Bæjarlækur og öldugjálfur vestur í Skálavík

Vestur í Skálavík, sem er vestasta byggð í Norður-Ísafjarðarsýslu vestan Ísafjarðarkaupstaðar, er nú engin byggð, en landið nýtt á sumrin. Nokkrir sumarbústaðir eru þar.

Víkin er fyrir opnu hafi og hefur því lendingin verið óhæg þar. Við hjónin vorum þar á ferð ásamt Unni Stefaníu Alfreðsdóttur, 2. Júlí 2009 og nutum veðurblíðunnar.

Fyrir okkur varð lítill bæjarlækur sem hnepptur hafði verið í bunustokk og gert var úr járntunnu. Tónleikur lækjjarins vakti upp gamlar minningar um brunnlokið úti í Vestmannaeyjum sem söng í rigningu.

Í grýttri fjörunni settist ég á stein og hljóðritaði skvaldur Ægis þar sem hann mynntist við lábarið fjörugrjótið. Hlustendur þessara hljóðrita hafa heyrt hluta öldugjálfursins í færslunni um síðustu augnablik Karítasar Jónsdóttur sem er birt undir þessum flokki. Takið eftir tónbrigðum sjávarins.

Nánari upplýsingar um Skálavík eru á síðunni http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_skalavik.htm


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband