Færsluflokkur: Ljóð
Á jólafundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar
9. desember síðastliðinn flutti Ragnar Ingi Aðalsteinsson kvæði sitt Aðventuljóð.
Þar minnist hann á ýmis gildi sem fólk ætti að hafa í heiðri um jólin og mættu menn taka boðskap hans til rækilegrar umhugsunar.
Ljóð | 20.12.2016 | 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á jólafundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 4. Desember síðastliðinn, voru kveðnar vísur Péturs Stefánssonar um aðventuna. Rósa Jóhannesdóttir, kvæðakona og formaður rímnalaganefndar, stjórnaði samkveðskapnum.
Hljóðritið er birt með heimild höfundar og þátttakenda.
Á aðventunni
Á aðventu er segin saga
sem mig ávallt pirrar mjög,
í eyrum glymja alla daga
óþolandi jólalög.
Í desember ég fer á fætur
fjörlítill sem síld í dós.
Eyðir svefni allar nætur
óþolandi jólaljós.
Út og suður allir hlaupa.
Ærið marga þjakar stress.
Eiginkonur ýmsar kaupa
óþolandi jóladress.
Í ótal magni æ má heyra
auglýsingar fyrir jól.
Losar merginn oft úr eyra
óþolandi barnagól.
Húsmæðurnar hreinsa og sópa,
húsið skreyta og strauja dúk.
Íslensk þjóð er upp til hópa
óþolandi kaupasjúk.
Fennir úti, frostið stígur,
faðmar að sér dautt og kvikt.
Upp í nasir einnig smýgur
óþolandi skötulykt.
Margir finna fyrir streitu
og fá að launum hjartaslag.
Yfirbuguð er af þreytu
íslensk þjóð á jóladag.
Ljóð | 20.12.2015 | 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kristinn Bjarnason heimsótti okkur þriðjudaginn 9. Ágúst það sama sumar og gaf mér ljóðabók sína. Þá hljóðrituðum við tvíburarnir lestur hans á kvæðinu.
Hér fyrir neðan er kvæðið birt.
Ég hef í hyggju að láta hljóðrita útsetningu fyrir blandaðan kór á næsta vetri ef efni og ástæður leyfa.
Heimaey, þú hafsins gyðja,
hrikaleg en fögur þó,
þér er helguð öll vor iðja,
athöfn jafnt á landi og sjó.
Storkur elds skal rjúfa og ryðja,
rækta flöt úr hrauni og mó.
Framtíð þeirra og farsæld styðja fortíðin sem erfðir bjó.
Allt í kring um Eyja hringinn Ægisdætur bylta sér,
við austanrok og útsynninginn
um þær vígamóður fer,
léttast brýr við landnyrðinginn
löðra þá við klett og sker,
hæglátar við hányrðinginn
hjala milt um strönd og ver.
Heimaklettur, hafnarvörður,
hæzta tignarsvipinn ber,
eins og hann væri af guði gjörður,
gamla ey, að skýla þér.
Brimi varin Vík sem fjörður,
vatnar yfir Básasker.
„Óðinn“, Baldur“, „Bragi“, Njörður“,
Bóls á festum vagga sér.
Athyglina að sér dregur
Eyjartangi, höfði stór,
þar upp liggur vagna vegur,
víðast kringum fellur sjór.
Fuglabjörg á báðar hendur,
brekka grösug ofan við.
Efst þar vitavirkið stendur vermdarstöð um mannlífið.
Fuglamæður fanga vitja
fjölbreytt eru þeirra störf,
aðrar uppi á syllum sitja.
söngva hefja af innri þörf. Undirleikinn annast sjórinn,
yrkir stormur lag og brag.
Þúsund radda klettakórinn
kyrjar þarna nótt og dag.
Hömrum krýndi Herjólfsdalur,
hátíðanna meginstöð,
skín nú eins og skemmtisalur,
skreytt er fánum tjalda röð.
Njótum dagsins, hrund og halur,
hresst og yngd við sólarböð.
Truflar enginn súgur svalur
söngva hefjum frjáls og glöð.
Hundruð fólks á staðinn streymir,
stundin sú er mörgum kær.
Saga engum gögnum gleymir
þótt gamli tíminn liggi fjær,
skyggnan anda örlög dreymir, atburðirnir færast nær:
Stærstu rökin staðreynd geymir,
stóð hér forðum Herjólfs bær.
Rústir hans úr rökkri alda
risið hafa í nýja tíð,
þar sem skriðan kletta kalda
kviksett hafði fé og lýð.
Sögn er krummi kænn og vitur
konu einni lífið gaf,
meðan urðarbyljan bitur
bóndans setur hlóð í kaf.
Hamragarðsins hæsti tindur,
hjúpaður fjarskans bláa lit,
um þig leikur vatn og vindur,
vanur súg og fjaðraþyt.
Veit ég margan grípur geigur
gægjast fram af hárri brún,
þar sem aðeins fuglinn fleygur
flögrar yfir strandbergs hún.
Yfir þessu undralandi
einhver töfraljómi skín,
sem perludjásn á bylgjubandi
blómgar eyjar njóta sín.
Sær og vindur síherjandi
sverfa fuglabjörgin þín.
Þó er sem vaki vermdarandi,
veiði svo hér aldrei dvín.
Njóttu allra góðra gjafa,
glæsilega eyjan vor,
meðan röðulrúnir stafa
Ránar-flöt og klettaskor.
F'öður, móður, ömmu og afa
enn þá greinast mörkuð spor.
Æskan má ei vera í vafa
að vernda drengskap, kraft og þor.
Sit ég hér á sumarkveldi,
silfrar jörðu döggin tær,
vestrið líkt og upp af eldi
aftanroða á fjöllin slær.
Nóttin vefur dökka dúka,
dularfull og rökkurhljóð.
Blítt í sumarblænum mjúka
báran kveður vögguljóð.
Ljóð | 21.12.2013 | 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við tvíburarnir eignuðumst kassettutæki í maí árið 1965, en það reyndist gallað og skiptum við því út fyrir spólutæki.
Sumarið 1967, nánar tiltekið 21. júní, keyptum við kassettutæki hjá Elís Guðnasyni á Eskifirði, en hann flutti þau inn frá Hollandi. Hljóðrituðum við ýmislegt á snælduna sem fylgdi með tækinu. Hún er enn til og hafa tóngæðin haldist allvel.
Fimmtudaginn 24. janúar 2007 minntist ég þess í þættinum "Vítt og breitt" að 40 ár voru liðin frá árinu 1967. Þá dró ég fram snælduna og útvarpaði nokkrum brotum af því sem við hljóðrituðum um sumarið. Einnig slæddist frumútgáfa lagsins Fréttaauka af gamalli útvarpssspólu.
Hljóðritað var með hljóðnemanum sem fylgdi tækinu.
Ljóð | 31.8.2013 | 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 5. Apríl
síðastliðinn, var dagskráin fjölbreytt að vanda. Þegar leið að lokum fundarins
kvað kvæðamaðurinn snjalli, Ingimar Halldórsson vísur eftir hagyrðinginn vinsæla,
Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum. Að endingu kváðu undirritaður og Ingimar
Lækjarvísur Gísla við tvísöngsstemmu þeirra Páls og Gísla. Nánar er fjallað um kveðskapinn
og vísurnar á vef Iðunnar.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og notaðir tveir Røde
NT-2A hljóðnemar í MS-uppsetningu ásamt Røde NT-1A, sem var við ræðustólinn.
Ljóð | 22.4.2013 | 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Okkur Elínu ömmu þótti viðtalið vel heppnað og því er það birt hér.
Þeir sem vilja heyra fleiri viðtöl við piltinn og bræður hans, Hring og Kolbein Tuma, er bent á flokkinn "Vinir og fjölskylda" á þessum síðum.
Ljóð | 20.3.2013 | 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar þann 8. mars
síðastliðinn var að venju haldið hið svokallaða Litla hagyrðingamót. Hagyrðingar
á palli voru Ingi Heiðmar Jónsson, Sigurður Sigurðarson og Steindór
Andersen. Yrkisefni voru: þeir - þær - þau.
Allir mættu og Ingi Heiðmar hafði að auki vísur frá Jóa í
Stapa sem þykir sjálfkjörinn varamaður eða aukamaður þegar færi gefst. Vísur og
hljóðrit eru á http://rimur.is. Auk þess er
hljóðskjalið á þessari síðu.
Ljóð | 13.3.2013 | 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar kvað nýr stjórnarmaður félagsins, Þórarinn Baldursson, fjóra mansöngva við óorta rímu.
http://rimur.is/?p=1976#content
Ljóð | 9.3.2013 | 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 11. janúar síðastliðinn flutti Gréta Petrína, dóttir þeirra Rósu Jóhannesdóttur og Helga Zimsen, lag Tryggva M. Baldvinssonar við ljóð Sveinbjarnar Baldvinssonar úr Þúsaldarljóðum. Hlutar kvæðisins eru Jörð, Vatn, Loft og Eldur. Gréta Petrína, sem er aðeins fjögurra ára, flutti síðasta hluta kvæðisins á myndrænan hátt. Söngur hennar og framkoma heilluðu alla sem á hlýddu.
Ljóðið í heild er á slóðinni
http://www.solborg.is/index.php?option=com_content&view=article&id=450:tusaldarljoe&catid=90:soengbok
ELDUR
Eldurinn logar
langt niðri í jörðu
leitar að opinni slóð.
Æðir um ganga,
grefur sér leiðir,
glóandi, ólgandi blóð.
Spýtist úr gígum
með geigvænu öskri,
grásvörtum bólstrum af reyk.
Leiftrandi steinar,
logandi hraunið,
lifandi kraftur að leik.
En handan við sortann,
háskann og mökkinn,
sem heldimmur leggst yfir ból,
dansar á himni,
dátt yfir landi,
dirfskunnar leiftrandi sól.
Vísurnar voru fluttar árið tvöþúsund af tvöþúsund börnum á Arnarhóli. Frétt um þann viðburð má lesa á mbl.is á eftirfarandi slóð:
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/538168/
Hljóðritað var með Nagra Ares BB- og tveimur Røde NT2-A í MS-uppsetningu.
Ljóð | 3.2.2013 | 11:01 (breytt kl. 11:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sá merkisatburður varð á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar í gær, föstudaginn 9. nóvember, að tvær kvæðameyjar kvöddu sér hljóðs og kváðu Innipúkavísur eftir Helga Zimsen, föður sinn.
Þær Iðunn Helga, 6 ára og Gréta Petrína, fjögurra ára, eru dætur þeirra Helga Zimsens, hagyrðings og Rósu Jóhannesdóttur, kvæðakonu. Móðir þeirra hafði orð á því að þær hefðu gleymt að draga seiminn í lok hverrar vísu, en það stendur nú væntanlega til bóta.
Kveðskap meyjanna var tekið af mikilli hrifningu eins og má m.a. heyra af orðum Ragnars Inga Aðalsteinssonar, formanns Iðunnar, þegar systurnar höfðu lokið kveðskapnum.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A hljóðnemum í MS-uppsetningu.
Two young rhapsodists
At a meeting in Idunn, a society which engages in traditional Icelandic poetry and chanting, two sisters, Iðunn Helga, 6 years and Gréta Petrína, 4 years old. chanted some rhymes composed by their father. The rhymes were set to an Icelandic folk-melody. Their performance was warmly received.
These little sisters are daughters of Helgi Zimzen, a well-known rhymester and Rósa Jóhannesdóttir, a noted rhapsodist.
Recorded with Nagra Ares BB+ and Røde NT-2A in MS-setup.
Ljóð | 10.11.2012 | 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar