Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Bláa dísin heimsækir útvarpið annað kvöld. Svavar.
Sumarið áður lék Hljómsveit Svavars Gests fyrir dansi á þjóðhátíð Vestmannaeyja. Mig bar þar að, sem hljóðfæraleikari í hljómsveitinni var að spjalla við einhvern Vestmannaeying og þegar hlé varð á samræðunum, spurði ég: Afsakið, eruð þér í Hljómsveit Svavars Gests?
Hljóðfæraleikarinn, sem var reyndar gítarleikari og hét Örn Ármannsson, spurði, hver væri svona kurteis og vakti athygli Svavars á þessum 9 ára gamla snáða, sem kunni að þéra. Þar með hófust kynni okkar Svavars, sem stóðu á meðan báðir lifðu.
Svavar komst að því að ég hefði gaman af að búa til lög og fékk mig til þess að leika nokkur þeirra fyrir sig inn á segulband. Þeim hef ég nú flestum gleymt. Þar á meðal var rúmban Bláa dísin, sem ég setti saman norður á Laugarbakka í Miðfirði mánudaginn 28. ágúst sumarið 1961, en þar vorum við tvíburarnir og móðir okkar í heimsókn hjá heiðurshjónunum Skúla Guðmundssyni og Jósefínu Helgadóttur. Svavar ákvað að taka Bláu dísina til flutnings í þætti, sem var á vegum Félags íslenskra dægurlagahöfunda, en þeim þáttum var útvarpað um árabil á þrettándanum. Hann fékk Jón Sigurðsson, trompetleikara, til þess að leika lagið með hljómsveitinni.
Frumritþáttarins hefur ekki varðveist hjá Ríkisútvarpinu. Veturinn 1990-91 sá Svavar um þætti sem hann nefndi Sungið og dansað í 60 ár, þar sem rakin var saga íslenskrar dægurlagatónlistar. Í þættinum, sem fjallaði um dægurlagahöfunda frá Vestmannaeyjum, lék hann hljóðrit af Bláu dísinni. Einhver hefur hljóðritað þáttinn úr langbylgjuútvarpi, eins og heyra má á meðfylgjandi hljóðriti.
Hér birtist nú Bláa dísin enn á ný í tilefni þess að þann 6. janúar verða liðin 50 ár frá frumflutningi hennar. Svavar og hljómsveit hans léku lagið á tónleikaferðum sínum um landið þá um sumarið og lék þá Finnur Eydal laglínuna á klarínett. Þá útgáfu heyrði ég í Vestmannaeyjum og fannst hún jafnvel hljóma betur en trompet-útgáfan.
Ekki man ég nú, hvers vegna ég skírði lagið Bláu dísina. Sennilega er fyrirbærið komið úr sögunni um spýtustrákinn Gosa, en þar varð Bláa dísin honum bjargvættur.
Því miður eru hvorki varðveitt frumrit á Ríkisútvarpinu af þáttum Svavars á vegum Félags íslenskra dægurlagahöfunda. Veturinn 1964-65 sá Svavar um þáttinn Á svörtu nótunum, þar sem hann kynnti íslensk og erlend dægurlög. Þar á meðal flutti hann lag Oddgeirs Kristjánssonar Þar sem fyrrum við texta Ása í Bæ og miðvikudaginn 24. mars árið 1965 voru á dagskrá þáttarins lög eftir okkar tvíburana. Mitt lag hét Heimþrá og var í fremur Shadows-legri útsetningu. Sennilega finnst það lag nú hvergi nema í minni höfundarins.
Vinir og fjölskylda | 4.1.2012 | 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Birgir Þór Árnason stundar nú nám í fyrsta bekk við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Í gær, 20. desember, voru litlu jólin haldin. Að þeim loknum sótti Elín amma hann og fóru þau saman á Þjóðminjasafnið að hitta Bjúgnakræki. Þaðan var svo haldið á Tjarnarbólið til ömmu og afa og eyddi Birgir Þór deginum þar.
Áður en hann fór að hátta um kvöldið tók ég hann tali um lífið og tilveruna. Þar á meðal sagði hann frá dularfullum fótsporum og miða með kvörtun frá Stúfi.
Birgis Þórs hefur áður verið getið á Hljóðblogginu. Hér er vísað í nokkra pistla þar sem hann kemur við sögu.
Apinn sem keypti grænmeti og aura.
Birgir Þór Árnason stundar nú nám í fyrsta bekk við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Í gær, 20. desember, voru litlu jólin haldin. Að þeim loknum sótti Elín amma hann og fóru þau saman á Þjóðminjasafnið að hitta Bjúgnakræki. Þaðan var svo haldið á Tjarnarbólið til ömmu og afa og eyddi Birgir Þór deginum þar.
Áður en hann fór að hátta um kvöldið tók ég hann tali um lífið og tilveruna. Þar á meðal sagði hann frá dularfullum fótsporum og miða með kvörtun frá Stúfi.
Birgis Þórs hefur áður verið getið á Hljóðblogginu. Hér er vísað í nokkra pistla þar sem hann kemur við sögu.
Apinn sem keypti grænmeti og aura.
Vinir og fjölskylda | 21.12.2011 | 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ýmis hljóð tengjast vissum árstíðum. Þegar tekur að heyrast í garðsláttuvélum gera flestir ráð fyrir að sumarið sé komið, enda er þá grasið farið að gróa og fólk að snyrta garðana.
Anna María Sveinsdóttir, húsfreyja í Rjóðri á Stöðvarfirði, slær garðinn með háværri garðsláttuvél, eins og slíkar vélar eiga að vera.
Vakin er athygli á fyrri hluta hljóðritsins. Þar kemur hreyfingin einkar vel fram og er hlustendum eindregið ráðlagt að nota heyrnartól. Þannig nýtur hljóðritið sín best. Þeir sem hafa unun af að hlýða á yndisleik garðsláttuvéla, geta auðvitað hlustað á hljóðritið til enda.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+. Notaðir voru Røde NT-1A og NT-55 í MS-uppsetningu.
In English
Certain sounds belong to a distinguished part of the year. When the sound of the lawn mowers is heard in towns and villages people know that the summer has come and the grass has started to grow.
Anna María Sveinsdóttir, the mistress of the house Rjóður (Open space; Clearing in a forrest), mowes the grass with a lawn mower which is quite noisy as all these tools should be.
A special attention should be drawn to the first part of the recording where the movements of the mower are heard. Those, who like the sound of a Lawn mower , can listen to the whole recording. Headphones are recommended for the best listening results.
The mower was recorded on a Nagra Ares BB+ with Røde NT-1A and NT-55 in an MS setup.
Vinir og fjölskylda | 18.7.2011 | 17:28 (breytt 28.7.2012 kl. 21:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við sátum úti á svölum. Klukkan var nærri miðnætti. Notaður var Nagra Ares BB+ og Sennheiser MD-21U hljóðnemi.
Vinir og fjölskylda | 5.7.2011 | 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Valdar greinar úr dagblöðum og tímaritum, hljóðtímarit Blindrafélagsins, hafa komið út frá árinu 1976. Upphafsmenn þeirra voru Gísli Helgason og Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur. Um þessar mundir er Gísli ritstjóri hljóðtímaritsins.
Í síðasta tölublaði birtist athyglisvert viðtal við Ásrúnu Hauksdóttur, hjúkrunarfræðing. Hún er með svokallaðan RP-augnsjúkdóm og missti nær alveg sjón um fertugt. Ásrún gekk til liðs við Blindrafélagið árið 1971, þá 27 ára gömul og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir það. Í viðtalinu segir hún sögu sína. Hér fyrir neðan er krækja í viðtalið
http://www.blind.is/valdar_greinar/nr/1238
Vinir og fjölskylda | 3.5.2011 | 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afi stóðst ekki mátið og greip hljóðritann þegar verið var að bursta tennurnar. Allt of lítið er gert af því að hljóðrita ærsl og gleði barnanna og samskipti þeirra við góða ömmu.
Vinir og fjölskylda | 29.4.2011 | 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudaginn 15. febrúar verður Birgir Þór Árnason 6 ára. Þótt aldurinn sé ekki hár verða ýmis tímamót þegar menn komast á 7. ár. Þeir byrja í skóla, verða grunnskólanemar í stað leikskólanema, mi ssa tennur og sitthvað fleira, sem markar spor í vitund þeirra.
Á þessum tímamótum þótti rétt að taka kappann tali og forvitnast um framtíðaráætlanir hans.
Vinir og fjölskylda | 13.2.2011 | 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustið 1998 sagði hún mér frá sýnum sem henni birtust þegar hún vann við að mála vatnslitamyndir á Bessastöðum í boði Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta. Myndir sólveigar voru gefnar út á póstkortum sem nú eru orðin næsta fágæt.
Vinir og fjölskylda | 31.1.2011 | 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í kvöld komu til okkar hjónin Páll og Gabriele Eggerz, en þau eru búsett í Þýskalandi. Páll er sonur Péturs Eggerz, sendiherra og eiginkonu hans, Ingibjargar Pálsdóttur. Þau Páll og Elín eru skyld.
Þau hjónin eignuðust nýlega sitt fyrsta barnabarn, stúlku sem heitir þremur nöfnum en gegnir fyrsta nafninu sem er Maja. Þær ömmurnar nutu þess að skoða myndir af barnabörnunum og máttum við Páll glöggt heyra að þar spjölluðu ömmur saman.
Gabriele Eggerz er ýmislegt til lista lagt. Hún hefur unun af söng og orti sonardóttur sinni þessa vögguvísu sem fylgir þessari færslu. Lagið samdi hún sjálf.
Þessi barnagæla er vel þess virði að einhver þýðii hana á íslensku svo að afinn geti sungið hana á móðurmáli sínu.
Notaður var Sennheiser MD21U og hljóðritað var með Nagra Ares BB+.
Ljósmyndina tók Elín Árnadóttir.
Vinir og fjölskylda | 31.8.2010 | 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tengdadóttir okkar Elínar, Elfa Hrönn Friðriksdóttir, tók þátt í 10 km Reykjavíkurhlaupi í ár. Horfðu synir hennar o eiginmaður ásamt fleira fólki á hana streyma framhjá Tjarnarbóli 14. Elín kvikmyndaði aturðinn og ég hljóðreit. Ég hef hljóðritið Reykjavíkurhlaup áður, gerði það árið 1998 og útvarpaði. Verður það hljóðrit birt hér á vefum innan skamms ásamt ýmsu öðru.
Í gær voru aðstæður til hljóðritunar ekki alls kostar góðar. Allhvass norðaustan-vindur var á. Ég hugðist byrja fyrr, en um morguninn, skömmu áður en Maraþon-hlaupararnir voru ræstir, var mun hvassara og þótti mér ekki fýsilegt að reyna hljóðritun.
Notaðir voru 2 Sennheiser ME-62 hljóðnemar sem vísuðu í 90° til austurs. Nauðsynlegt reyndist að skera af 100 riðum og síðar af 80 riðum til þess að fjarlægjasem mest af vindgnauðinu. Mér virðist þó sem hljóðið sé tiltölulega eðlilegt. Að ásettu ráði er meðalstyrkur hljóðritsins látinn ráða.
Hljóðritu hófst um kl. 09:45 laugardagsmorguninn 21. ágúst 2010. Ljósmyndina tók Elín Árnadóttir.
Vinir og fjölskylda | 22.8.2010 | 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 65352
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar