Hrafnkell Daði er yngstur sona Elfu Hrannar Friðriksdóttur og Árna Birgissonar, en Hrafnkell varð þriggja ára í haust.
Afi hefur nokkrum sinnum beðið hann um viðtal, en sá stutti hefur jafnan neitað. Fimmtudaginn 21. janúar var hann í fóstri hjá ömmu og afa og féllst þá góðfúslega á að veita stutt viðtal. Amma tók einnig þátt í viðtalinu, en afi er dálítið klaufskur spyrjandi.
Örlítið ber á yfirmótun þegar Hrafnkell talar sem hæst og er það vankunnáttu hljóðmannsins að kenna.
Hljóðritað var með Samsung S6 og Amazing Audio MP3 Player. Mælt er með góðum heyrnartólum. Þá heyrist glögg hvernig snáðin var á iði, enda mikill fjörkálfur.
Vinir og fjölskylda | 28.1.2016 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Birgir Þór Árnason er fæddur 15. febrúar 2005. Ég hef hljóðritað hann öðru hverju frá því að hann var kornabarn. Um daginn hittumst við og ég innti hann eftir því hvað hann fengist við um þessar mundir. Viðtalið var hljóðritað á Samsung S6 farsíma með Amazing Audio MP3 forriti.
Vinir og fjölskylda | 24.1.2016 | 15:14 (breytt kl. 15:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Amazing Audio MP3 recorder er sérstaklega hannaður fyrir Android snjalltæki. Hægt er að hljóðrita jafnt mp3 og wav-hljóðskrár.
Þegar Wav er notað nýtir forritið báða hljóðnemana á framhlið símans. Sá neðri hljóðritar vinstri rás en efri hljóðneminn þá hægri.
Þá nýtist einnig hljóðnemi á bakhlið símans sem er ætlaður einkum fyrir myndbandsupptökur.
Í dag vorum við hjónin á göngu í Laugardalsgarðinum. Þar voru nokkrir hrafnar að huga að ástarsambandi. Flaug mér þá í hug að reyna gæði forritsins.
Fyrst hélt ég símanum lóðréttum en setti hann síðan í lárétta stöðu.
Hljóðritað var á 16 bitum og 44,1 kílóriðum.
Hér er slóðin að hljóðritanum á Playstore.
Hér er ítarlegur leiðarvísir. Þar er sérstakur kafli fyrir blinda notendur.
In English
The Amazing Audio MP3 Recorder is specially designed with the needs of recordists in mind and fully accessible. Both mp3 and wav-files can be recorded.
Today I went for a walk with my wife in a park in Eastern Reykjavik. There we heard some ravens flirting.
The phone was first in a vertical position but later on changed to horizontal.
This recording is made with a Samsung S6 phone using 16 bits and 44 khz.
Here is the link to the recorder on Playstore.
Here is a detailed users manual. There is a special chapter with information for visually impaired people.
Fuglar | 5.1.2016 | 17:43 (breytt 6.1.2016 kl. 17:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hljóðritið nær frá 23:45-0:11 eftir miðnætti.
Ljóst er af meðfylgjandi hljóðriti að dæma að mun meira var skotið upp af flugeldum um þessi áramót en í fyrra. Að þessu sinni voru tveir Sennheiser-hljóðnemar ME-62 settir upp á svölum á suðvesturhlið Tjarnarbóls 14, en ekki norðan við húsið eins og í fyrra. Nýtt fjölbýlishús vestan við breytti nokkuð hljóðumhverfinu.
Reynt var að hljóðrita einnig norðan við húsið en vindhlíf með hljóðnema fauk um koll og skemmdist.
Reyndar fuku hljóðnemarnir einnig um koll á svölunum í snarpri vindhviðu kl. 27 mínútur yfir miðnætti, en þá var gauragangurinn um garð genginn.
Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+.
Takið eftir gauraganginum þegar hljóðritið nálgast endinn.
In English
The fireworks in Reykjavik on new years eve is world famous. It was a lott more noisy this time than last year.
This stereo-recording of the fireworks display is from 23:45-0:11 on new years eve.
Recorded with Nagra Ares BB+ and two Sennheiser ME62.
Headphones recommended.
Please note the big noise around the end of the recording.
Áramótahljóð | 1.1.2016 | 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á jólafundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 4. Desember síðastliðinn, voru kveðnar vísur Péturs Stefánssonar um aðventuna. Rósa Jóhannesdóttir, kvæðakona og formaður rímnalaganefndar, stjórnaði samkveðskapnum.
Hljóðritið er birt með heimild höfundar og þátttakenda.
Á aðventunni
Á aðventu er segin saga
sem mig ávallt pirrar mjög,
í eyrum glymja alla daga
óþolandi jólalög.
Í desember ég fer á fætur
fjörlítill sem síld í dós.
Eyðir svefni allar nætur
óþolandi jólaljós.
Út og suður allir hlaupa.
Ærið marga þjakar stress.
Eiginkonur ýmsar kaupa
óþolandi jóladress.
Í ótal magni æ má heyra
auglýsingar fyrir jól.
Losar merginn oft úr eyra
óþolandi barnagól.
Húsmæðurnar hreinsa og sópa,
húsið skreyta og strauja dúk.
Íslensk þjóð er upp til hópa
óþolandi kaupasjúk.
Fennir úti, frostið stígur,
faðmar að sér dautt og kvikt.
Upp í nasir einnig smýgur
óþolandi skötulykt.
Margir finna fyrir streitu
og fá að launum hjartaslag.
Yfirbuguð er af þreytu
íslensk þjóð á jóladag.
Aðventan | 20.12.2015 | 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það hefur hent óþarflega oft að undirritaður er grasekkill einn heima hjá sér þegar óveður skellur á. Þannig var þetta í kvöld.
Hljóðnemar voru settir út á svalir sem vita mót suðvestri til þess að fanga gauragang vindsins. Verður það hljóðrit birt síðar.
Á göngum fjölbýlishússins var talsverður hávaði og undirtók í verstu vindhviðunum.
Hljóðritað var með Olympus LS-11 og Rode NT4.
Seinna hljóðritið er af svölum hússins. Þar var hljóðritað með Nagra Ares BB+ og tveimur Sennheiser ME-62 í AB-uppsetningu.
Mælt er með góðum heyrnartólum og ekki of miklum styrk.
IN ENGLISH
We had a strong storm from northeast last night. The wind was from 18-30 m/sec or even more.
The first recording was made indoors at around 22:30. An Olympus recorder was used together with Rode NT4 microphone.
Recording no. 2 is made outdoors facine southwest, recorded on a Nagra Ares BB+ with 2 Sennheiser ME-62 in an AB-setup.
Good headphones are recommended.
Vindurinn - The wind | 7.12.2015 | 23:33 (breytt 8.12.2015 kl. 11:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Láréttir fletir eru ævinlega til vandræða á Íslandi þótt sumir arkitektar tregðist til að viðurkenna það.
Nýlega var athygli mín vakin á leka af svölum íbúðar í fjölbýlishúsi nokkru. Vatnið seytlar um einhverja sprungu af svölunum fyrir ofan og íbúðareigendur hafa komið fyrir fötu til að taka við því. Ekki verður hafist handa við steypuviðgerðir fyrr en spáð er 5 daga þurrki.
Ég fór á vettvang og hljóðritaði dropatalið.
Auk niðarins frá umferð heyrist í fuglum og í lokin gnauðar vindurinn við húshornið.
Hljóðritað var með Olympus LS-11 og Røde NT-4 víðómshljóðnema.
Hljóðskjalið er í fullri upplausn, 24 bitum, 48 kHz og tekur því nokkrar sekúndur að hala það niður.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
IN ENGLISH
Flat surface is always a challenge for the water to drip through especially if it is made of concrete.
My attention was drown to the fact that the dripping through the balkony above an appartment produced a sharp, beeting sound. I went there for a recording.
Recorded on an Olympus LS-11 with a Røde NT-4 microphone.
Good headphones are recommended.
The file is recorded in 24 bits 48 kHz and takes around 10-15 seconds to download.
Vatnið | 20.10.2015 | 10:39 (breytt kl. 15:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er eins og sum heimilistæki hafi tilfinningar.
Við hjónin keyptum kaffivél árið 2003 og gafst hún upp sumarið 2011.
Þá var keypt vél sömu tegundar. Hefur hún reynst þokkalega en virðist bæði taugaveikluð, kvartsár og einatt pirruð.
Ég ákvað að gefa hlustendum örlítið sýni af þessum hljóðum.
Í upphafi malar hún kaffi og kvartar undan því með skrækjum að hafa ekki verið hreinsuð.
Eftir það framleiðir hún heitt vatn og stynur svo í lokin af allri þessari áreynslu.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT4 víðómshljóðnema.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
Hljóðritað var á 24 bitum og 48 kílóriðum og getur því tekið nokkrar sekúndur að hala niður hljóðskránni.
IN ENGLISH
Sometimes one could think that home appliances have feelings.
I and my wife boght a coffee machine in 2003 which passed away 4 years ago.
Then we had another machine from the same maker. It has served us quite wll by granulating coffee and producing warm water.
The machine seems however to be both nervous, querulous and annoyed.
In this recording the machine granulates coffee and pours it into a small cup. It screems probably to protest that it has not been cleaned fecently.
Then it pours some warm water into a mug and sighs bacause of all this hardships.
Recorded with a Nagra Ares BB+ and Røde microphone.
Good headphones recommended.
The recording is in 24 bits and 48 kHz and not compressed. The download might take some seconds.
Heimilishljóð | 7.10.2015 | 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér eru birt þrjú útvarpsviðtöl.
1. Kvöldgestir í umsjón Jónasar Jónassonar, útvarpað 2. október 2009.
2. Kvöldgestir í umsjón Jónasar Jónassonar, útvarpað 9. október 2009.
Í þessum þáttum segir undirritaður frá ævi sinni.
3. Ferðalag í umsjón Arndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur, útvarpað 19. september 2015. Sagt er frá fyrstu ferð undirritaðs til Kína árið 1975, en samferðamenn hans voru Páll Helgason, Lárus Grétar Ólafsson og Magnús Karel Hannesson.
Útvarp | 20.9.2015 | 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Morgunninn 17. September var fagur, sólskin og logn.
Ég tók Nagra Ares BB+ með mér ásamt Røde NT-4 hljóðnema. Á göngustígnum, sem liggur meðfram KR-vellinum nam ég staðar og fangaði hið hljóðláta umhverfi sem var í raun ekki eins hljóðlátt og margur hyggur. Klukkuna vantaði nokkrar mínútur í 10 þegar hafist var handa.
Börn gengu framhjá með tveimur kennurum og í fjarska, u.þ.b. 400 m. Framundan (í átt að Kaplaskjólsvegi) og um 200 m til norðurs (vinstra megin) stóðu yfir framkvæmdir.
Notuð var vindhlíf sem fylgir hljóðnemanum auk kettlings frá Røde. Líta má á þetta hljóðrit sem tilraun.
Hljóðskráin er í fullri upplausn.
Ég er ánægður með víðómsmyndina, en þessi hljóðnemi tekur við af Shure VP88.
IN ENGLISH
The morning of September 17 was beautiful with the bright sunshine warming everything. The wind was almost still.
I took my Nagra Ares BB+ and a Røde NT4 with me to a pedestrian path in the western part of Reykjavik as I wanted to record the environmental sounds. The recording started just before 10 am. It was not as quiet as I thoght. Some 400 m to the south some construction work was going on as well as some 200-300 m to the north (on the left side).
The recording is in 24 bits 48 kHz.
The foam-windshield which comes with the mic was used as well as the Kitten from Røde.
I must say that I am very satisfied with the stereo immage og this mic which will be my replacement for Shure VP88. This recording is supposed to be an experiment.
Umhverfishljóð | 17.9.2015 | 15:34 (breytt kl. 15:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 65354
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar