40 ára farsæld - í minningu Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi

Sigurgeir Sigurðsson, fyrrum bæjarstjóri á Seltjarnarnesi árin 1965-2002, lést að heimili sínu 3. þessa mánaðar á 83. aldursári.

Sigurgeir setti mikinn svip á samfélagið. Hann var tíðum umdeildur, en þegar ferill hans er gerður upp er niðurstaðan sú að hann hafi verið farsæll í störfum sínum fyrir bæjarfélagið þau 40 ár sem hann var í hreppsnefnd og bæjarstjórn.

Árið 2006 hljóðritaði ég viðtöl við hann sem útvarpað var daginn eftir kosningar þá um vorið.

Fylgir útvarpsþátturinn hér fyrir neðan.

 

http://hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1240227/


Rafbílavæðingin á Íslandi - viðtal Óðins Jónssonar við Gísla Gíslason

Í Morgunútgáfunni á Rás eitt ræddi Óðinn Jónsson við Gísla Gíslason, einn frumkvöðla rafbílavæðingarinnar á Íslandi. Viðtalið er birt með leyfi Óðins.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Reykjavíkurmaraþon og flugeldasýning - Reykjavik Marathon and Fireworks

Reykjavíkurmaraþonið var haldið 19. ágúst í ár.

Eins og stundum áður var það hljóðritað. Meðfylgjandi hljóðrit hófst kl. 08:7 í þann mund sem fyrstu hlaupararnir nálguðust Tjarnarból 14 Nesvegsmegin.

Hljóðritað var með Zoom H6 og tveimur Sennheiser ME-62 í AB-uppsetningu.

 

Þá er það flugeldasýningin um kvöldið. Hún var hljóðrituð við Hafnarsvæðið í Örfirisey.

Hljóðritað var með Zoom H6 með áföstum MS-hljóðnema.

 

Mælt er með góðum heyrnartólum. Varist að stilla þau á of háan styrk þar sem heyrnin gæti skaðast..

 

In English

 

The annual Reykjavik Marathon was held on August 19 this year. As usually the runners were recorded.

The first recording was started at 08:07 in the morning when the fore-runners were approaching Tjarnarból 14 at Nesvegur.

Recorded on Zoom H6 with Sennheiser ME-62 in an AB-setup.

 

The fireworks was recorded in the evening at Reykjavik harbour west of the concert house of Harpa.

Recorded on Zoom H6 with an attached MS-mike.

Good headphones recommended. Ton't set the volume too high as it might damage your hearing.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Öldugjálfrið í Kleifarvatni - The gentle waves of Kleifarvatn

 

Enþá er hægt að njóta næðis í nágrenni Reykjavíkur.

Þriðjudaginn 21. ágúst 2017 fórum við hjónin ásamt vini okkar að Kleifarvatni.

 

Þar settist ég niður og hljóðritaði öldugjálfrið við vatnsbakkan. Vatnsgjálfrið er ólíkt öldugjálfri Ægis konungs.

Hljóðritað með Zoom H6 með áföstum MS-hljóðnema.

 

IN ENGLISH

Silent places can still be found quite close to the Reykjavik area.

On August 21 2017 I and my wife went to the lake Kleifarvatn south of Reykjavik (https://en.wikipedia.org/wiki/Kleifarvatn).

The small gurgling waves when playing with the shore are quite different from the sea-waves.

Please enjoy this recording.

Recorded with Zoom H6 (attached MS-microphone).

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Drekinn í kristallinum - The Dragon in the Cristal

Kolbeinn Tumi Árnason fæddist árið 2008 og er mikill sögumaður. Hann spinnur löng ævintýri með flóknum þræði sem hann gerir upp í lokin á sannfærandi hátt.
Söguna um drekann í kristallinum sagði hann mér 6. júní síðastliðinn.
Menn skulu leggja vel við hlustir enda er sagan sögð af mikilli innlifun.

IN ENGLISH
Kolbeinn Tumi Árnason, born in 2008, is a great storyteller. He tells long and complicated adventures and the end is always quite realistic.
He told me the story of the dragon in the cristal on June 6 2017.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjarlægir svartþrestir - Distant blackbirds

Í nágrenni mínu eru nokkrir svartþrestir sem hefja tónleikahald um mánaðamótin mars-apríl. Umferðarniðurinn veldur því að erfitt er að hljóðrita þá frá svölum hússins.

Aðfaranótt þriðjudagsins 9. maí 2017 voru tveir Sennheiser ME-62 skildir eftir úti á svölum í AB-uppsetningu með 39 cm millibili. Notaður var Zoom H6 hljóðriti.

Meðfylgjandi hljóðrit er frá tónleikum sem hófust um kl. 03:12. Það er eitthvað róandi við fjarlægan fuglasöng.

Eins og hljóðritarar vita heyrast ýmis hljóð á næturnar sem við tökum ekki eftir á daginn. Loftræstikerfi næsta húss heyrist vel. Dregið var úr hávaðanum með því að skera af 100 riðum.

 

IN ENGLISH

mThe blackbirds nearby our house start their concerts normally in ghe beginning of April. The noise from the trafic makes it difficult to recofd them during the rush-hours.

On the night before May 9 2017 2 Sennheiser ME62 were left on the balcony with 39 cm interspace. This episode started around 03:12. A distant recording like this is in some way a little charming.

As recordists know some sounds, not heard during the day, become audible at night. Ghe ventilation system of the nearby appartment hous is quite audible. The noise was reduced by cutting off 100 Hertz.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Samsung og iPhone hljóðrit - Samsung and iPhone recordings

Að undanförnu hefur vakið nokkra athygli hvað hljóðritunarforrit í farsímum eru orðin góð. Að vísu verður að vera logn ef hljóðritað er úti.

Gísli Helgason fór í Sorpu um daginn með Samsung S6-síma og hljóðritaði það sem fyrir eyru bar með Amazing MP3 hljóðrita.

Um svipað leyti var Herdís Hallvarðsdóttir, eiginkona hans, í París og hlustaði á götulistamenn. Hún var með iPhone. Hljóðrit Gísla er í víðómi.

 

IN ENGLISH

Som fieldrecordists are wondering if smartphones can be used for field recording.

Indeed the phones are sensitive for wind.

Gísli Helgason brought his waste to a recycling centre in Reykjavik one Sunday morning and recorded among other things the sound of the machine which counts tins and bottles.

His recording was made with Samsung S6 and Amazing MP3 Recorder, originally as a 16 bits wav-file.

His wife, Herdís Hallvarðsdóttir, brought her iPhone to Paris and recorded some dixyland music

outdoors.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Við Tjörnina - At the Lake in Reykjavík

Veðrið var einstaklega gott í Reykjavík í dag, föstudaginn 3. Mars.

Við hjónin brugðum undir okkur betri fætinum og héldum niður að Tjörn. Þar var gargað, skrækt og skvaldrað sem aldrei fyrr.

Við hljóðrituðum á fjórum stöðum skammt frá Ráðhúsinu og enduðum við andapollinn þar sem heitt vatn streymir út í Tjöfnina

Hljóðritað var með Zoom H6. Notaður var áfestur víðómshljóðnemi stilltur á 120°.

Mælt er með góðum heyrnartólum.

Njótið vel.

 

In English

The weather today, Friday March 3, was sunny and just a gentle wind.

I and my wife went to the lake in the center of Reykjavik. There was a lot of screeming and shouting of the swans, ducks and geese as well as other urban sounds.

We made recordings at 4 spots close to the City hall of Reykavik and concluded where warm water runs into the lake to keep a small pool open for the birds, as the lake is now covered with ice.

Recorded with a Zoom H6 recorder with an attached stereomic set up as 120°.

Good headphones are recommended.

Enjoy the listening.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hávær stórmarkaður - A noisy moll

Í stórmörkuðum ríkir oft mikill hávaði.

Hljóðritið er úr Smáralind í Kópavogi. Staðið var á mótum veitingastaðar og leikjasalar.

Hljóðritað með Zoom H6 og áfestum ms-hljóðnema.

Mælt er með góðum heyrnartólum.

Gætið að heyrninni!

 

In English.

Supermarkets are often quite noisy.

This recording was made at Smáralind, Kópavogur, Iceland, on the second floor close to a restaurant and a entertainment hall.

Recorded with a Zoom H6 with an attached ms-microphone.

Good headphones recommended.

 

Be careful not damaging your hearing!

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vindasamur morgunn - A windy morning

Skjótt skipast veður í lofti.

Í morgun reið yfir mikið hvassviðri með regnhryðjum og um tíma var vindstyrkur um og yfir 20 m/sek.

Tækifærið var nýtt og rokið hljóðritað.

Notaður var Zoom H-6 hljóðriti með X/Y-hljóðnema, sem var varinn með svampi og loðhlíf.

Mælt er með góðum heyrnartólum.

 

In English

The weather changes rapidly in Iceland. This morrning it was quit windy with showers, about 20 m/sec. The opportunity was used to record the wind and the rain.

Recorder: Zoom H-6 with an X/Y microphone covered with a foamshield and a hairy windprotection.

Good headphones recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband