Færsluflokkur: Fuglar
Föstudaginn 24. nóvember 2017, sem var jafnframt svartur föstudagur, var stynningskaldi af norðri á Seltjarnarnesi og formenn þriggja stjórnmálaflokka sátu við að mynda stjórn.
Um kl. 14:30 heyrðust tveir hrafnar hefja samræður um hvernig skipta skyldi völdum við Tjarnarból. Samræðurnar voru hljóðritaðar.
Skorið var af 100 riðum til að draga úr vindhljóðunum.
Hljóðritað með Zoom H6 kúluhljóðnema og notuð loðhlíf.
In English
On Friday Nov. 24 2017 the chair persons of 3 Icelandic political parties were working on a new government. At around 14:30 2 ravens seemed to be discussing how to devide the street of Tjarnarbol between them. The discussions were recorded using a Zoom h6 using a fury protection.
As there was a strong breeze from the north the vind noice might be a little disturbind, but I had to cut of the 100 Hertz.
Good headphones recommended.
Fuglar | 26.11.2017 | 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í nágrenni mínu eru nokkrir svartþrestir sem hefja tónleikahald um mánaðamótin mars-apríl. Umferðarniðurinn veldur því að erfitt er að hljóðrita þá frá svölum hússins.
Aðfaranótt þriðjudagsins 9. maí 2017 voru tveir Sennheiser ME-62 skildir eftir úti á svölum í AB-uppsetningu með 39 cm millibili. Notaður var Zoom H6 hljóðriti.
Meðfylgjandi hljóðrit er frá tónleikum sem hófust um kl. 03:12. Það er eitthvað róandi við fjarlægan fuglasöng.
Eins og hljóðritarar vita heyrast ýmis hljóð á næturnar sem við tökum ekki eftir á daginn. Loftræstikerfi næsta húss heyrist vel. Dregið var úr hávaðanum með því að skera af 100 riðum.
IN ENGLISH
mThe blackbirds nearby our house start their concerts normally in ghe beginning of April. The noise from the trafic makes it difficult to recofd them during the rush-hours.
On the night before May 9 2017 2 Sennheiser ME62 were left on the balcony with 39 cm interspace. This episode started around 03:12. A distant recording like this is in some way a little charming.
As recordists know some sounds, not heard during the day, become audible at night. Ghe ventilation system of the nearby appartment hous is quite audible. The noise was reduced by cutting off 100 Hertz.
Fuglar | 12.5.2017 | 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðrið var einstaklega gott í Reykjavík í dag, föstudaginn 3. Mars.
Við hjónin brugðum undir okkur betri fætinum og héldum niður að Tjörn. Þar var gargað, skrækt og skvaldrað sem aldrei fyrr.
Við hljóðrituðum á fjórum stöðum skammt frá Ráðhúsinu og enduðum við andapollinn þar sem heitt vatn streymir út í Tjöfnina
Hljóðritað var með Zoom H6. Notaður var áfestur víðómshljóðnemi stilltur á 120°.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
Njótið vel.
In English
The weather today, Friday March 3, was sunny and just a gentle wind.
I and my wife went to the lake in the center of Reykjavik. There was a lot of screeming and shouting of the swans, ducks and geese as well as other urban sounds.
We made recordings at 4 spots close to the City hall of Reykavik and concluded where warm water runs into the lake to keep a small pool open for the birds, as the lake is now covered with ice.
Recorded with a Zoom H6 recorder with an attached stereomic set up as 120°.
Good headphones are recommended.
Enjoy the listening.
Fuglar | 3.3.2017 | 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er jafnan endurnærandi að ganga hring um Seltjarnarnesið. Á sumrin er fuglalíf mikið og nú er krían í essinu sínu.
Fimmtudaginn 7. júlí var norðvestan stinningsgola en hlýtt. Ég nam staðar syðst og vestast til þess að fanga örstutta mynd af hljóðheiminum. Þar má m.a. greina stelk, æðarfugl og kríu. Einnig ganga nokkrir vegfarendur framhjá.
Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti sem skýlt var með litlum svömpum og dauðum kettlingi frá Røde. Hljóðritið er 24 bita og 44,1 kílórið. Niðurhalið getur því tekið nokkrar sekúndur.
In English
It is always refreshing to take a walk along the hiking trail around the Seltjarnarnes area west of Reykjavik. The birdlife is rich during the summer time. The arctic tern is quite common and the sound of the eiderducks and the chicks revives one's best feelings.
At around 11 pm on July 7 2016 there was moderate breeze from north-west. I decided to catch some of the environmental sounds. Some pedestrians and people biking can be heard as well as a nervous redshank.
The recorder was an Olympus LS-11. The mics were covered by small foamshields and a dead kitten from Røde.
The recording is 24 bits, 44,1 kHz. The download might therefore be a little slow.
Fuglar | 16.7.2016 | 16:41 (breytt kl. 16:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Amazing Audio MP3 recorder er sérstaklega hannaður fyrir Android snjalltæki. Hægt er að hljóðrita jafnt mp3 og wav-hljóðskrár.
Þegar Wav er notað nýtir forritið báða hljóðnemana á framhlið símans. Sá neðri hljóðritar vinstri rás en efri hljóðneminn þá hægri.
Þá nýtist einnig hljóðnemi á bakhlið símans sem er ætlaður einkum fyrir myndbandsupptökur.
Í dag vorum við hjónin á göngu í Laugardalsgarðinum. Þar voru nokkrir hrafnar að huga að ástarsambandi. Flaug mér þá í hug að reyna gæði forritsins.
Fyrst hélt ég símanum lóðréttum en setti hann síðan í lárétta stöðu.
Hljóðritað var á 16 bitum og 44,1 kílóriðum.
Hér er slóðin að hljóðritanum á Playstore.
Hér er ítarlegur leiðarvísir. Þar er sérstakur kafli fyrir blinda notendur.
In English
The Amazing Audio MP3 Recorder is specially designed with the needs of recordists in mind and fully accessible. Both mp3 and wav-files can be recorded.
Today I went for a walk with my wife in a park in Eastern Reykjavik. There we heard some ravens flirting.
The phone was first in a vertical position but later on changed to horizontal.
This recording is made with a Samsung S6 phone using 16 bits and 44 khz.
Here is the link to the recorder on Playstore.
Here is a detailed users manual. There is a special chapter with information for visually impaired people.
Fuglar | 5.1.2016 | 17:43 (breytt 6.1.2016 kl. 17:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Hrafn Baldursson héldum upp á sautjándann með því að fara út í Nýgræðing á Stöðvarfirði að hljóðrita fugla. Hófumst við handa upp úr kl. 9:30. Sá hluti sem hér birtist er frá því um 9:35 þar til umferð um þjóðveginn, sem liggur um þorpið, tók að aukast.
Mest eru áberandi skógarþrestir, rjúpur, lóur, hrossagaukar og fleiri smáfuglar.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Mælt er með góðum heyrnartólum. Gætið þess að stilla hljóðið ekki of hátt.
In English
At the eastern part of the village of Stöðvarfjörður en East Iceland there is a little grove where trees which have been planted there for the last 7 decades form a quiet place for people to enjoy the nature and the birds. In the morning of June 17 I and Hrafn Baldursson set up my recording geer. The Redwings were there as well as Ptarmigans, together with snipes, ringed plowers and other birds.
The recording was made with a Nagra Ares BB+ using Røde NT-2A and NT-55 mics in an MS-setup.
Good headphones are recommended. The volume shouldn't be too high.
Fuglar | 17.6.2015 | 22:05 (breytt 19.6.2015 kl. 21:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag um kl. 15:30 gengum við Hrafn Baldursson meðfram fjöruborðinu á öldunni innst í botni Stöðvarfjarðar. Könnuðum við öldugjálfrið og hreyfingu öldunnar með það að markmiði að hljóðrita síðar. Við vorum með Olympus LS-11 í vasanum ot tókum meðfylgjandi hljóðsýni. Þegar 1:45 mínútur eru liðnar af hljóðritinu tekur við rölt okkar á eftir tveimur sandlóum.Mælt er með góðum heyrnartólum.
Þetta er 24 bita hljóðrit í fullum gæðum.
In English
Today at around 15:30 I walked together with Hrafn Baldursson along the beech innermost at Stöðvarfjörður, Eastern Iceland. The aim was to listen to the sound and the movements of the waves as we think of further recordings in this environment. We had an Olympus LS-11 with us and made a sample recording. After 1.45 minuts we can be heard ambling behind 2 ringed plowers with the sea on our left.
This is a full size 24 stereo recording.
Fuglar | 14.6.2015 | 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er síðasta hljóðritið úr Vestfjarðaferðinni í sumar.
Rétt fyrir kl. 7 að morgni 14. júlí var dálítil rigning á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð. Hljóðnemarnir voru u.þ.b. 12 m frá íbúðarhúsinu og heyrðust regndroparnir lenda á þaki þess.
Það virtist liggja vel á fuglunum. Heyra mátti í kríu, spóa, sendlingi, heiðlóu, skógarþresti, stelki, hrossagauk, sandlóu auk kindar, sem hafði látið heyra til sín nokkrum sinnum um nóttina. Fleiri fuglar koma við sögu í hljóðritinu og væri fróðlegt ef hlustendur spreyttu sig á að þekkja þá og greindu frá því.
In English.
This is the last recording from our trip to Northwest Iceland this summer.
In the morning of July 14, around 7 there was a little rain at Kirkjuból in Steingrímsfjörður, Northwest-Iceland. The drops can be heard on the roof of the guesthouse some 12 m away from the mics.
Many birds entertained us. Just to name some of them: golden plower, ringd plower, arctic tern, whimbrel, snipe, redwing, redshang and some more. A sheep was also heard.
There are some other birds which are not counted. It would be interesting if listeners would try to recognize them.
Recorded with 2 Sennheiser ME-62 on a Nagra Ares BB+.
Þetta er síðasta hljóðritið úr Vestfjarðaferðinni í sumar.
Rétt fyrir kl. 7 að morgni 14. júlí var dálítil rigning á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð. Hljóðnemarnir voru u.þ.b. 12 m frá íbúðarhúsinu og heyrðust regndroparnir lenda á þaki þess.
Það virtist liggja vel á fuglunum. Heyra mátti í kríu, spóa, sendlingi, heiðlóu, skógarþresti, stelki, hrossagauk, sandlóu auk kindar, sem hafði látið heyra til sín nokkrum sinnum um nóttina. Fleiri fuglar koma við sögu í hljóðritinu og væri fróðlegt ef hlustendur spreyttu sig á að þekkja þá og greindu frá því.
In English.
This is the last recording from our trip to Northwest Iceland this summer.
In the morning of July 14, around 7 there was a little rain at Kirkjuból in Steingrímsfjörður, Northwest-Iceland. The drops can be heard on the roof of the guesthouse some 12 m away from the mics.
Many birds entertained us. Just to name some of them: golden plower, ringd plower, arctic tern, whimbrel, snipe, redwing, redshang and some more. A sheep was also heard.
There are some other birds which are not counted. It would be interesting if listeners would try to recognize them.
Recorded with 2 Sennheiser ME-62 on a Nagra Ares BB+.
Fuglar | 20.8.2014 | 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á sunnanverðu Íslandi verður þetta sumar sjálfsagt kallað rigningarsumarið mikla. En það rigndi víðar.
Aðfaranótt 14. júlí var ýmiss konar veður að Kirkjubóli í Steingrímsfirði: logn, stynningskaldi, dálítil rigning og úrhelli. Meðfylgjandi hljóðrit náðist með herkjum u.þ.b. kl. 14 mínútum fyrir kl. 8 um morguninn. Notaðir voru 2 Sennheiser ME62 í AB-uppsetningu. Þeir voru huldir loðhlíf frá Rycode. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+. Mælt er með heyrnartólum og góðri regnkápu.
In English
This summer has been very weat in southern Iceland. But fortunately it has been some rain in other parts of the country.
At Kirkjuból in Steingrímsfjörður near Hólmavík at Northwest-Iceland, there were at least 4 kinds of weather in the night before July 14: calm, strong breeze, a little rain and heavy rain.
This short recording was made just before 8 in the morning. 2 Sennheiser ME 62 were used covered with a Rycode furcode. A Nagra Ares BB+ was used.
Headphones are recommended as well as a waterproof jacket.
d
Fuglar | 10.8.2014 | 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudaginn 15. Apríl 2014 héldum við Kristján Agnar Vágseið, 17 ára gamall fóstursonur Ástu Snædísar Guðmundsdóttur og Hrafn Baldursson, afi hans, út að Heyklifi að hljóðrita fýlinn, sem heldur sig í klettunum norðan við bæinn. Þeir Kristján og Hrafn hjálpuðu mér að setja upp hljóðnemana, en þá settum við sunnan við sólpallinn og nutu þeir skjóls fyrir hvassri suðvestanáttinni, sem bar að hljóðin frá fýlnum frá okkur. Ekki var mikið um fýl í klettunum, en því var haldið fram að refurinn ylli þar nokkru um. Brimið og veðurgnýrinn settu sterkan svip á hljóðritið. Auk fýlsins heyrist í skógarþröstum og öðrum smáfuglum. Þegar 10 mínútur eru liðnar af fyrra hljóðritinu heyrist hópur grágæsa fljúga framhjá og í því síðara heyrist jafnframt í einni lóu. Við Hrafn höfum verið vinir og félagar í rúma fjóra áratugi, en hann var í nokkur ár tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum þegar hlustað er á hljóðritið. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti og 2 Røde Nt-2A hljóðnemar í AB uppsetningu. Vindhlífin var dauður köttur og voru hljóðnemarnir í körfum..
|
In English
On April 15 2014 I went to the farm of Heyklif, which lies between Stöðvarfjörður and Breiðdalsvík in Eastern Iceland, though closer to Stöðvarfjörður. In the cliffs north of the farm the fulmars are nesting. We set up the microphones close to the house which gave them a shelter from the strong southwestern wind. The recording is quite descriptive for the sometimes stormy spring in Iceland. The deep sounds of the sea and the wind are heard as well as the fulmars, Redwings, some geeze, and other birds. Headphones are recommended. My assistants were Kristján Agnar Vágseið, a 17 years old boy together with his grandfather, Hrafn Baldursson. Two Røde Microphones NT-2A were used in an AB setup. The mics were in baskets and dead cats were also used.
In the first recording a flock og geeze is heard when 10 minutes have passed and a plower is heard in the second recording. |
Fuglar | 20.4.2014 | 22:36 (breytt 21.4.2014 kl. 11:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar