Laugardaginn 20. ágúst var 10 km hlaupið háð að venju í aðdraganda Reykjavíkurnætur.
Þúsundir fólks þreyttu hlaupið.
Andrúmsloftið var þrungið gleði og þátttakendur voru óspart hvattir.
Hljóðritað var norðanmegin við Tjarnarból 14, þegar fólk hljóp framhjá eftir Nesveginum.
Nagra Ares BB+ var notaður.
Hljóðnemunum var komið fyrir í u.þ.b. 175 cm hæð. Eftir á að hyggja hefðu þeir átt að vera neðar til þess að fanga betur fótaburð þátttakenda.
Sérstök athygli er vakin á lítilli flugvél sem heyrist í lokin (í kringum 26 mín). Glöggt heyrist hvernig hún kemur úr suðaustri og heldur í norðvestur.
Notaðir voru Røde NT2A, stilltur á áttu og NT55. Hljóðritað var í MS-stereo.
Mælt er eindregið með góðum heyrnartólum.
In English
The annual 10 km run was held in Reykjavik on August 20 in advance of The Reykjavik Marathon with thousands of participants. The atmosphere was quite vivid and the participant were stimulated by the audience.
Please pay attention to a episode close to the end of the recording, when a small aeroplane which is heard coming from the south-east flying to north-west (around 26 minutis).
A Nagra BB+ was used together with Røde NT-2A in an 8 setup and NT55 as the mid channel. The recording was made in MS-stereo.
The mics were located around 175 cm above the ground. Perhaps they should be kept a bit lower to record the foodsteps of the participants.
Good headphones are recommended.
Umhverfishljóð | 21.8.2016 | 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir nokkru var haldið kvöldsamkvæmi á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn nágranna endaði það með talsverðum gauragangi sem hélt vöku fyrir nágrönnum.
Svona hljómaði það úr fjarska um kl. 22:40.
Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
Hljóðritið er í fullri upplausn og tekur því nokkrar sekúndur að hala það niður.
IN ENGLISH
Recently a party was held somewhere in the Capital area in Iceland. It was said that it became quite noisy after midnighht and keapt some neighbours awake.
At around 22:40 it sounded like this from some distance.
An Olympus LS-11 recorder was used.
Good headphones recommended.
The recording is not compressed and takes se veral seconds to download.
Lystisemdir lífsins | 15.8.2016 | 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag var grasflötin við Tjarnarból slegin með hávaðasamri sláttuvél. Hljóðið var fangað. Í fjarska var verið að vinna við bílskúrsgólf.
Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti með dauðum kettlingi.
In English
Today our lown was mowed with a noisy machine. In a nearby hous the garage was being repaired.
Recorded with an Olympus LS-11 with its mics and a dead kitten.
Vélar | 12.8.2016 | 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudaginn 25. Júlí skall á hellirigning á höfuðborgarsvæðinu upp úr kl. 3 síðdegis.
Hljóðritun hófst við bílskúrana á Tjarnarbóli 14 kl. 16:35. Fyrst var hljóðritað utan dyra en seinna hljóðritið er innan úr skúrnum.
Ýmis umhverfishljóð eru látin halda sér.
Notaður var Samsung S6 sími og Amazing MP3 recorder-hljóðrit.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
IN ENGLISH
In the afternoon on Monday July 25 it burst on with buckets of rain in the Reykjavik area.
These 2 recordings were made at around 16:35 pm. The first one is made outside a garage and the second one inside.
Recorded with a Samsung S6 Galaxy smartphone using Amazing MP3 recorder. The mics in the phone were used.
Good headphones recommended.
Environmental sounds | 25.7.2016 | 18:11 (breytt kl. 19:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um stundarfjórðungi áður en jarðarför hefst í Fossvogskirkju er klukkunni hringt á nokkurra sekúndna fresti. Andrúmsloftið ber þá vitni um söknuð og íhugun.
Þetta hljóðrit er frá útför tengdamóður minnar, Sólveigar Eggerz Pétursdóttur, 1. apríl 2016.
Hljóðritað var með Samsung S6 farsíma og Amazing Recorder forriti.Hljóðritið er 16 bitar og 44,1 kílórið.
Mælt er með góðum heyrnartólu.
Hlustið á fremur lágum styrk.
In English
The passina bell starts at Fossvogs Church in Reykjavik, Iceland, around 15 minutes before the funeral ceremony starts. The ambience is marked with reflection and regret.
This recording was made on April 1, 2016.
Recorded with a Samsung S6 and Amazing MP3 recorder.
The recording is in 16 bits, 44,1 kHz.
Godd headphones recomended with the volume set to low.
Minningar | 16.7.2016 | 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er jafnan endurnærandi að ganga hring um Seltjarnarnesið. Á sumrin er fuglalíf mikið og nú er krían í essinu sínu.
Fimmtudaginn 7. júlí var norðvestan stinningsgola en hlýtt. Ég nam staðar syðst og vestast til þess að fanga örstutta mynd af hljóðheiminum. Þar má m.a. greina stelk, æðarfugl og kríu. Einnig ganga nokkrir vegfarendur framhjá.
Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti sem skýlt var með litlum svömpum og dauðum kettlingi frá Røde. Hljóðritið er 24 bita og 44,1 kílórið. Niðurhalið getur því tekið nokkrar sekúndur.
In English
It is always refreshing to take a walk along the hiking trail around the Seltjarnarnes area west of Reykjavik. The birdlife is rich during the summer time. The arctic tern is quite common and the sound of the eiderducks and the chicks revives one's best feelings.
At around 11 pm on July 7 2016 there was moderate breeze from north-west. I decided to catch some of the environmental sounds. Some pedestrians and people biking can be heard as well as a nervous redshank.
The recorder was an Olympus LS-11. The mics were covered by small foamshields and a dead kitten from Røde.
The recording is 24 bits, 44,1 kHz. The download might therefore be a little slow.
Umhverfishljóð | 16.7.2016 | 16:41 (breytt kl. 16:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seltirningar og aðrir voru í hátíðarskapi í dag enda öðru sinni sem Seltirningur er kjörinn forseti lýðveldisins.
Guðna fagnað við heimili sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.6.2016 | 21:45 (breytt 16.7.2016 kl. 16:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjöldi manns kom að heimili Guðna Th. Jóhannesar og fjölskyldu og hyllti hann. Hér er hljóðrit af athöfninni. Eiginkona hans bauð fólk velkomið.
The next president of Iceland, Guðni Th. Johannesson, gave a short speech infront of his home at Seltjarnarnes, Iceland, but he was elected on June 25 2016.
Bloggar | 26.6.2016 | 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blessunin hún tengdamóðir mín, Sólveig Eggerz Pétursdóttir, var jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag. Gerði séra Svanhildur Blöndal það af stakri snilld.
Sólveig var kunn myndlistarkona, málaði, teiknaði og varð fyrst Íslendinga til þess að mála á rekavið.
Í maí 2010 hélt hún sýningu á málverkum sem hún kallaði Svipina í hrauninu og hún hafði málað með akríl-litum, en Sólveig hafði þá nýlega tekið að nota þá við listsköpun sína. Af því tilefni setti ég á hljóðbloggið viðtal við hana. Í dag birti ég það á ný, bæði klippta og óklippta útgáfu, en þar kemur frásagnarlist Sólveigar glögglega í ljós. Hver hefði trúað því að þar talaði 85 ára gömul kona?
Til minningar um kveðjustundina set ég á milli viðtalanna 23. sálm Davíðs, sem sunginn var í dag af kammerkór undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Lagið er tileinkað Elínu, eiginkonu minni og var einnig sungið við útför föður hennar, Árna Jónssonar. Það var upphaflega frumflutt í Seltjarnarneskirkju árið 2003 og samið að tilhlutan Gunnlaugs A. Jónssonar.
Bækur | 1.4.2016 | 23:38 (breytt kl. 23:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kolbeinn Tumi er miðsonur þeirra Árna og Elfu, fæddur 2008. Hann er glaðsinna og afar samvinnuþýður. Ég hef hljóðritað hann öðru hverju og 28. janúar síðastliðinn féllst hann á að segja mér frá áhugamálum sínum.
Hljóðritað var með Samsung S síma og Amazing Audio MP3 forriti. Mælt er með góðum heyrnartólum. Í lok frásagnarinnar heyrist Birgir Þór, bróðir Kolbeins Tuma, æfa sig á klarinett.
Vinir og fjölskylda | 2.2.2016 | 10:26 (breytt kl. 10:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar