík eru á síðunni http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_skalavik.htm
Sjórinn | 2.4.2010 | 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudaginn 7. apríl 2009 var einkargott veður og greinilegt að vorið var í nánd. Við hjónin fórum síðdegis þann dag í fjöruna við Seltjörn og þar var hljóðritið gert. Ég beindi hljóðnemunum niður á við til móts við fjöruborðið og þannig náðist leikur sjávarins að mölinni í flæðarmálinu.
Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum.
Sjórinn | 1.4.2010 | 23:12 (breytt 15.5.2012 kl. 22:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðfúslegt leyfi hefur fengist til að birta sýnishorn af flutningi þeirra hér á síðunni. Hér er fyrst og fremst um tónleikahljóðrit að ræða. Þau eru oft skemmtilegri og meira lifandi en hljóðrit úr hljóðverum þar sem allt er dauðhreinsað.
Notaðir voru tveir Sennheiser ME-64 hljóðnemar. Þeir vísuðu hvor að öðrum og mynduðu um 100° horn. Þeir voru um 2 m frá tónlistarmönnunum í u.þ.b. 1,6 m hæð. Elín Árnadóttir sá um að stilla þeim upp en hún hefur einkargott auga fyrir réttri uppsetningu hljóðnema.
Tónlist | 1.4.2010 | 22:20 (breytt kl. 22:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Brimið hefur margvísleg hljóð og vafalaust nemur mannseyrað einungis hluta þeirra. Hér verður birt hljóðrit sem gert var 9. júlí 2009. Hljóðritið er birt í fullum gæðum, 16 bita hljóðritum. Hver og einn getur stillt hljóðið sem hann vill en ekkert hefur verið átt við hljóðritið.
Mælt er með því að fólk noti góð heyrnartól, vilji það njóta brimsins til hlítar.
Myndina tók Elín Árnadóttir.
Sjórinn | 1.4.2010 | 21:17 (breytt 2.4.2010 kl. 11:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65965
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar