Flöskukveðjur

 

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 6. maí síðastliðinn, kenndi Bára Grímsdóttir, varaformaður félagsins, fundarmönnum gamalt, íslenskt tvísöngslag við kvæðið „Flöskukveðjur" eftir Eggert Ólafsson (1726-1768). Á eftir sagði Njáll Sigurðsson örlítið frá laginu og notkun þess í grunnskólum.

http://www.helgason.nu/?page_id=67

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 48 kílóriðum og 24 bitum. Notaðir voru Røde NT2-A og Sennheiser ME-65 í MS-uppsetningu.

 

Ó, mín flaskan fríða!

Flest ég vildi líða,

frostið fár og kvíða

fyrr en þig að missa.

Mundi' ég mega kyssa

munninn þinn, þinn, þinn?

Munninn þinn svo mjúkan finn,

meir en verð ég hissa.

 

Íslands ítra meyja,

engra stelpugreyja,

heldur hefðarfreyja,

sem hvergi sómann flekka,

mun ég minni drekka.

Fái þær, þær, þær,

fái þær æ fjær og nær

frið og heill án ekka.

 

Þú mig gæðum gladdir,

góðu víni saddir,

hóf ég hæstu raddir,

hraut mér stöku vísa,

pytluna mína' að prísa.

Þú ert tóm, tóm, tóm,

þú ert tóm með þurran góm,

þér má ég svona lýsa.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband