Færsluflokkur: Ljóð

Sumarið '67

Fyrir þremur árum útvarpaði ég stuttum pistli með endurminningum frá sumrinu 1967. Þar má heyra frumgerð lags míns Fréttaauka, sem við Gísli lékum inn á band fyrir Ríkisútvarpið árið 1968, Tryggva Ísaksson, bónda í Hóli í Kelduhverfi flytja ljóð og Róbert Nikulásson á vopnafirði þeyta nikkuna ásamt hljómsveitinni Tiglum á dansleik sem haldinn var 30. júní þá um sumarið.

Hljóðritað var með hljóðnema og snældutæki frá Philips.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Alþjóðasöngur verkalýðsins og draumur þýðandans

Að kvöldi 15. júní 2009 héldu félagar í Kvæðamannafélaginu Iðunni fund við Grunnuvötn í Heiðmörk, en þar hefur félagið helgað sér reit. Ýmislegt var þar til skemmtunar eins og við mátti búast.

Þorvaldur Þorvaldsson, sem er hagur á tré og íslenskt mál, kynnti þar þýðingu sína á Baráttusöng verkalyðsins sem ortur var árið 1871 og rakti sögu hans. Einnig sagði hann frá tildrögum þess að hann réðst í að ljúka þýðingu Jakobs Smára Jóhannessonar, skálds, en höfundur ljóðsins, sem var franskur, birtist Þorvaldi í draumi og talaði prýðilega íslensku.

Frásögn Þorvalds hljóðritaði ég og frumflutning söngsins úti í náttúrunni. Notaður var Nagra Ares BB+ og AKG DM-230 víður hljóðnemi.

Efni þetta er birt með leyfi Þorvalds. Tekið skal fram að þýðingin hefur verið endurbætt og birtist væntanlega innan skamms.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Rósa Jóhannesdóttir kveður vísur um áramótin, veðrið o.fl.

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 8. Janúar síðastliðinn, Kvað Rósa Jóhannesdóttir nokkrar vísur sem hún fann á Leir, póstlista meintra hagyrðinga. Fyrst flutti hún þó vísur sem eitt leirskáldanna, Sigmundur Benediktsson, hafði sent henni þá um morguninn.

Hin leirskáldin voru Arnþór Helgason, Hallmundur Kristinsson, Jón Ingvar Jónsson, Pétur Stefánsson, Árni Jónsson, Davíð Hjálmar Haraldsson og Sigrún Haraldsdóttir.

Notaðir voru tveir Sennheiser ME-64 hljóðnemar sem mynduðu u.þ.b. 90°horn og vísuðu hvor að öðrum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Framtíð ferskeytlunnar

Veturinn 1998 gerði ég stuttan útvarpsþátt um framtíð ferskeytlunnar. Þátturinn var verkefni á vegum hagnýtrar fjölmiðlunar við Háskóla Íslands, en ég stundaði þar nám í tvö misseri. Í þættinum er fjallað um framtíð þessarar fornu listgreinar og rætt m.a. við Steindór Andersen. Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Pétur Blöndal o.fl. koma þar fram.

Flest sem kom fram í þættinum á enn við 12 árum síðar. Kvæðamannafélagið Iðunn hefur nú eignast heimasíðuna

http://rimur.is/

þar sem ýmiss konar fróðleik er að finna um bragfræði og íslenskan kveðskap.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband