Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fyrsti maí 2019 - The first of May 2019

Fyrsti maí var haldinn hátíðlegur um allt land eins og vant er.
Í Reykjavík var mikill mannfjöldi á Ingólfstorgi og hlýddi á ræður manna.
Hér eru nokkrar svipmyndir af torginu.

IN ENGLISH

The first of May has been celebrated in Iceland since 1923. In Reykjavik people listened to speeches and music.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hvað er að gerast í Kína? Samskipti Kínverja og Íslendinga í áranna rás

Í morgun, 23. október var útvarpað viðtali Óðins Jónssonar við Arnþór Helgason, vináttusendiherra, sem nýlega lét af formennsku Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Farið var vítt og breitt um sviðið.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

40 ára farsæld - í minningu Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi

Sigurgeir Sigurðsson, fyrrum bæjarstjóri á Seltjarnarnesi árin 1965-2002, lést að heimili sínu 3. þessa mánaðar á 83. aldursári.

Sigurgeir setti mikinn svip á samfélagið. Hann var tíðum umdeildur, en þegar ferill hans er gerður upp er niðurstaðan sú að hann hafi verið farsæll í störfum sínum fyrir bæjarfélagið þau 40 ár sem hann var í hreppsnefnd og bæjarstjórn.

Árið 2006 hljóðritaði ég viðtöl við hann sem útvarpað var daginn eftir kosningar þá um vorið.

Fylgir útvarpsþátturinn hér fyrir neðan.

 

http://hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1240227/


Rafbílavæðingin á Íslandi - viðtal Óðins Jónssonar við Gísla Gíslason

Í Morgunútgáfunni á Rás eitt ræddi Óðinn Jónsson við Gísla Gíslason, einn frumkvöðla rafbílavæðingarinnar á Íslandi. Viðtalið er birt með leyfi Óðins.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Íslandsbanki markar sér nýja stefnu í aðgengismálum blindra og sjónskertra

Athugasemd um vanefndir Íslandsbanka

 

Í júlí 2017 sagði höfundur þessa pistils upp þjónustu Íslandsbanka vegna margítrekaðra vanefnda á aðgengisstefnu bankans. Í undirbúningi er kæra til Fjármálaeftirlitsins.

Þeim metnaði, sem fram kemur í meðfylgjandi viðtali við Val Þór Gunnarsson, hefur ekki verið fylgt eftir, en hann hætti störfum við Íslandsbanka á útmánuðum 2017.

 

Um það leyti sem netbankar voru stofnaðir skömmu eftir aldamótin reið Íslandsbanki eða hvað sem hann hét þá á vaðið og setti sér metnaðarfulla aðgengisstefnu.
Þegar smáforrit fyrir Apple og Android-síma voru kynnt hér á landi fyrir tveimur árum var forrit Íslandsbanka gert að mestu aðgengilegt þeim sem eru blindir og sjónskertir.
Í desember síðastliðnum var appið eða smáforritið endurnýjað og þá hrundi aðgengi blindra snjallsímanotenda.
Eftir að bankanum bárust hörð mótmæli var tekið til óspilltra málanna vegna lagfæringa á aðgenginu. Það virtist snúnara en búist var við.
Valur Þór gunnarsson, þróunarstjóri Íslandsbanka, greindi frá þessu í viðtali við höfund síðunnar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Aðventuljóð eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson - hinn sanni boðskapur jólanna

Á jólafundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar
9. desember síðastliðinn flutti Ragnar Ingi Aðalsteinsson kvæði sitt Aðventuljóð.
Þar minnist hann á ýmis gildi sem fólk ætti að hafa í heiðri um jólin og mættu menn taka boðskap hans til rækilegrar umhugsunar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gleðiboðskapur aðventunnar - predikun dr. Gunnlaugs A. Jónssonar, prófessors, á 4. sunnudegi í aðventu 18. desember 2016

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, predikaði í Seltjarnarneskirkju um gleðiboðskap aðventunnar. Í þessari predikun fléttaði hann saman ýmsa þræði sem greina inntak og eðli kristinnar trúar. Ræðan var flutt af miklum lærdómi og einlægni sem höfundi er í blóð borin.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Rökrásin - vel heppnað útvarpsleikrit

Útvarpsleikhúsið frumflutti leikritið Rökrásina eftir Ingibjörgu Magnadóttur. Með aðalhlutverkin fóru þau Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld. Tónlist samdi Kristín Anna Valtýsdóttir og Harpa Arnardóttir var leikstjóri.

Leikritið er margslungið snilldarverk um öldruð hjón sem starfrækja útvarpsstöð á heimili sínu. Brugðið er upp svipmynd af hjónunum og hlustendur fá að heyra hvernig þau liðsinna hlustendum sínum. Einnig bregða þau á leik og samfarir gömlu hjónanna í beinni útsendingu voru mjög sannfærandi.

Tæknivinnslan var innt af hendi af mikilli prýði, enda undir stjórn Einars Sigurðssonar.

Hlustað var á leikritið í vefvarpi Ríkisútvarpsins og valinn kosturinn Netútvörp. Útsendingin á netinu var afleit. Svo mikið er hljóðið þjappað að ýmsir aukadónar fylgja með tónlistinni og s-hljóðin verða hálfgert hviss. Nýmiðladeild Ríkisútvarpsins hlýtur að gera grein fyrir þessum löku hljóðgæðum. Breska útvarpið BBC sendir út í miklum hljóðgæðum og hið sama á við um fjölda tónlistarstöðva sem eru á netinu.

Hlustendum til fróðleiks fylgir hljóðsýni.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Suð fyrir eyra - útvarpsþáttur frá 1999

Árið 1999 gerði ég þátt fyrir Ríkisútvarpið sem nefndist Suð fyrir eyra. Fjallaði hann um þennan leiða kvilla sem hrjáir fjölda Íslendinga. Í þættinum er lýst súrefnismeðferð og rætt við lærða og leika um fyrirbærið.

Í upphafi þáttarins heyrist suð, en mér tókst að búa það til með því að setja hljóðnema innan í heyrnartól og skrúfa síðan upp styrkinn á hljóðrituninni. Þegar ég leyfði Garðari Sverrissyni að heyra suðið, hrópaði hann: “Þetta er suðið mitt”!

Og þetta er einnig suðið mitt.

Tæknivinna var í höndum umsjónarmanns. Tæknimaður Ríkisútvarpsins sá um að færa þáttinn á segulband.

Fjöldi fólks hefur fengið afrit af þættinum. Nú er talin ástæða til að setja hann á netið.

Hvers konar afritun og notkun er heimil öllum sem not geta haft af. Einungis er þess óskað að getið sé hvaðan þátturinn sé kominn.

Eindregið er mælt með að hlustað sé með góðum heyrnartólum.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Íhreytur um Reykjavík og aðra landshluta

Kvæðamannafélagið Iðunn efndi til haustferðar laugardaginn 6. september 2014. Margt var þar kveðið skemmtilegt.

Á leiðinni heim, þegar ekið var í áttina að Þrengslunum, kvað Þórarinn Már Baldursson, hagyrðingur og kvæðamaður, vísur þar sem hann hreytir ónotum í Reykjavík og nágrannabæi hennar. Landsbyggðin fær einnig sinn skammt, enda er hann norðlenskur maðr.

Mælt er með góðum heyrnartólum.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband