Akranesviti dregur að sér fjölda fólks vegna sérkennilegs hljómburðar sem stafar af því að vitinn er hringlaga.
Skammt frá vitanum eru klappir þar sem sjórinn gnauðar árið um kring.
Hljóðritað með Zoom H6 með áföstum kúluhljóðnema.
In English
The lighthouse at Akranes, West-Iceland, attracts many tourists due to the special sound which is created by the circular form of the lighthouse.
Nearby are the boulders, where the sea howls all the year around.
Recorded on July 19 2018 on a Zoom H6 with attachable MS-microphone in stereo mode.
Sjórinn | 26.7.2018 | 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eiginkona mín á sér leyndan stað austur í Berufirði þar sem hún leitar fjársjóða úr steinasafni því sem sjórinn hefur mótað.
Föstudaginn 6. júlí sl. Fórum við þangað. Á meðan hún var í fjársjóðsleitinni hljóðritaði ég sjávargjálfrið sem lét ljúflega í eyrum.
Hljóðritin voru tvö. Þau voru tengd saman þegar 9:35 mín. Voru liðnar.
Hljóðritað var með Zoom H66 og notaður áfestur kúluhljóðnemi.
Njótið og slakið á.
In English
My wife has a hidden place in Berufjörður in East Iceland. There she looks for stones which the sea has shaped into several forms.
On July 6 we visited the place. While she looked for stones I recorded the small waves kissing the sand.
A Zoom H6 recorder was used with attached microphone.
Enjoy the relaxing sounds.
Aðventan | 26.7.2018 | 18:41 (breytt kl. 19:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flugeldaskothríðin um áramótin var með mesta móti miðað við síðustu ár. Þó var minna um kraftmiklar sprengjur en oft áður.
Að þessu sinni var hljóðnemi settur á svalirnar að Tjarnarbóli 14 á Seltjarnarnesi en þær snúa í suðvestur.
Hljóðritið hefst kl. 23:24 og hættir um 20 mínútur yfir miðnætti.
Þeir sem þess óska geta fengið hljóðritið í fullum gæðum
Mælt er með góðum heyrnartólum. Varist að hafa hljóðið of hátt stillt.
Hljóðritað með Zoom h6 og Rode NT4 víðómshljóðnema.
In English
The fireworks on new years eve was a bit more than recent years. There were not as many heavy bombs than in the past.
The microphone was located at the balcony of our appartment house, facing southwest. It was directed aupwards about 30¨1.
The recording starts at 23:24 and ends arount 20 minutes after midnight.
Recorded with Zoom H6 and a Rode NT4 microphone.
Good headphones recommended. Be careful not to set the volume too high.
Those who wish to get the recording in 24 bit quality may contact me.
Þeir sem þess óska geta fengið hljóðritið sent í fullum gæðum.
Áramótahljóð | 1.1.2018 | 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðfaranótt Þorláksmessu var fremur vindasöm á Seltjarnarnesi. Þar sem hann var af norðaustan var skjól á svölunum og því var reynt að fanga vindhljóðið.
Hljóðritað var með Zoom H6 hljóðrita með áföstum MS-hljóðnema. Notuð var loðhlíf frá Rycote.
In English
After midnight on December 23 it was a windy night. I used the opportumity to capture the sound as the wind was from north-east and I could use the balkony of the house as a shelter.
Recorded with Zoom H6 and a fury windshield from Rycote.
Environmental sounds | 25.12.2017 | 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudaginn 21. desember 2017 gekk á með éljum. Tækifærið var notað um kl. 14:30 og reynt að fanga hljóðið.
Þessi meðferð á litlum hljóðritum er varla samkvæmt ráðleggingum framleiðenda. Notaður var áfestur MS-hljóðnemi með loðhlíf frá Rycote og vindhlíf frá Sennheiser.
In English
The Thursday December 21 2017 was rather a windy one in Seltjararnes in the Reykjavik area. At around 14:30 we had some snowstorms. The Zoom H6 was taken out for recording. I have to admit that this treatment of the recorder is not something supposed by the producer.
An MS-microphone, attached to the device, was protected by a fury windshield from Rycote and an extra foam windshield from Sennheiser.
Good headphones recommended.
Þessi meðferð á litlum hljóðritum er varla samkvæmt ráðleggingum ramleiðenda. Notaður var áfestur MS-hljóðnemi með loðhlíf frá Rycote og vindhlíf frá Sennheiser.
In English
The Thursday December 21 2017 was rather a windy one in Seltjararnes in the Reykjavik area. At around 14:30 we had some snowstorms. The Zoom H6 was taken out for recording. I have to admit that this treatment of the recorder is not something supposed by the producer.
An MS-microphone, attached to the device, was protected by a fury windshield from Rycote and an extra foam windshield from Sennheiser.
Good headphones recommended.
Environmental sounds | 25.12.2017 | 14:16 (breytt kl. 14:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudaginn 24. nóvember 2017, sem var jafnframt svartur föstudagur, var stynningskaldi af norðri á Seltjarnarnesi og formenn þriggja stjórnmálaflokka sátu við að mynda stjórn.
Um kl. 14:30 heyrðust tveir hrafnar hefja samræður um hvernig skipta skyldi völdum við Tjarnarból. Samræðurnar voru hljóðritaðar.
Skorið var af 100 riðum til að draga úr vindhljóðunum.
Hljóðritað með Zoom H6 kúluhljóðnema og notuð loðhlíf.
In English
On Friday Nov. 24 2017 the chair persons of 3 Icelandic political parties were working on a new government. At around 14:30 2 ravens seemed to be discussing how to devide the street of Tjarnarbol between them. The discussions were recorded using a Zoom h6 using a fury protection.
As there was a strong breeze from the north the vind noice might be a little disturbind, but I had to cut of the 100 Hertz.
Good headphones recommended.
Fuglar | 26.11.2017 | 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudaginn 25. október 2017 var gott veður á Reykjavíkursvæðinu.
Um kl. 15:30 settist ég á bekk við göngustíginn við Ægisíðu og hljóðritaði það sem fyrir eyru bar.
Zoom H6 hljóðritinn lá á bekknum hjá mér. Notaður var X/Y-víðómshljóðneminn sem stilltur var á 120°.
Það heyrist í flugvélum og umferðinni fyrir aftan mig, en hljóðneminn vísaði í átt að sjó. Þá heyrist í vatni sem drýpur niður, fuglum og vegfarendum. Sérstaklega er vakin athygli á fólki sem nálgaðist (um 5:30 mín.) en eiginmaðurinn gerði sér grein fyrir að verið væri að hljóðrita og fóru hjónin að hvíslast á.
Mælt er með góðum heyrnartólum og lokið augunum á meðan þið hlustið.
In English
The weather in the afternoon on October 25 2017 was wonderful in Rthe Reykjavik area.
The recording was made on the pedestrian path along ægisíða at the western south coast of Reykjavík. The trafic behind is heard as well as dripping water and birds as well as planes.
Recorded with Zoom H6 / X/Y mic, set on 120°.
Please close your eyes while listening to the planes, birds, the trafic behind and some birds as well as dripping water and the pedestrians.
Good headphones recommended.
Environmental sounds | 26.10.2017 | 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun, 23. október var útvarpað viðtali Óðins Jónssonar við Arnþór Helgason, vináttusendiherra, sem nýlega lét af formennsku Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Farið var vítt og breitt um sviðið.
Kínversk málefni | 23.10.2017 | 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í kvöld lét ég að formennsku í Kínversk-íslenska menningarfélaginu. Eftir að aðalfundarstörfum lauk var mér færð einstök gjöf. Hópur kvenna undir stjórn Margrétar Bóasdóttur, sungu lag lífs míns - lag allra laga og söngva - Austrið er rautt. Upphaflega var lagið ástarsöngur en varð síðar lofsöngur um Mao Zedong. Það hefur fylgt mér í 50 ár og var flutt sem forleikur að brúðarmarsinum í brúðkaupi okkar Elínar.
Þetta var indæl stund og erum við hjónin hrærð yfir öllu lofinu sem ausið var yfir okkur.
Guðrún Margrét Þrastardóttir er nýr formaður KÍM.
Menning og listir | 17.10.2017 | 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudaginn 13. október héldum við hjónin á Kia Soul rafmagnsreið norður á Hvammstanga að heimsækja systur Elínar.
Á Holtavörðuheiði var hvassviðri og úrhellisrigning.
Fyrsta hljóðritið er frá akstri okkar norður Hrútafjörð í hvassviðri og rigningu.
Annað hljóðritið er frá 14. október þegar við vorum á leið upp Holtavörðuheiði.
Í þriðja hljóðritinu heyrist þegar bílar koma aðvífandi. Þá var hljóðnemanum beint til vinstri.
Í 4. hljóðritinu er hljóðneminn í sömu stöðu og heyrist greinilega þegar bílar koma aðvífandi í Hvalfjarðargöngum.
Hljóðritað var með Zoom H6 hljóðrita. Notaður var áfastur kúluhljóðnemi.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
In English
I and my wife, Elín, went on our Kea Soul EV north to the village of Hvammstangi in Northwest Iceland on Friday, October 13.
On the mountain of Holtavörðuheiði, which lies between southern and Northern Iceland, it was a strong headwind and rain.
The first recording is made on our way when we were heading to the north in Hrutafjordur. The reain and storm were quite hard.
The second recording is made the day after when we were heading up to the top of Holtavörðuheiði in a nice weather. We had to use the heater as it was a little cold outside. Notice the different surface of the road.
The 3. recording is catching the aproaching cars. The microphone was facing the left side in order to catch the sound of the cars.
The 4. recording depicts the sound in the tunnel of Hvalfjörður when cars are passing y.
Recording with Zoom H6 and an attached stereo microphone.
Good headphonese ar recommended.
China | 15.10.2017 | 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar