Fćrsluflokkur: Tónlist
Halldóra var góđur hagyrđingur og birtust vísur hennar víđa. Vísur ţćr, sem Bára kvađ á fundinum, voru ortar á árunum 1981-92. Helgi Zimsen tók ţćr saman úr Fréttabréfi Iđunnar.
Tónlist | 18.10.2011 | 16:50 (breytt kl. 16:52) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Áhugi á tónlist ţeirri, sem iđkuđ var á tímum Maos í Kína, fer nú vaxandi. Líta menn ţá framhjá persónudýrkuninni, en viđurkenna tónlistina sem hluta ákveđins tímabils í sögu landsins.
Í kvöld rakst ég á ţetta á Youtube og gladdist vegna ţess ađ enn reyna menn ađ gera vel viđ hiđ unađslega lag, Austriđ er rautt, sem gerbreytti lífi mínu svo ađ ég hef aldrei orđiđ samur síđan.
http://www.youtube.com/watch?v=tMlkyKqv8Iw
In English
I was delighted tonight when I found a new version of the most beautiful song of all songs, The East is Red". The lyrics praise chairman Mao Zedong and the Chinese Communist party. Originally the East is Red was a lovesong.
People are still trying to arrange this magnificient melody, which changed my life completely some 45 years ago.
http://www.youtube.com/watch?v=tMlkyKqv8Iw
Tónlist | 17.9.2011 | 22:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Reynt var ađ fanga umhverfi og nýtur hljóđritiđ sín best í góđum heyrnartólum.
Tónlist | 17.6.2011 | 23:43 (breytt 19.6.2011 kl. 12:53) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ágúst Shi Jin, sem gengur undir nafninu Ágúst Hallgrímsson, fćddist nćrri borginni shanghai áriđ 1982. Hann hefur búiđ á Íslandi í nokkur ár og náđ ótrúlega góđu valdi á íslenskri tungu. Í fyrra haust var hann kjörinn í stjórn Kínversk-íslenska menningarfélagsins.
Um daginn barst okkur slóđ á myndband sem hann hafđi sett á youtube.com
http://www.youtube.com/watch?v=44oCshVbfFw
Í kjölfar ţess mćltum viđ okkur mót. Sagđi hann mér ţá dálítiđ af högum sínum.
Ágúst hefur fengist viđ ađ semja tónlist og notar m.a. tölvuútgáfu hefđbundinna kínverskra hljóđfćra, eins og heyra má í laginu sem leikiđ er á myndbandinu og fylgir einnig viđtalinu. Slóđin á heimasíđu framleiđanda hljóđfćranna er
Ágúst er á Facebook:
http://www.facebook.com/agust.hallgrimsson
Tónlist | 10.6.2011 | 22:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Varsjárbandalagiđ er einhver skemmtilegasta hljómsveit landsins um ţessar mundir. Ţótt bandalagiđ fari frjálslega međ sumar laglínur er vart hćgt annađ en dást ađ hugmyndaauđgi ađildarfélaganna.
Í dag barst mér frá Guđlaugu Bóasdóttur, vinkonu minni, slóđ á myndband ţar sem 45 ára gamalt lag mitt, Vestmannaeyjar, er tekiđ í gegn ađ balkneskum hćtti. Sjálfur heyrđi ég ţessa útgáfu 1. apríl síđastliđinn og hló ađ. Veitti ég fúslega heimild fyrir ţessari međferđ sem er í skemmtilegra lagi.
Minnt skal á ađ Varsjárbandalagiđ heldur tónleika í Bćjarbíói í Hafnarfirđi kl. 20:00 á morgun, fimmtudaginn 2. júní. Má búast viđ miklu fjöri enda dagskráin fjölbreytt.
http://www.youtube.com/watch?v=E1mcHMSCYpo
Tónlist | 1.6.2011 | 20:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Á fundi Kvćđamannafélagsins Iđunnar, sem haldinn var 6. maí síđastliđinn, kenndi Bára Grímsdóttir, varaformađur félagsins, fundarmönnum gamalt, íslenskt tvísöngslag viđ kvćđiđ Flöskukveđjur" eftir Eggert Ólafsson (1726-1768). Á eftir sagđi Njáll Sigurđsson örlítiđ frá laginu og notkun ţess í grunnskólum.
http://www.helgason.nu/?page_id=67
Hljóđritađ var međ Nagra Ares BB+ á 48 kílóriđum og 24 bitum. Notađir voru Rřde NT2-A og Sennheiser ME-65 í MS-uppsetningu.
Ó, mín flaskan fríđa!
Flest ég vildi líđa,
frostiđ fár og kvíđa
fyrr en ţig ađ missa.
Mundi' ég mega kyssa
munninn ţinn, ţinn, ţinn?
Munninn ţinn svo mjúkan finn,
meir en verđ ég hissa.
Íslands ítra meyja,
engra stelpugreyja,
heldur hefđarfreyja,
sem hvergi sómann flekka,
mun ég minni drekka.
Fái ţćr, ţćr, ţćr,
fái ţćr ć fjćr og nćr
friđ og heill án ekka.
Ţú mig gćđum gladdir,
góđu víni saddir,
hóf ég hćstu raddir,
hraut mér stöku vísa,
pytluna mína' ađ prísa.
Ţú ert tóm, tóm, tóm,
ţú ert tóm međ ţurran góm,
ţér má ég svona lýsa.
Tónlist | 7.5.2011 | 16:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Í viđtali viđ ritstjóra síđunnar greinir Sigurđur frá ýmsu sem tengist flutningnum. Síđan er fluttur 50. sálmur.
Viđtaliđ var hljóđritađ međ Olympus LS-11 en sálmurinn međ Nagra Ares BB+ og shure VP88. Upprunalegu hljóđritin eru á 24 bitum.
Hjálparhella mín var sem endra nćr eiginkona mín, Elín Árnadóttir.Tónlist | 23.4.2011 | 00:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Í tilefni ţessa var haldiđ međ Nagra Ares-M hljóđpela í Háskólabíó í gćr og síđasta verkiđ hljóđritađ. Međ ţessari fćrslu eru birtar síđustu ţrjár mínútur fyrstu sinfóníu Jóhannesar Brahms, en ţar koma fram ýmis einkenni hljómsins í húsinu. Í kynningunni, sem var hljóđrituđ í dag međ Rřde NT-2a er einkennum hljómsins lýst og ţar á međal ákveđinni bjögun sem ritstjóri ţessarar síđu hefur ítrekađ orđiđ var viđ.
Sinfóníuhljómsveit Íslands eru fluttar einlćgar árnađaróskir og undirritađur hlakkar mjög til hljómleikanna 4. maí.
Tónlist | 15.4.2011 | 17:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Áriđ 2006 hljóđritađi hann nokkur lög á geisladisk hjá ríkisútvarpinu og fćrđi mér eintak hans. Ţađ varđ til ţess ađ ég útvarpađi viđ hann örstuttu samtali í ţćttinum Vítt og breitt 4. janúar 2007. Í lok ţessa samtals flutti hann brot úr tónverki sínu sem nefnist Viđeyjarstjórnin ţar sem lýst er samskiptum ţeirra félaga, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Davíđs Oddssonar. Síđar útvarpađi ég mun lengra samtali viđ Magnús ţar sem hann sagđi frá lífshlaupi sínu. e.t.v. verđur ţađ birt hér síđar.
Fyrra lagiđ sem heyrist er af diski Magnúsar. Tónverkiđ um Davíđ og Jón Baldvin var hljóđritađ í stofunni hjá Magnúsi. Notađur var Sennheiser ME62 og Nagra Ares-M.
Tónlist | 9.4.2011 | 23:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
á ađalfundi Kvćđamannafélagsins Iđunnar söng Steindór Andersen, formađur félagsins, kvćđi Gríms Thomsens um Eirík formann viđ gítarundirleik Lárusar H. Grímssonar. Lagiđ er eftir Ţóri Baldursson. Kemur ţa út á diski sem ennţá er nafnlaus. Á ţeim diski og í ţessu lagi leikur Ţórir Baldursson á Hammond-orgel, Guđmundur Pétursson á gítar og Tómas Tómasson á bassa. Önnur lög á diskinum eru ţekkt rímnalög, flest međ útsetningum Hilmars Arnar Hilmarssonar.
Ţađ efni höfum viđ veriđ ađ flytja á tónleikum víđa um Evrópu á undanförnum árum," segir Steindór. Má nefna Banja Luka í Bosníu, Belgrad, Rovereto á Ítalíu, Berlín, Oxford festival, Cardigan í Wales og síđast vorum viđ í Lublin í Póllandi. Ćtli ég hafi ekki taliđ upp alla stađina. Ţar sem viđ komum í önnur lönd höfum viđ fengiđ ţarlenda hljóđfćraleikara til ađ vinna međ okkur, venjulega fjóra."
Ástćđa er til ađ vekja sérstaka athygli á međferđ Steindórs á kvćđinu. Hann gćtir ţess ađ ljóđstafirnir njóti sín og eru ţví áherslurnar frábrugđnar ţví sem hlustendur eiga ađ venjast í flutningi höfundarins.
Tónlist | 6.3.2011 | 17:33 (breytt kl. 17:35) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fćrsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Ţ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 65515
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar