Um stofnun Kínversk-íslenska menningarfélagsins

Haustið 1993 var haldin hátíðarsamkoma til að minnast 40 ára afmælis Kínvnersk-íslenska menningarfélagsins, sem stofnað var 20. október árið 1993. Þar flutti dr. Jakob Benediktsson, fyrsti formaður þess og þáverandi varaformaður, erindi um aðdragandann að stofnun félagsins og fyrstu ár þess.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Austrið er rautt - nýleg útsetning

 

Áhugi á tónlist þeirri, sem iðkuð var á tímum Maos í Kína, fer nú vaxandi. Líta menn þá framhjá persónudýrkuninni, en viðurkenna tónlistina sem hluta ákveðins tímabils í sögu landsins.

Í kvöld rakst ég á þetta á Youtube og gladdist vegna þess að enn reyna menn að gera vel við hið unaðslega lag, Austrið er rautt, sem gerbreytti lífi mínu svo að ég hef aldrei orðið samur síðan.

http://www.youtube.com/watch?v=tMlkyKqv8Iw

 

In English

 

I was delighted tonight when I found a new version of the most beautiful song of all songs, „The East is Red". The lyrics praise chairman Mao Zedong and the Chinese Communist party. Originally the East is Red was a lovesong.

People are still trying to arrange this magnificient melody, which changed my life completely some 45 years ago.

http://www.youtube.com/watch?v=tMlkyKqv8Iw

 


Starrar og nokkrir skógarþrestir í Fossvoginum

 

Stundum fer ég léttvopnaður í leiðangra. Þá er hljóðritun ekki megintilgangur ferðarinnar heldur útivist og það sem að höndum ber.

Í gær drógum við Elín Orminn bláa út úr híði sínu og héldum sem leið lá eftir reiðhjólastígum í austurátt. Skammt fyrir austan brúna, sem liggur yfir umferðarfljótið Kringlumýrarbraut, var mikið starrager og nokkrir skógarþrestir. Þar sem Olympus LS-11 var í rassvasanum var numið staðar og hljóðið fangað. Talsverður gæðamunur er á þessu hljóðriti og þeim sem gerð eru með Nagra Ares BB+ og voldugum hljóðnemum. Samt er gaman að geta deilt með ykkur haustfuglasöng í Reykjavík.

 

Redwings and starlings

 

I sometimes leave my heavy recording geer at home but bring with me some light equipments when walking or biking. Then the main purpose is the enjoyment of spending time with my wife and enjoying everything which appears.

Yesterday I and Elin took our tandem, The Blue Dragon, out of it‘s lair and took a ride around Reykjavik. East of the bridge for cyclists and pedestrians, which crosses the trafic ocean Kringlumýrarbrautb there was a flock of starlings and some redwings singing and chatting. As I had an Olympus LS-11 in my pocket the sound was captured.

The quality of the sound cannot be compared with recordings made with Nagra Ares BB+ and some heavy mics. But it is still a pleasure of providing you with some birdsongs from an autumn day in Reykjavík.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Greina hlustendur orðaskil?

 

Nú er um ár liðið frá því að leiðsagnarkerfi var tekið í notkun í strætisvögnum höfuðborgarsvæðisins. Fljótlega eftir að byrjað var að setja það í vagnana bárust kvartanir frá fólki, sem þurfti ekki á kerfinu að halda. Var því haldið fram að kerfið væri of hátt stillt. Starfsmenn á vegum Strætós brugðust vel við og lækkuðu í kerfinu svo að ekki heyrðust orðaskil.

 

Þá risu upp nokkrir sem áttu hagsmuna að gæta og kvörtuðu og kröfðust þess að hækkað yrði í kerfinu. Enn brugðust starfsmenn Strætós við og hækkuðu dálítið svo að öðru hverju heyrðust orðaskil.

 

Kvörtunum notenda fjölgaði og svo fór að starfsmenn Strætós báðu um frest fram í júníbyrjun til þess að samræma hljóðstyrk í kerfi vagnanna.

 

Nú eru bæði maí og júní liðnir og framfarir hafa orðið dálitlar. Þó er enn víða ófremdarástand. Svo virðist sem eigendur Hagvagna, sem eru verktakar hjá Strætó, hafi lítinn skilning á notagildi leiðsagnarkerfisins. Starfsmaður Strætós heldur því fram að farið sé eftir ákveðnum stöðlum en hefur aldrei sagt mér hverjir þeir eru. Enn hef ég allgóða heyrn og heyri þó sjaldnast orðaskil þótt fátt fólk sé í vögnunum.

 

Ég ferðast iðulega með vögnum nr. 11, 13 og 15. Stundum slæðist ég einnug upp í 12, 14 og 17. Oftast nær er kerfið of lágt stillt.

 

Hér fylgir hljóðsýni úr vagni nr. 13. Getahlustendur greint nöfn þeirra tveggja biðstöðva, sem eru á hljóðritinu?

 

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti. Hljóðritið er birt í 16 bita upplausnum og 44,1 kílóriðum.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sandlóur við Seltjörn

 

 

Hljóðrit dagsins er stutt, einungis ein mínúta og 38 sekúndur.

Við Elín fórum með sonarsynina Birgi Þór og Kolbein Tuma í fjöruna við Seltjörn á Seltjarnarnesi. Þegar okkur bar þar að var hópur af sandlóum í fjöruborðinu. Það tók sinn tíma að setja upp vindhlífina og klæða hana í loðfeld. Stynningsgola var á og umferð talsverð um fjöruna. Þessi rúma mínúta er þó þess virði að á hana sé hlustað.

eins og áður notaði ég Røde NT-2A og NT-45 í MS-uppsetningu.

 

In English

 

Today I and Elin took our two grandsons to the beech at  Seltjörn in Seltjarnarnes, west of Reykjavik. When we arrived a flock of ringed glovers were on the seashore. While Elin was playing with the boys I set up the Blimp, covered it with a fur and started recording. Due to the wind which was a little more than a moderate breaze and a lot of people on the beech, the recording is only 1,38 minutes long. It is still worth the listening.

 

A Nagra Ares BB+ was used and Røde NT-1A and NT-45 in a MS setup

 

http://travelingluck.com/Europe/Iceland/(IC15)/_3425321_Seltj%C3%B6rn.html#local_map


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband