Færsluflokkur: Ljóð

Ormur Ólafsson, kvæðamaður

Á fundi í Kvæðamannafélaginu Iðunni, sem haldinn var 5. október síðastliðinn, minntist formaður þess, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Orms Ólafssonar, fyrrum formanns Iðunnar og Steindór Andersen kvað nokkrar vísur eftir hann við stemmur sem Ormur kvað gjarnan.

Í janúar 2005 tók ég viðtal við Orm, en þá stóð yfir gerð útvarpsþátta um Silfurplötur Iðunnar. Hluta viðtalsins var útvarpað í einum þáttanna, en meginhluta þess nokkru síðar.

Með þessari færslu fylgja tvö hljóðrit. Hið fyrra er með minningarorðum Ragnars Inga og kvæðaskap Steindórs. Hið seinna er óstytt viðtal við Orm Ólafsson. Þar koma fram ýmsar heimildir um starf Iðunnar, en Ormur var í framvarðasveit félagsins um fjögurra áratuga skeið.

Þeim, sem hafa áhuga á að kynna sér Kvæðamannafélagið Iðunni skal bent á http://rimur.is


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vatn, ís og gufa

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 9. þessa má´naðar, stýrði Helgi Zimsen litla hagyrðingamótinu, eins og venja hefur verið nokkur undanfarin ár. Að þessu sinni voru hagyrðingarnir Ingi Heiðmar Jónsson, Ragnar Böðvarsson og Ragnar Ingi Aðalsteinssson, nýr formaður Iðunnar, en hann var kjörinn þá um kvöldið. Yrkisefnin voru Vatn, ís og gufa. Ingi Heiðmar kvað vísur sínar.

 

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og tveimur Røde NT-2A hljóðnemum í MS-uppsetningu.

 

 

IN ENGLISH

 

Kvæðamannafélagið Iðunn is a society where people makes ditties and verses in an Icelandic traditional style. This recording is from a part in the meeting of March 9, "The little Rhymasters meeting", where 3 members, Ingi Heiðmar Jónsson, Ragnar Böðvarsson and Ragnar Ingi Aðalsteinsson, the newly elected chairman, read their new poems about water, ice and steam. Ingi Heiðmar performed his ditties in a traditional way.

 

The recorder was a Nagra Ares BB+ and 2 Røde NT-2A microphones in a MS-setup.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Litla hagyrðingamótið

Á litla hagyrðingamótinu, sem haldið var á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, 9. þessa mánaðar, fluttu þeir Helgi Zimsen, Sigurður Þór Bjarnason og sigurður Sigurðarson frumortar vísur.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Í minningu Halldóru Magnúsdóttur, hagyrðings

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 7. þessa mánaðar, kvað Bára Grímsdóttir nokkrar vísur eftir Halldóru Magnúsdóttur, sem var um áratugaskeið félagi í Iðunni. Halldóra fæddist í Hrísási í Melasveit 17. júní 1921 og lést 11. ágúst síðastliðinn. Hún ól mestallan aldur sinn í Reykjavík.

Halldóra var góður hagyrðingur og birtust vísur hennar víða. Vísur þær, sem Bára kvað á fundinum, voru ortar á árunum 1981-92. Helgi Zimsen tók þær saman úr Fréttabréfi Iðunnar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Njálsrímur

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var í gær, 7. október, kvað Njáll Sigurðsson Njáls rímur eftir Jón Ingvar Jónsson. Rímurnar eru hér birtar með leyfi kvæðamanns og höfuðskáldsins.

 

 

IN ENGLISH

 

Rimur is a special form of Icelandic poetry which can be traced back to the 14th century. In rimur stories are told about heroes mainly from the past.

 

The rimur are performed in a special way, most often with rather simple melodies and with a distinguished way of using the voice. Here Njáll Sigurðsson performs a new rima by Jón Ingvar Jónsson, who gives his own description of the story of Njáll Þorgeirsson, one of the main persons of the world famous Icelandic saga of Njals saga.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Flöskukveðjur

 

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 6. maí síðastliðinn, kenndi Bára Grímsdóttir, varaformaður félagsins, fundarmönnum gamalt, íslenskt tvísöngslag við kvæðið „Flöskukveðjur" eftir Eggert Ólafsson (1726-1768). Á eftir sagði Njáll Sigurðsson örlítið frá laginu og notkun þess í grunnskólum.

http://www.helgason.nu/?page_id=67

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 48 kílóriðum og 24 bitum. Notaðir voru Røde NT2-A og Sennheiser ME-65 í MS-uppsetningu.

 

Ó, mín flaskan fríða!

Flest ég vildi líða,

frostið fár og kvíða

fyrr en þig að missa.

Mundi' ég mega kyssa

munninn þinn, þinn, þinn?

Munninn þinn svo mjúkan finn,

meir en verð ég hissa.

 

Íslands ítra meyja,

engra stelpugreyja,

heldur hefðarfreyja,

sem hvergi sómann flekka,

mun ég minni drekka.

Fái þær, þær, þær,

fái þær æ fjær og nær

frið og heill án ekka.

 

Þú mig gæðum gladdir,

góðu víni saddir,

hóf ég hæstu raddir,

hraut mér stöku vísa,

pytluna mína' að prísa.

Þú ert tóm, tóm, tóm,

þú ert tóm með þurran góm,

þér má ég svona lýsa.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sigrún Ásta Haraldsdóttir flytur ljóð um sumarið og sitthvað fleira

Fyrir nokkru var kynnt til sögunnar hér á Hljóðblogginu Sigrún Ásta Haraldsdóttir, eðalhagyrðingur.

http://www.hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1126114/

Þann 14. nóvember árið 2007 flutti hún mér nokkur frumort ljóð og vísur og var hluti þeirra notaður í útvarpsþætti þá um haustið.

Nú verður birt það efni sem ekki komst fyrir í þættinum og hefst leikurinn á tveimur sonnettum. Sú fyrri nefnist Sumardagur.

Sigrún víkur að húnvetnsku sinni, en hennar gat hún í fyrri pistlinum.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Sennheiser MD46 hljóðnema.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fimmtugasti passíusálmur kveðinn - heimsfrumflutningur

Á föstudaginn langa, 22. apríl 2011, fluttu 10 leikmenn 30 Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Selfosskirkju. Þá kvað sigurður sigurðarson, dýralæknir, 6 sálma við fornar, íslenskar stemmur og er það í fyrsta sinn sem það er gert, svo að vitað sé.

Í viðtali við ritstjóra síðunnar greinir Sigurður frá ýmsu sem tengist flutningnum. Síðan er fluttur 50. sálmur.

Viðtalið var hljóðritað með Olympus LS-11 en sálmurinn með Nagra Ares BB+ og shure VP88. Upprunalegu hljóðritin eru á 24 bitum.

Hjálparhella mín var sem endra nær eiginkona mín, Elín Árnadóttir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eiríkur formaður eftir Grím Thomsen og Þóri Baldursson

 

á aðalfundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar söng Steindór Andersen, formaður félagsins, kvæði Gríms Thomsens um Eirík formann við gítarundirleik Lárusar H. Grímssonar. Lagið er eftir Þóri Baldursson.  Kemur þa út á diski sem ennþá er nafnlaus.  Á þeim diski og í þessu lagi leikur Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Guðmundur Pétursson á gítar og Tómas Tómasson á bassa.  Önnur lög á diskinum eru þekkt rímnalög, flest með útsetningum Hilmars Arnar Hilmarssonar. 

„Það efni höfum við verið að flytja á tónleikum víða um Evrópu á undanförnum árum," segir Steindór. „Má nefna Banja Luka í Bosníu, Belgrad, Rovereto á Ítalíu, Berlín, Oxford festival, Cardigan í Wales og síðast vorum við í Lublin í Póllandi.  Ætli ég hafi ekki talið upp alla staðina.  Þar sem við komum í önnur lönd höfum við fengið þarlenda hljóðfæraleikara til að vinna með okkur, venjulega fjóra."

Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á meðferð Steindórs á kvæðinu. Hann gætir þess að ljóðstafirnir njóti sín og eru því áherslurnar frábrugðnar því sem hlustendur eiga að venjast í flutningi höfundarins.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kvæði af Hrómundi Grips syni

Á aðalfundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, 4. mars 2011, kvað Rósa Jóhannesdóttir Kvæði af Hrómundi Grips syni við seltirnska stemmu sem hún sagði kennda við Arnþór Helgason.

Þessari færslu fylgja þrjú skjöl. formáli rósu að kvæðinu, kvæðið sjálft og að lokum texti þess sem færður hefur verið til samræmis við íslenska nútímastafsetningu.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Shure VP88 hljóðnema.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband