Þegar ég er einn heima berst ys og þys götunnar inn til mín þar sem ég sit við iðju mína. Húsið þegir, einkum þegar fáir eru heima. Endrum og eins heyrist þó æðasláttur þess.
Á næturnar er eins og húsið vakni til lífsins. Þá verður hávaðinn að utan ekki til að yfirgnæfa æðaslátt þess. Þetta kom greinilega í ljós í fyrravetur, þegar ég reyndi að hljóðrita nóttina. Hún var að mestu þögul í miðri viku, en húsið hafði ótrúlega hátt.
Aðfaranótt 28. maí, sem var annar í hvítasunnu, setti ég hljóðnema út á svalir og lét þá eiga sig fram undir kl. 8:30 um morguninn. Um var að ræða Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.
Um kl. 3 um nóttina höfðu skógarþrestir og svartþröstur haldið uppi samræðum á milli bæjarhluta. Þá blandaði mávur sér í hópinn og köttur læddist um. Í hljóðritinu má heyra aðvörunarhljóð þrastarins sem er næst okkur.
Ekki var skorið af neinu tíðnisviði en styrkurinn hækkaður talsvert. Húsið söng undir. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.
In English
when I am at home sitting at my desk, the house seems to be silent and the distant sounds are heard from outside.
during the night something happens. The house seems to wake up and all kinds of sounds are heard. This was quite obvious when I tried to record the night last winter. It was mostly silent but the house was noisy.
during the night before Monday, May 28, I placed microphones on the balcony - a Røde NT-2A and NT-55 in an MS-setup. Shortly after 3 in the morning, when some redwings and a blackbird had been entertaining themselves, a blackback came laughing and a cat was wondering around, causing some discomfort to the redwings. The vaskular system of the house seems noisy, as I increased the volume of the recording quite a bit, making an accompaniment to the birds singing. Headphones are recommended.
Fuglar | 30.5.2012 | 21:17 (breytt 16.7.2012 kl. 17:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigurgeir Sigurðsson var í hreppsnefnd og síðar bæjarstjórn Seltjarnarness í 40 ár og þar af sveitar- og bæjarstjóri í 37 ár (1965-2002. Það var því heil kynslóð Seltirninga sem ólst upp á tímabili hans.
Veturinn 2006, fjórum árum eftir að hann lét af starfi bæjarstjóra og hætti í bæjarstjórninni, varð að ráði að hann segði mér af ævi sinni. Ríkisútvarpið hafði áhuga á að útvarpa þætti um hann daginn eftir bæjarstjórnakosningarnar þá um vorið og taldi það sæma þessum nestor íslenskra sveitarstjórnarmanna", eins og það var orðað í tölvuskeyti frá Ríkisútvarpinu.
Sigurgeir tók það skýrt fram að hann vildi gjarnan að samherjar sínir og andstæðingar segðu kost og löst á sér, enda ætti þátturinn ekki að verða nein lofræða. Eftir að ég hafði unnið þáttinn þótti mér frásögnin svo heilsteypt og góð, að ég hvarf frá þessu ráði og féllst hann á það.
Það hefur lengi verið ætlunin að setja þáttinn fjörutíu ára farsæld á hljóðbloggið og veitti Sigurgeir mér heimild til þess veturinn 2010, skömmu eftir að þessi síða var stofnuð. en af ýmsum ástæðum dróst það.
Myndir af Sigurgeiri er að finna m.a. í Ljósmyndasafni Seltjarnarnesss og er mönnum m vísað á þessa tengingu:
Úr fórum ljósmyndasafns Seltjarnarness
Tæknilegar upplýsingar
Samtölin voru hljóðrituð í febrúar og mars 2006 að heimili Sigurgeirs. Notaðu var Nagra Ares-M hljóðriti og Senheiser ME-62 hljóðnemi. Sigurgeir hélt sjálfur á hljóðnemanum, enda hefur sú aðferð gefist einkar vel, þegar um samfellda frásögn er að ræða. Vi kynningar var notaður Senheiser ME-65 hljóðnemi.
Þátturinn var unnin með Soundforge-hugbúnaði frá Sony.
Seltjarnarnes | 16.5.2012 | 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blindrafélagið hefur gefið út hljóðtímaritið Valdar greinar frá árinu 1976. Gísli Helgason stofnaði tímaritið og fékk í lið með sér hinn kunna útvarpsmann, Svein Ásgeirsson, hagfræðing, og las hann ásamt Lions-félögum efni blaðsins fyrstu árin. Tímaritinu var dreift til félagsmanna Blindrafélagsins á snældum og síðar á geisladiskum. Nú er tímaritið einnig á Netinu.
Gísli hefur lengstum verið ritstjóri tímaritsins og rifjar stundum upp gamalt efni úr segulbandasafni Blindrafélagsins. Í síðasta tölublaði er frásögn af ferð Blindrafélagsins til Vestmannaeyja, sem farin var helgina 3.-5. september 1982. Þar átti ég samtal við Ásu Friðriksdóttur, Páll Helgason lýsti því sem fyrir augu bar í skoðunarferð og Jón Eyjólfsson, skipstjóri á Herjólfi, heiðraði hópinn með því að þeyta skipsflautiuna þegar Herjólfur sigldi til Hafnar laugardaginn 4. september, en hópurinn var þá staddur á nýja hrauninu. Gísli kynnir efnið í upphafi og endar pistilinn.
Notaður var Electrovoice RE-50 hljóðnemi og sony TCD-5 segulbandstæki.
Tengil á pistilinn má finna hér fyrir neðan.
Haustferð Blindrafélagsins til Vestmannaeyja 1982
Nokkur fleiri viðtöl voru tekin í þessari ferð og birt í þættinum Snerting, sem við Gísli höfðum umsjón með í Ríkisútvarpinu og fjallaði um málefni fatlaðra. Vonandi eru þessi viðtöl enn til.
Vestmannaeyjar | 9.5.2012 | 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta hljóðrit er framhald þess sem hljóðritað var á golfvellinum í Suðurnesi árla morguns 4. maí.
Ég var að hugsa um að hætta hljóðritunum um hálfsex-leytið, en þá færðist líf í tuskurnar og hófst ég því handa á nýjan leik. Þetta hljóðrit hófst um kl. 05:45. Ekki var fuglamergðin jafnnærri og í fyrra hljóðritinu, en betur heyrist í margæsinni. Takið einkum eftir upphafinu og þegar um 12 mínútur eru liðnar af hljóðritinu. Sem fyrr er mælt með góðum heyrnartólum.
In English
This is the second part of the recording from the morning of May 4, made at the golf course of Seltjarnarnes, Iceland. Just after 05:30, I decided to stop the recording. But then things started happening.
This recording, which started around 05:45 is characterised by more distant sounds of birds. But in the start and around 12 minutes from the beginning the Brant goose is much bette heard than in the first recording.
As before a Nagra Ares BB+ was used and two Røde NT-2A microphones in an A-B stereo setup.
Fuglar | 7.5.2012 | 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðurspáin fyrir aðfaranótt 4. maí 2012 var hagstæð. Spáð var logni og því tilvalið að huga að fuglahljóðritunum.
Á Golfvelli Seltjarnarness er talsvert fuglalíf. Ber þar mest á hvers konar mófuglum, öndum, gæsum og margæsinni, sem hefur viðdvöl á Íslandi til þess að safna kröftum fyrir flugið til Grænlands.
Ég hélt út á golfvöll um kl. 3 eftir miðnætti og kom mér fyrst fyrir norðan við golfskálann. Golan var heldur hvassari en ég hafði búist við. Um 5-leytið flutti ég mig um set og færði mig sunnar. En um það leyti snerist vindurinn meira til suðvesturs. Allan tímann var meiri gola en ég hafði átt von á og markast hljóðritið af henni. Lolhlífarnar dugðu ekki nægilega til þess að einangra vindinn frá Røde NT-2A hljóðnemum, sem ég kom fyrir í A-B-uppsetningu með 43 cm millibili. Þá heyrðist nokkuð í leiðslunum þegar golan rjálaði við þær.
Fuglalífið var auðugt. Heyra mátti í lóu, stelk, maríuerlu, grágæs, öndum, hettumáfi, sílamávi og margæs, sem var ekki fjarri með skvaldur sitt. Þrátt fyrir ýmsa annmarka verður þetta hljóðrit birt hér á vefnum. Hljóðritið hófst um kl. 05:11.
Eindregið er mælt með því að hlustað sé með heyrnartólum.
IN ENGLISH
The weather forecast for the night befor May 4 2012 was nice, calm and therefore quite suitable for recording birds.
The golf course at Seltjarnarnes at the western outskirrts
of the Reykjavik Area, is a home to many speces of birds, as Plowers, Sea pies, Redshanks, Wagtails, Wrens and other small birds, Ducks and graylags, Blackedbacked gulls, Peewits as well as Brant goose which is there in big flocks with their mumbling sound.
The wind was a little stronger than I expected and that affected the recording as the dead chicken couldnt isolate the two Røde NT-2A microphones from the wind which played a little with the cables.
The microphones were set up in A-B stereo with 43 cm spacing. Sounds from flags fluttering in the wind are also heard. The recording started around 05:11 in the morning.
Headphones are recommended for listening.
Fuglar | 5.5.2012 | 18:14 (breytt 20.7.2012 kl. 21:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kröfuganga var farin í Reykjavík í dag, 1. maí, sennilega í 90. skipti. Lúðrasveit verkalýðsins og Svanur fóru fyrir göngunni. Svanurinn var eftri og fylgdum við Elín honum. Fátt var um baráttulög, en heilmikið um skemmtilegar útsetningar.
Olympus LS-11 hljóðriti var með í för. Vegna norvestan-áttarinnar var skorið af 80 riðum. Kröfugangan fylgir hér í heild mönnum til ánægju og yndisauka.
IN ENGLISH
A demonstration was held in Reykjavik om May first as usually as well as a meeting at Ingolfs Square.
Two brassbands lead the demonstration. The workers Brassband and Svanur (swan).
An Olympus LS-11 was used to record the atmosphere. Due to the westerly wind I had to cut off frequencies below 80herz.
Stjórnmál og samfélag | 1.5.2012 | 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudaginn 1. maí árið 1973 útvarpaði Gísli Helgason, annar umsjónarmaður Eyjapistils, viðtali við Helgu Rafnsdóttur, hina ódeigu baráttukonu, sem bjó ásamt eiginmanni sínum, Ísleifi Högnasyni og börnum þeirra hjóna, í Vestmannaeyjum um langt árabil.
Viðtalið er birt hér að ábendingu umsjónarmanns.
Stjórnmál og samfélag | 1.5.2012 | 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar