Fyrir nokkru var kynnt til sögunnar hér á Hljóðblogginu Sigrún Ásta Haraldsdóttir, eðalhagyrðingur.
http://www.hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1126114/
Þann 14. nóvember árið 2007 flutti hún mér nokkur frumort ljóð og vísur og var hluti þeirra notaður í útvarpsþætti þá um haustið.
Nú verður birt það efni sem ekki komst fyrir í þættinum og hefst leikurinn á tveimur sonnettum. Sú fyrri nefnist Sumardagur.
Sigrún víkur að húnvetnsku sinni, en hennar gat hún í fyrri pistlinum.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Sennheiser MD46 hljóðnema.
Ljóð | 30.4.2011 | 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afi stóðst ekki mátið og greip hljóðritann þegar verið var að bursta tennurnar. Allt of lítið er gert af því að hljóðrita ærsl og gleði barnanna og samskipti þeirra við góða ömmu.
Vinir og fjölskylda | 29.4.2011 | 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í viðtali við ritstjóra síðunnar greinir Sigurður frá ýmsu sem tengist flutningnum. Síðan er fluttur 50. sálmur.
Viðtalið var hljóðritað með Olympus LS-11 en sálmurinn með Nagra Ares BB+ og shure VP88. Upprunalegu hljóðritin eru á 24 bitum.
Hjálparhella mín var sem endra nær eiginkona mín, Elín Árnadóttir.Trúmál | 23.4.2011 | 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vorið 2007 útvarpaði ég þremur pistlum um refinn í þættinum Vítt og breitt.
Í fyrsta þættinum fjallaði Indriði Aðalsteinsson, fjárbóndi á Skjaldfönn í Skjaldfannardal um afleiðingar stofnunar friðlandsins á Ströndum.
Viku síðar greindi Páll Hersteinsson, prófessor, frá rannsóknum sínum á íslenska refnum og gat um sitthvað sem snertir lífsafkomu refsins.
Þriðji pistillinn fjallaði um tilraunir manna til þess að útrýma refnum, þar á meðal með eftirhermum.
Umhverfishljóð | 20.4.2011 | 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í tilefni þessa var haldið með Nagra Ares-M hljóðpela í Háskólabíó í gær og síðasta verkið hljóðritað. Með þessari færslu eru birtar síðustu þrjár mínútur fyrstu sinfóníu Jóhannesar Brahms, en þar koma fram ýmis einkenni hljómsins í húsinu. Í kynningunni, sem var hljóðrituð í dag með Røde NT-2a er einkennum hljómsins lýst og þar á meðal ákveðinni bjögun sem ritstjóri þessarar síðu hefur ítrekað orðið var við.
Sinfóníuhljómsveit Íslands eru fluttar einlægar árnaðaróskir og undirritaður hlakkar mjög til hljómleikanna 4. maí.
Tónlist | 15.4.2011 | 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið 2006 hljóðritaði hann nokkur lög á geisladisk hjá ríkisútvarpinu og færði mér eintak hans. Það varð til þess að ég útvarpaði við hann örstuttu samtali í þættinum Vítt og breitt 4. janúar 2007. Í lok þessa samtals flutti hann brot úr tónverki sínu sem nefnist Viðeyjarstjórnin þar sem lýst er samskiptum þeirra félaga, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Davíðs Oddssonar. Síðar útvarpaði ég mun lengra samtali við Magnús þar sem hann sagði frá lífshlaupi sínu. e.t.v. verður það birt hér síðar.
Fyrra lagið sem heyrist er af diski Magnúsar. Tónverkið um Davíð og Jón Baldvin var hljóðritað í stofunni hjá Magnúsi. Notaður var Sennheiser ME62 og Nagra Ares-M.
Tónlist | 9.4.2011 | 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag var hljóðnemum stillt upp í íbúðarhverfi. Gatan liggur samsíða fjölfarinni umferðargötu og var þess gætt að hús væri millum hljóðnemans og umferðargötunnar. Hlustendur geta auðveldlega greint þann gríðarlega mun sem er á negldum og ónegldum hjólbörðum. Síðar í vor verður hljóðritað á sama svæði og verður þá umferðin vonandi hljóðlátari.
Notuð var MS-stereo uppsetning. Grunnhljóðneminn var Röde NT-2a og mijuhljóðneminn Sennheiser ME62. Hann framkalar dálítið suð en ég held að það sé ekki til skaða.
Bílar og akstur | 4.4.2011 | 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 65820
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar