Flöskukveðjur

 

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 6. maí síðastliðinn, kenndi Bára Grímsdóttir, varaformaður félagsins, fundarmönnum gamalt, íslenskt tvísöngslag við kvæðið „Flöskukveðjur" eftir Eggert Ólafsson (1726-1768). Á eftir sagði Njáll Sigurðsson örlítið frá laginu og notkun þess í grunnskólum.

http://www.helgason.nu/?page_id=67

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 48 kílóriðum og 24 bitum. Notaðir voru Røde NT2-A og Sennheiser ME-65 í MS-uppsetningu.

 

Ó, mín flaskan fríða!

Flest ég vildi líða,

frostið fár og kvíða

fyrr en þig að missa.

Mundi' ég mega kyssa

munninn þinn, þinn, þinn?

Munninn þinn svo mjúkan finn,

meir en verð ég hissa.

 

Íslands ítra meyja,

engra stelpugreyja,

heldur hefðarfreyja,

sem hvergi sómann flekka,

mun ég minni drekka.

Fái þær, þær, þær,

fái þær æ fjær og nær

frið og heill án ekka.

 

Þú mig gæðum gladdir,

góðu víni saddir,

hóf ég hæstu raddir,

hraut mér stöku vísa,

pytluna mína' að prísa.

Þú ert tóm, tóm, tóm,

þú ert tóm með þurran góm,

þér má ég svona lýsa.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýi tvinnvagninn, díselvagn og lágt stillt leiðsögn

Þetta er dagur nýjunganna. Í morgun ók ég með tvinnvagni á vegum Strætó og í kvöld förum við hjónin í Hörpu.

Meðfylgjandi hljóðrit var gert kl. 09:40 í morgun og upp úr kl. 12:30. Fyrri vagninn er tvinnvagn. Hljóðritinn, Olympus LS-11, var stilltur á sama hljóðritunarstyrk í bæði skiptin. Skorið var af 100 riðum.

Forvitnilegt væri að fá athugasemdir frá hlustendum um leiðsögnina. Heyrið þið orðaskil?

Hvar nam tvinnvagninn staðar áður en dregið var niður í hljóðritinu?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bréf frá ánægðum hlustanda

 

Í dag barst mér ánægjulegt tölvubréf frá Þóri Jónssyni á Ólafsfirði. Það er greinilegt að ýmsir hafa ánægju af Hljóðblogginu og það ýtir einnig undir eðlsu manna og innflutning.

 

 

Heill og sæll, Arnþórr.

 

Þakka þér heilt hljóðbloggin sem ég hlusta á mér til mikillar ánægju

og llíka hitt að nefna með hvaða tækjum þau eru gerð. Ég hef  undanfarin ár unnið við Árbók Ólafsfjarðar og hef tekið viðtöl við  fólk, þar á meðal eldri borgara sem stundum tala ekki mjög skýrt. Ég  hef notað Olympus spóludiktafóna og nú síðast nýkeyptan Olympus S725 sem mér fannst bara góður. Þegar ég hins vegar hlustaði á upptökur  þínar með Olympus LS-11 heyrði ég glöggt að mitt tæki var ekki giska  gott, fór á Netið, skoðaði tæki og bar saman

http://www.wingfieldaudio.com/portable-recorder-reviews.html

 

Einnig Philips spóluhljóðriti á sama verði og Olympus LS-11:

http://www.ht.is/index.php?sida=vara&vara=LFH0388

 

Þar var augljóst að LS-11 var langbestur talinn miðað við verð svo ég pantaði hann frá Sjónvarpsmiðstöðinni. Kostaði tæp 60 þús. Fyrsta viðtalið tók ég svo í gær og svo sannarlega stóðst LS-11 allar væntingar með prýði. Kristaltært hljóð tekið upp úr nægilegri fjarlægð til að viðmælendur gleymdu að upptökutæki var í gangi. Hljóðnemar stilltir á meiri næmni og upptökustyrkur á 7. Ekki spillir að tækið er afskaplega einfalt í notkun og allar valmyndir skýrar og rökréttar svo þær lærast fljótt.

 

Ekki spillir fyrir að hægt er að klippa burt lágtíðnihljóð og upptökusniðin þrjú, PCM, MP3 og WMA - og fjöldinn allur af upptöku- og afspilunarfídusum. Maður sér enga  hliðstæðu nema í miklu dýrari tækjum. Jafnvel þessi sýnist mér ekki  eins fjölhæfur og LS-11

http://emusician.com/daw/emusic_sony_pcm_d1/

 

og kostar þó á Netinu 5,85 sinnum meira ef verðið er rétt.

 

 

Enn og aftur takk.

 

Kveðjur bestar, - ÞJ

--

Þórir Jónsson * Bylgjubyggð 16 * ÍS-625 Ólafsfjörður * Ísland

Netpóstur <mailto:bb16@simnet.is> * Heimasími 466 2211 * Farsími 894 0211

 


Áhrifamikið viðtal

 

Valdar greinar úr dagblöðum og tímaritum, hljóðtímarit Blindrafélagsins, hafa komið út frá árinu 1976. Upphafsmenn þeirra voru Gísli Helgason og Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur. Um þessar mundir er Gísli ritstjóri hljóðtímaritsins.

Í síðasta tölublaði birtist athyglisvert viðtal við Ásrúnu Hauksdóttur, hjúkrunarfræðing. Hún er með svokallaðan RP-augnsjúkdóm og missti nær alveg sjón um fertugt. Ásrún gekk til liðs við Blindrafélagið árið 1971, þá 27 ára gömul og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir það. Í viðtalinu segir hún sögu sína. Hér fyrir neðan er krækja í viðtalið

http://www.blind.is/valdar_greinar/nr/1238


Kaffistofan í Ráðhúsi Reykjavíkur

Það er notalegt að setjast niður og fá sér kaffi og með því á kaffistofu ráðhússins. Maður lygnir aftur augunum, nýtur bragðsins af kaffinu og lætur hugann reika. Reykjavík er orðin alþjóðleg borg full af Norðmönnum. Þannig var það í´Ráðhúsinu fyrsta maí.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

LÍÚ sagt stríð á hendur

Útifundur var haldinn á Austurvelli í dag í tilefni fyrsta maí. Í ræðu sinni sagði Signý Jóhannesdóttir, varaforseti Alþýðusambands Íslands, soðningaríhaldinu stríð a hendur. Fremur góður rómur var gerður að ræðu hennar eins og heyrist á meðfylgjandi hljóðriti. Ekki voru þó allir jafnánægðir. Hópur fólks hafði í frammi ólæti og beindi jafnvel reyk inn á sviðið til þess að trufla ræðuflutninginn. Skrýlslæti geta aldrei orðið hluti kjarabaráttunnar.

Að lokinni ræðu Signýjar hóf hljómsveit að leika og syngja á ensku. Hrökkluðumsv við hjónin þá af Austurvelli og hlustuðum í stað þess á eiginlega kjarabaráttu sem háð var við vesturbakka Reykjavíkurtjarnar. Þar var maður með barn sitt og gáfu öndum og mávum brauð. Þegar barnið og faðirinn héldu á brott skyldu þeir eftir nokkurt góðgæti og varð harðvítug barátta um þessar leifar.

Færra var um manninn á austurvelli en á Ingólfstorgi í fyrra. Enn var íslenskri alþýðu boðið upp á íslenska alþýðutónlist á enskri tungu. Er ekki nóg að sótt sé að íslenskunni á öllum sviðum þótt verkalýðshreyfingin ýti ekki undir hnignun hennar?

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti. Stafalogn var á og því þurfti ekki að skera neðan af tíðnisviðinu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband