Færsluflokkur: Tónlist
Fyrir nokkru fundust frumrit tónlistar sem flutt var í Eyjapistlum okkar tvíburanna árið 1973. Skömmu eftir að gosið hófst setti Árni Johnsen saman lag um eyjuna og orti við kvæði. Árni er athafnasamur og vildi ólmur fá að flytja lagið í þættinum. Var það því hljóðritað í skyndingu og búið til fyrirbærið Hljómsveit og kór Eyjapistill. Undirritaður annaðist undirleik á Farfisa rafmagnsorgel, höfundurinn sló gítarinn og fyrrum trymbill Hljóma, Eggert V. Kristinsson sá um slagverk. Í kórnum voru þeir Gísli, sem auk þess lék á flautur, Árni Gunnarsson, fréttamaður, Eggert V. Kristinsson og einhverjir fleiri sem áttu leið framhjá hljóðverinu sem notað var sem tónleikasalur o.fl. á Skúlagötunni.
Tónlist | 5.12.2016 | 17:22 (breytt kl. 17:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nokkur umræða hefur orðið um hversu lengi efni varðveitist á geisladiskum. Fyrir nokkru tók ég fram disk sem ég hafði fengið frá tæknimanni Salarins í Kópavogi. Á diskinum voru hljómleikar sextetts úr Hinni þjóðlegu hljómsveit kvikmyndaversins í Beijing sem kom hingað til lands árið 2002 á vegum Utanríkisráðuneytisins og Kím. Diskurinn reyndist skemmdur.
Í dag tók ég hann fram og áttaði mig þá á því að miði með upplýsingum um efni hans var örlítið krumpaður. Nú gekk afritunin vel. Hugsanlega var það einnig vegna þess að nýtt drif var notað.
Á meðal þess sem Kínverjarnir fluttu voru lögin Ég leitaði blárra blóma eftir Gylfa Þ. Gíslason og Vestmannaeyjar eftir Arnþór Helgason.
In English
A lot of discussions has ben going on about how long materials will last on Cd-disks.
Some time ago I tried to copy a 10 years old cd with a concert given by a group of 6 musicians of The Traditional Music Ensemble of The Beijing Film Studio who gave a concert in Iceland in 2002. It was damaged.
Today I decided to try again. I found out that the piece of paper, containing som information about the contents, was a little uneven. After fixing this the disk could be copied. Maybe a new diskdrive made it also possible.
The musicians played 2 Icelandic melodies: I looked for blue flowers by Gylfi Þ. Gíslason and The Westman Islands by Arnthor Helgason
Tónlist | 11.9.2014 | 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Magnús Jóel Jóhannsson lést 26. ágúst síðastliðinn. Hann var eðalhagyrðingur Og um árabil einn fremsti kvæðamaður Íslendinga.
Hann kunni góð skil á bragfræði og kenndi hana.
Magnús samdi þar að auki nokkrar stemmur sem eru í kvæðalagasafni félagsins og bera þær vandvirkni hans vitni.
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar sem haldinn var 9. nóvember 2007, kvað hann nokkrar vetrarvísur sem hann hafði ort. Bragarhátturinn er svokallað Kolbeinslag, kennt við Kolbein jöklaraskáld.
Árið 2010 var hljóðritað talsvert af kveðskap hans og ljóðum. Bíður það efni úrvinnslu og birtingar.
In English
Magnús Jóel Jóhannsson (1922-2014) was one of the best rhapsodists of Iceland. He chanted rhymes in the Icelandic way and even composed some of the melodies himself.
This recording is from a meeting in Kvæðamannafélagið Iðunn on November 9 2007. There Magnús chanted his rhymes about the winter.
Tónlist | 4.9.2014 | 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við tvíburarnir eignuðumst kassettutæki í maí árið 1965, en það reyndist gallað og skiptum við því út fyrir spólutæki.
Sumarið 1967, nánar tiltekið 21. júní, keyptum við kassettutæki hjá Elís Guðnasyni á Eskifirði, en hann flutti þau inn frá Hollandi. Hljóðrituðum við ýmislegt á snælduna sem fylgdi með tækinu. Hún er enn til og hafa tóngæðin haldist allvel.
Fimmtudaginn 24. janúar 2007 minntist ég þess í þættinum "Vítt og breitt" að 40 ár voru liðin frá árinu 1967. Þá dró ég fram snælduna og útvarpaði nokkrum brotum af því sem við hljóðrituðum um sumarið. Einnig slæddist frumútgáfa lagsins Fréttaauka af gamalli útvarpssspólu.
Hljóðritað var með hljóðnemanum sem fylgdi tækinu.
Tónlist | 31.8.2013 | 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 5. Apríl
síðastliðinn, var dagskráin fjölbreytt að vanda. Þegar leið að lokum fundarins
kvað kvæðamaðurinn snjalli, Ingimar Halldórsson vísur eftir hagyrðinginn vinsæla,
Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum. Að endingu kváðu undirritaður og Ingimar
Lækjarvísur Gísla við tvísöngsstemmu þeirra Páls og Gísla. Nánar er fjallað um kveðskapinn
og vísurnar á vef Iðunnar.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og notaðir tveir Røde
NT-2A hljóðnemar í MS-uppsetningu ásamt Røde NT-1A, sem var við ræðustólinn.
Tónlist | 22.4.2013 | 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar kvað nýr stjórnarmaður félagsins, Þórarinn Baldursson, fjóra mansöngva við óorta rímu.
http://rimur.is/?p=1976#content
Tónlist | 9.3.2013 | 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Friðarganga fór niður Laugaveginn á Þorlálksmessu nú eins og
undanfarna áratugi. Að þessu sinni var hún mjög fjölmenn. Hamrahlíðarkórinn
söng jólasöngva undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og fór fyrir göngunni.
hljóðið. Kórinn liðaðist framhjá í langri röð, en stundum gengum við með honum
og vorum eiginlega mitt á meðal kórfélaga. Hér er örlítið sýnishorn.
Eindregið er mælt með
að fólk hlusti á hljóðritið í góðum heyrnartólum.
Notaðir voru eyrnahljóðnemar frá Sound Professionals og
Nagra Ares BB+ hljóðriti.
Binaural recording from a Peace Parade in Reykjavik
The Peace Parade was held in Reykjavik on December 23 as thelast 3 decades. The Quire of The College of Hamrahlíð lead the march and sang
some festivalsongs. The conductor was Þorgerður Ingólfsdóttir, who has lead
this quire since 1967. I and my wife joined the procession as sometimes before.
walked along with the quire, but we stodd also stil while the quire passed by.
Binaural microphones from Sound Professionals were used togetherwith A Nagra Ares BB+.
Headphones are recommended.Tónlist | 24.12.2012 | 11:19 (breytt 30.12.2012 kl. 22:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sá merkisatburður varð á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar í gær, föstudaginn 9. nóvember, að tvær kvæðameyjar kvöddu sér hljóðs og kváðu Innipúkavísur eftir Helga Zimsen, föður sinn.
Þær Iðunn Helga, 6 ára og Gréta Petrína, fjögurra ára, eru dætur þeirra Helga Zimsens, hagyrðings og Rósu Jóhannesdóttur, kvæðakonu. Móðir þeirra hafði orð á því að þær hefðu gleymt að draga seiminn í lok hverrar vísu, en það stendur nú væntanlega til bóta.
Kveðskap meyjanna var tekið af mikilli hrifningu eins og má m.a. heyra af orðum Ragnars Inga Aðalsteinssonar, formanns Iðunnar, þegar systurnar höfðu lokið kveðskapnum.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A hljóðnemum í MS-uppsetningu.
Two young rhapsodists
At a meeting in Idunn, a society which engages in traditional Icelandic poetry and chanting, two sisters, Iðunn Helga, 6 years and Gréta Petrína, 4 years old. chanted some rhymes composed by their father. The rhymes were set to an Icelandic folk-melody. Their performance was warmly received.
These little sisters are daughters of Helgi Zimzen, a well-known rhymester and Rósa Jóhannesdóttir, a noted rhapsodist.
Recorded with Nagra Ares BB+ and Røde NT-2A in MS-setup.
Tónlist | 10.11.2012 | 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í janúar 2005 tók ég viðtal við Orm, en þá stóð yfir gerð útvarpsþátta um Silfurplötur Iðunnar. Hluta viðtalsins var útvarpað í einum þáttanna, en meginhluta þess nokkru síðar.
Með þessari færslu fylgja tvö hljóðrit. Hið fyrra er með minningarorðum Ragnars Inga og kvæðaskap Steindórs. Hið seinna er óstytt viðtal við Orm Ólafsson. Þar koma fram ýmsar heimildir um starf Iðunnar, en Ormur var í framvarðasveit félagsins um fjögurra áratuga skeið.
Þeim, sem hafa áhuga á að kynna sér Kvæðamannafélagið Iðunni skal bent á http://rimur.is
Tónlist | 23.10.2012 | 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn eitt meistaraverkið er nú komið úr hljóðsmiðju Magnúsar Bergssonar. Að þessu sinni varð hann vitni að náttúrutónverki, eða réttar sagt hljómkviðu, sem raflínur, vindur, bassi og fuglar skópu vestur í Krossholti á Barðaströnd. Mælt er með því að fólk hlusti á hljómkviðuna með góðum heyrnartækjum. Hér fyrir neðan er hlekkur á færsluna.
http://fieldrecording.net/2012/06/22/opus-for-power-line-bass-wind-and-birds/
In English
Yet another masterpiece has come from the great recordist, Magnús Bergsson. At this time he recorded a composition made by someone playing music loudly in the distance, powerlines, the wind and various kinds of birds. Good headphones are recommended.
http://fieldrecording.net/2012/06/22/opus-for-power-line-bass-wind-and-birds/
Tónlist | 24.6.2012 | 11:02 (breytt 16.7.2012 kl. 17:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65291
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar