Færsluflokkur: Spaugilegt
Fyrir nokkru fundust frumrit tónlistar sem flutt var í Eyjapistlum okkar tvíburanna árið 1973. Skömmu eftir að gosið hófst setti Árni Johnsen saman lag um eyjuna og orti við kvæði. Árni er athafnasamur og vildi ólmur fá að flytja lagið í þættinum. Var það því hljóðritað í skyndingu og búið til fyrirbærið Hljómsveit og kór Eyjapistill. Undirritaður annaðist undirleik á Farfisa rafmagnsorgel, höfundurinn sló gítarinn og fyrrum trymbill Hljóma, Eggert V. Kristinsson sá um slagverk. Í kórnum voru þeir Gísli, sem auk þess lék á flautur, Árni Gunnarsson, fréttamaður, Eggert V. Kristinsson og einhverjir fleiri sem áttu leið framhjá hljóðverinu sem notað var sem tónleikasalur o.fl. á Skúlagötunni.
Spaugilegt | 5.12.2016 | 17:22 (breytt kl. 17:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á jólafundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 4. Desember síðastliðinn, voru kveðnar vísur Péturs Stefánssonar um aðventuna. Rósa Jóhannesdóttir, kvæðakona og formaður rímnalaganefndar, stjórnaði samkveðskapnum.
Hljóðritið er birt með heimild höfundar og þátttakenda.
Á aðventunni
Á aðventu er segin saga
sem mig ávallt pirrar mjög,
í eyrum glymja alla daga
óþolandi jólalög.
Í desember ég fer á fætur
fjörlítill sem síld í dós.
Eyðir svefni allar nætur
óþolandi jólaljós.
Út og suður allir hlaupa.
Ærið marga þjakar stress.
Eiginkonur ýmsar kaupa
óþolandi jóladress.
Í ótal magni æ má heyra
auglýsingar fyrir jól.
Losar merginn oft úr eyra
óþolandi barnagól.
Húsmæðurnar hreinsa og sópa,
húsið skreyta og strauja dúk.
Íslensk þjóð er upp til hópa
óþolandi kaupasjúk.
Fennir úti, frostið stígur,
faðmar að sér dautt og kvikt.
Upp í nasir einnig smýgur
óþolandi skötulykt.
Margir finna fyrir streitu
og fá að launum hjartaslag.
Yfirbuguð er af þreytu
íslensk þjóð á jóladag.
Spaugilegt | 20.12.2015 | 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudaginn 8. október 2008 útvarpaði ég stuttum þætti um börnin í leikskólanum í Tjarnarási í Hafnarfirði. Þátturinn hverfðist um Birgi Þór, barnabarn okkar Elínar sem þá var þriggja ára. Sagði hann mér þá söguna um apann sem keypti bæði grænmeti og aura og Krista Sól Guðjónsdóttir sagði frá músinni sem renndi sér niður rennibrautina.
Í morgun bauð Hrafnkell Daði, yngsti bróðir Birgis Þórs okkur föður sínum í morgunmat. Hann er nú í Tjarnarási eins og eldri bræðurnir, Birgir Þór og Kolbeinn tumi.
Þátturinn er í fullum hljóðgæðum. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti. Hljóðritað var með Sennheiser MD21U og Shure VP88 hljóðnemum.
Spaugilegt | 23.1.2015 | 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kvæðamannafélagið Iðunn efndi til haustferðar laugardaginn 6. september 2014. Margt var þar kveðið skemmtilegt.
Á leiðinni heim, þegar ekið var í áttina að Þrengslunum, kvað Þórarinn Már Baldursson, hagyrðingur og kvæðamaður, vísur þar sem hann hreytir ónotum í Reykjavík og nágrannabæi hennar. Landsbyggðin fær einnig sinn skammt, enda er hann norðlenskur maðr.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
Spaugilegt | 7.9.2014 | 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar þann 8. mars
síðastliðinn var að venju haldið hið svokallaða Litla hagyrðingamót. Hagyrðingar
á palli voru Ingi Heiðmar Jónsson, Sigurður Sigurðarson og Steindór
Andersen. Yrkisefni voru: þeir - þær - þau.
Allir mættu og Ingi Heiðmar hafði að auki vísur frá Jóa í
Stapa sem þykir sjálfkjörinn varamaður eða aukamaður þegar færi gefst. Vísur og
hljóðrit eru á http://rimur.is. Auk þess er
hljóðskjalið á þessari síðu.
Spaugilegt | 13.3.2013 | 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag setti ég upp tvo Røde NT-2A hljóðnema í MS-uppsetningu. Kom ég þeim fyrir á svölunum og beindi þeim í u.þ.b suðvestur. Ég skar af 80 riðunum vegna örlítillar golu.
Tilraunin heppnaðist að mestu leyti. Mér vannst ekki tími til þess að fínstilla þá, þar sem afar skemmtilegir tvísöngshljómleikar hófust fljótlega. Fyrst bar að einn hrafn og kannaði hvaða fyrirbæri þessir loðhausar væru. Síðan bar að annan og hófst þá skemmtunin. Var krunkið bæði fjölbreytilegt og skemmtilegt og jafnvel slettu þeir í góm.
Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti og hljóðritað var með 24 bitum og 44,1 kílóriðum.
Mælt er með að hlustað sé með góðum heyrnartólum.
Stundum óska ég þess að umferðin væri minni, þegar svona skemmtanir eru haldnar, en hún er víst hluti þess veruleika sem kaupstaðarbúar búa við. Þó stefni ég að því að reyna að hljóðrita í hljóðlátara umhverfi innan borgarmarkanna, helst einhverjum garði, þar sem margt er um fugla.
IN ENGLISH
Today I decided to make some experiments with 2 Røde NT-2A microphones in an MS-setup. I placed them on my balcony facing towards south-west. I used the filter to cut of 80 kHz due to a gentle breeze and covered them with a dead chicken.
Before I was able to fine-tune the setup a raven appeared to have a look at these furry phenomenons. Shortly after another one came and the concert started. The sounds were amazingly variable.
The recording was made in 24 bits, 44,1 kHz on a Nagra Ares BB+.
Good headphones are recommended.
Spaugilegt | 12.1.2012 | 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Birgir Þór Árnason stundar nú nám í fyrsta bekk við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Í gær, 20. desember, voru litlu jólin haldin. Að þeim loknum sótti Elín amma hann og fóru þau saman á Þjóðminjasafnið að hitta Bjúgnakræki. Þaðan var svo haldið á Tjarnarbólið til ömmu og afa og eyddi Birgir Þór deginum þar.
Áður en hann fór að hátta um kvöldið tók ég hann tali um lífið og tilveruna. Þar á meðal sagði hann frá dularfullum fótsporum og miða með kvörtun frá Stúfi.
Birgis Þórs hefur áður verið getið á Hljóðblogginu. Hér er vísað í nokkra pistla þar sem hann kemur við sögu.
Apinn sem keypti grænmeti og aura.
Birgir Þór Árnason stundar nú nám í fyrsta bekk við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Í gær, 20. desember, voru litlu jólin haldin. Að þeim loknum sótti Elín amma hann og fóru þau saman á Þjóðminjasafnið að hitta Bjúgnakræki. Þaðan var svo haldið á Tjarnarbólið til ömmu og afa og eyddi Birgir Þór deginum þar.
Áður en hann fór að hátta um kvöldið tók ég hann tali um lífið og tilveruna. Þar á meðal sagði hann frá dularfullum fótsporum og miða með kvörtun frá Stúfi.
Birgis Þórs hefur áður verið getið á Hljóðblogginu. Hér er vísað í nokkra pistla þar sem hann kemur við sögu.
Apinn sem keypti grænmeti og aura.
Spaugilegt | 21.12.2011 | 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, er einna skemmtilegastur þeirra Íslendinga, sem nú eru á dögum. Nú er nýkomin úr prentsmiðju bókin Sigurður dýralæknir". Sigurður lýsir bókinni svo:
Hún fjallar um ævi mína fram að utanferð til náms. Í bókinni eru sögur um ýmsa sérkennilega menn sem eg hefi mætt á lífsferðinni eða heyrt um frá mínu fólki og alþýðlegar frásagnir af nokkrum búfjársjúkdómum. Þessa bók hefeg skrifað að mestu leyti sjálfur með góðri aðstoð Gunnars Finnssonar fyrrum skólastjóra, frænda míns frá Selalæk.
Viðmiðunarverð í bókabúð er kr. 5980,- Verð í Eymundsson er kr 5.999 í dag. Verð í Bónusi í morgun sýndist mér aftur á móti vera kr 4.385.- (Bónus gamli er reyndar lítt útreiknanlegur og getur hækkað og lækkað slíkt tilboð frá degi til dags, jafnvel innan dags).
Ég mun afhenda bókina áletraða þeim sem óska fyrir kr 4.500.- meðan birgðir endast. Eg fekk nokkra tugi af bókum á afsláttarverði frá forlaginu. Þá myndi sendingarkostnaður falla niður. Ef einhverjir vilja fá bókina senda, er það hægt. Þá leggst við burðargjald með fóðruðu umslagi kr 1155.- Sending í póstkröfu yrði um kr 1500.- á hverja sendingu.
Framhaldið af þessari bók er væntanlegt að ári með frásögnum af dýralæknisnámi, störfum og baráttu við pestir og við andleg og veraldleg yfirvöld. Inn í þann texta verður fléttað skemmtisögum eins og í þessu bindi, sem boðið er til kaups. Þar verða einnig vísur og ljóð og á geisladiskum, greyptum í bókarkápu, frumsamin sönglög og messusvör auk passíusálma, sem eg hefi sett þekkt kvæðalög við."
Sigurður las upp úr bókinni kaflann um séra Jón Ísleifsson, á Iðunnarfundi 4. þessa mánaðar. Hljóðritið er birt með samþykki hans.
Spaugilegt | 23.11.2011 | 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið 2006 hljóðritaði hann nokkur lög á geisladisk hjá ríkisútvarpinu og færði mér eintak hans. Það varð til þess að ég útvarpaði við hann örstuttu samtali í þættinum Vítt og breitt 4. janúar 2007. Í lok þessa samtals flutti hann brot úr tónverki sínu sem nefnist Viðeyjarstjórnin þar sem lýst er samskiptum þeirra félaga, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Davíðs Oddssonar. Síðar útvarpaði ég mun lengra samtali við Magnús þar sem hann sagði frá lífshlaupi sínu. e.t.v. verður það birt hér síðar.
Fyrra lagið sem heyrist er af diski Magnúsar. Tónverkið um Davíð og Jón Baldvin var hljóðritað í stofunni hjá Magnúsi. Notaður var Sennheiser ME62 og Nagra Ares-M.
Spaugilegt | 9.4.2011 | 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spaugilegt | 28.2.2011 | 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar