Færsluflokkur: Tónlist
Þessari færslu fylgja þrjú skjöl. formáli rósu að kvæðinu, kvæðið sjálft og að lokum texti þess sem færður hefur verið til samræmis við íslenska nútímastafsetningu.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Shure VP88 hljóðnema.
Tónlist | 5.3.2011 | 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bræðurnir Sigursveinn og Örn Magnússynir, sem skipa með öðrum fjölskylduhljómsveitina Spilmenn Ríkínís, komu á fund í Kvæðamannafélaginu Iðunni föstudaginn 8. janúar síðastliðinn og fluttu nokkur þjóðlög, einkum tvísöngva. fyrst á dagskrá þeirra var kvæðið um Bakkabræður eftir Jóhannes úr Kötlum, sem þeir kváðu við þjóðlag, sennilega úr Ólafsfirði. Leyfðu þeir ritstjóra þessarar síðu að birta hljóðritið. Ástæða er til að benda hlustendum á einstaklega fágaðan flutning þeirra, en sjaldgæft er að heyra íslenskan fimmundarsöng jafnvel fluttan.
Í fyrra gáfu Spilmenn Ríkínis út hljómplötu með íslenskum þjóðlögum. Á diskinum er leikið undir á ýmis miðaldahljóðfæri. Vitað er að einhver slík hljóðfæri voru til hér á landi. Efast má um að þjóðlög þessi hafi nokkru sinni verið jafnvel flutt og raun ber vitni um.
Hljómdiskur Spilmanna Ríkínís ætti að vera skyldueign allra unnenda íslenskrar þjóðlagatónlistar.
Tónlist | 21.2.2011 | 22:26 (breytt 22.2.2011 kl. 16:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 4. febrúar 2011, fluttu Iðunnarfélagar tvo vísnabálka eftir Helga Zimsen. Fyrri bálkurinn fjallar um íslenskan mat. En þar sem ekki var snæddur íslenskur matur á fundinum nema þá pönnukökur, fór Rósa Jóhannesdóttir, formaður rímnalaganefndar, þess á leit við Helga að hann orti eina lokavísu. Þær urðu 7 og mátti hún velja eina þeirra. Hún kaus að láta flytja þær allar vegna valkvíða.
Matargikksbálkur
Aftur kominn enn á ný
árs er víst á fresti
ýmsir blóta þorra því
þá er úldnað nesti.
Freðinn ref ef finn á grund
fráleitt neita að borð'ann
úldna rollu eða hund
allt má drýgja forðann.
Gamalt nesti nörtum í
næring feðra vorra
borðum þetta bara af því
blóta verðum þorra.
Hákarl siginn sigla fær
svona oní maga:
brennivín um bitinn rær
bragð má þannig laga.
Súrinn virðist sumum best
sviðin aðrir kjósa
háfsins illri ýldupest
ýmsir jafnvel hrósa.
Sviðin eru mönnum mæt
metið þau við getum
snoppan er svo ósköp sæt
að við hana étum.
Þorra blóta, yrki óð,
önd og búknum hlýnar.
Finnst mér þá sem flæði blóð
fornt um æðar mínar.
Kjaftur bítur, lína er lögð
lengst úr fyrri tíma.
Þorrakrása kynleg brögð
kýs ég við að glíma.
Gengnir áar gæddu sér
á gömlum mat og þráum,
vegna þessa í veislu hér
vistir góðar fáum.
Punga þunga og súran sel
með sviði í kviðinn læði.
Metið get ég magál vel,
mikið spikið snæði.
(Helgi Zimsen)
Ábótarvísur
Kvæðamannafundir fljótt
fylla gesti kæti.
Flæðir rímið fram á nótt
fjörið held það bæti.
Iðunn glæðist óðs á stund,
örvast fjör og gaman.
Gamlar hefðir gleðja lund,
glöggt það finnum saman.
Hér nú yrkjum hress og slyng.
Hér er skáldafákur.
Hér er ekkert hrafnaþing.
Hér eru engar krákur.
Gaman er á gleðistund,
gefst þó fátt að éta.
Kvæðamannakempufund
kann ég vel að meta
Enn við kveðum eina stund,
óð í góðum hópi
Heftir ekki hal og sprund
hér þótt Steindór skrópi.
Þorrin eru þessi ljóð
þau við kváðum saman
þó að blóti einhver óð
ekki súrnar gaman.
Víst hér enda verðum brag
vísnaflóði lýkur.
Nú er fundið lokalag
línan hinsta fýkur.
(Helgi Zimsen)
Tónlist | 5.2.2011 | 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Njótið vel og jólist ykkur vel.
Tónlist | 24.12.2010 | 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við hjónin höfum stundum brugðið okkur í jólaþorpið í Hafnarfirði á aðventunni. Í dag vorum við þar ásamt tengdadóttur okkar og þremur sonarsonum. Sá elsti sá um mið-bróðurinn, Elín um þann yngsta og ég var á ábyrgð tengdadótturinnar.
Skemmtiatriði hófust kl. 15:00 í jólaþorpinu og þar flutti Jólatríóið jólasöngva. Í för með mér var Nagra Ares BB+ hljóðriti og aldraður Sennheiser MD21 hljóðnemi.
Tónlist | 12.12.2010 | 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Á fyrsta sunnudegi í aðventu er margs að hlakka til. Jólin eru á næsta leyti og innan skamms fer daginn að lengja að nýju. Þessu og ýmsu öðru fagna Íslendingar með því að njóta birtu marglitra ljósa sem lýsa upp skammdegið.
Árið 2007 söng Hringur Árnason fyrir mig lítið aðventuvers sem ég orti við kínverska þjóðlagið Austrið er rautt sem er bæði ástar og byltingarsöngur. Stefnt er að því að yrkja fullkominn jólasálm innan tíðar við þetta ágæta lag.
Hljóðritið var gert 7. desember 2007. Úti geisaði fárviðri sem glöggt má heyra ef grannt er hlustað. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Shure VP88.
Tónlist | 28.11.2010 | 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir Árni Hjartarson, jarðfræðingur og Pétur Eggerz, leikari, tóku saman versta níðið úr kjöftumþeirra kappanna og fluttu á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 5. nóvember síðastliðinn. Þeir Pétur og Árni eru báðir góðir hagyrðingar, rithöfundar og er sitthvað fleira til lista lagt.
Samantekt þessi er birt m.a. í tilefni þess að um þessar mundir fagnar Pétur Eggerz fimmtugsafmæli sínu, en hann var í heiminn borinn 19. nóvember á því herrans ári 1960.
Tónlist | 18.11.2010 | 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Tæknigrúskurum skal sagt að notaður var Nagra BB+ hljóðriti. Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum og 24 bitum. Hljóðneminn var shure VP88 sem settur var á þrengstu víðómsstillingu.
Tónlist | 9.11.2010 | 16:28 (breytt 13.11.2010 kl. 17:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Ég hef þekkt Níels Árna Lund lengi. Sjönunda maí síðastliðinn kom hann á fund í Kvæðamannafélaginu Iðunni og fór með frumortar gamanvísur. Þær hefur hann gefið út á einkar skemmtilegum geisladiski sem hann selur á vægu verði.
Einfaldast er að hafa samband við hann á netfanginu lund@simnet.is og panta hjá honum disk sem kostar 1500 kr.
Njótið heil.
Tónlist | 6.11.2010 | 01:18 (breytt 8.11.2010 kl. 20:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Að kvöldi síðasta sumardags 22. október, var haldin söngvaka í félagsheimilinu Þjórsárveri. Þí stjórnaði Ingi Heiðmar Jónsson. Auk þróttmikils söngs var ýmislegt á dagskrá. Má þar nefna snilldarlega sagðar gamansögur Þrastar Sigtryggssonar og afburðagóðan kveðskap hins ágæta kvæðamanns, Ingimars Halldórssonar, en hlustendur þessarar síðu geta hlýtt á Ingimar undir flokkunum Kveðskapur eða tónlist.
Auk Inga Heiðmars sem lék undir á flygil, stýrðu dætur hans, Halla Ósk og Sigríður Embla, fjöldasöng og léku undir á gítar.
Í farteski okkar Elínar var Nagra Ares-M vasapeli og hellti ég á hann hljóðsýni. Verður það nú birt hlustendum til greiningar. Hér er um að ræða úrvals sýni íslensks fjöldasöngs.
Tónlist | 23.10.2010 | 13:01 (breytt 24.10.2010 kl. 10:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar