Færsluflokkur: Heimilishljóð
Það er eins og sum heimilistæki hafi tilfinningar.
Við hjónin keyptum kaffivél árið 2003 og gafst hún upp sumarið 2011.
Þá var keypt vél sömu tegundar. Hefur hún reynst þokkalega en virðist bæði taugaveikluð, kvartsár og einatt pirruð.
Ég ákvað að gefa hlustendum örlítið sýni af þessum hljóðum.
Í upphafi malar hún kaffi og kvartar undan því með skrækjum að hafa ekki verið hreinsuð.
Eftir það framleiðir hún heitt vatn og stynur svo í lokin af allri þessari áreynslu.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT4 víðómshljóðnema.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
Hljóðritað var á 24 bitum og 48 kílóriðum og getur því tekið nokkrar sekúndur að hala niður hljóðskránni.
IN ENGLISH
Sometimes one could think that home appliances have feelings.
I and my wife boght a coffee machine in 2003 which passed away 4 years ago.
Then we had another machine from the same maker. It has served us quite wll by granulating coffee and producing warm water.
The machine seems however to be both nervous, querulous and annoyed.
In this recording the machine granulates coffee and pours it into a small cup. It screems probably to protest that it has not been cleaned fecently.
Then it pours some warm water into a mug and sighs bacause of all this hardships.
Recorded with a Nagra Ares BB+ and Røde microphone.
Good headphones recommended.
The recording is in 24 bits and 48 kHz and not compressed. The download might take some seconds.
Heimilishljóð | 7.10.2015 | 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í verslun Hagkaupa við Eiðistorg var eitthvað að einum kælinum.
Heimilisfrystiskápurinn, sem er fæddur í Tyrklandi er nokkru hljóðlátari en framleiðir unaðsleg hljóð sem mannseyrað heyrir vart en hljóðritinn nemur. Honum var stungið inn í skápinn og látinn dúsa þar í nokkrar mínútur. Kuldinn virtist þrengja nokkuð að efniviði tækisins eins og örlágir smellir bera vitni um.
Hljóðritað með Olympus LS-11 á 24 bitum og 48 kílóriðum.
In English
It could be heard that something was wrong with one of the coolers in the Hagkaup Supermarket at Eiðistorg in Seltjarnarnes, Iceland.
On the other hand the freezing cabin at home, which is of Turkish origin, is so quite that the human ear doesn't hear the wonderful sounds it composes. Therfore the Olympus LS-11 was place inside for several minutes. The dropping temperatures seemed to affect the recorder's housing as the small snicks confirm.
Recorded with an Olympus LS-11 24 bits, 48 kHz
Heimilishljóð | 18.4.2015 | 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að kvöldi skírdags, 17. Apríl 2014, skall á suðvestan rok á Suðausturlandi eins og spáð hafði verið. Veðrið fór versnandi þegar á kvöldið leið og náði sennilega hámarki upp úr miðnætti.
Hafist var handa við að hljóðrita í eldhúsinu í Rjóðri á Stöðvarfirði, en glugginn glugginn veit á móti norðaustri.
Þaðan var haldið í stofuna þar sem vindurinn skall á húsinu. Upp úr miðnætti var svo endað í suðvestur-herberginu. Tekið skal fram að Rjóður er timburhús og hljómar eins og aðstæður gefa tilefni til.
Hljóðritað var með Olympus LS-11. Eindregið er mælt með að hlustað sé með heyrnartólum.
1. Hljóðritið er samfelld hljóðmynd.
2. 2. Hljóðritið er úr eldhúsinu, það þriðja úr stofunni og að lokum er fjórða hljóðritið úr suðvestur-herberginu. Þau eru birt í fullri upplausn.
3.
In English.
In the evening of April 17 2014 a southwesterly storm went over southeast Iceland. The recording started in the kitchen of Rjóður at Stöðvarfjörður, but the kitchen faces the northeast. Then I moved to the living room on the southwest side and ended at the room furthest to the west also facing southwest.
The house is built of wood and sounds like an excellent typical house of that kind.
The first recording is a sound immage of the storm in all the 3 rooms.
Recordings 2-4 are un-compressed recordings from the kitchen, living room and the room furthest to the west in WAV-form. Headphones are recommended.
Recorded with an Olympus LS-11.
Heimilishljóð | 26.4.2014 | 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hjónin Anna María Sveinsdóttir og Hrafn Baldursson í Rjóðri á Stöðvarfirði hafa haldið heimilisketti áratugum saman. Sá, sem nú nýtur atlætis hjá þeim, kallast Moli.
Að kvöldi skírdags, sem bar upp á 17. Apríl í ár sátum við Hrafn í eldhúsinu og las Hrafn fyrir mig upp úr blaðagrein. Mola virtist ekki alls kostar falla við að einhver annar en hann nyti athygli húsbóndans. Kom hann aftur og aftur og mjálmaði. Við reyndum hvor í sínu lagi að hleypa honum út. Hann fór út í dyr, hnusaði að illviðrinu og sneri síðan inn aftur. Sami leikurinn endurtók sig þar til að lokum að honum þóknaðist að hverfa á braut.
Ég gerði nokkrar tilraunir til að hljóðrita hann, en Moli þagnaði yfirleitt ef hljóðritanum var beint að honum. Í eitt skipti hóf hann umkvartanir sínar frammi á gangi og kom nöldrandi inn í eldhúsið. Það hljóðrit heppnaðist og er hér birt án leyfi kattarins.
Hljóðritað var með Olympus LS-11.
In English.
Anna María Sveinsdóttir and Hrafn Baldursson in Rjóður at Stöðvarfjörður, Iceland, usually have a cat. The current one, Moli, didnt seem to like when Hrafn was reading some article for me in the kitchen of Rjóður in the evening of April 17 this year. He kept on complaining until at last he decided to leave the house.
Recorded with an Olympus LS-11.
Heimilishljóð | 26.4.2014 | 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi vél gaf upp andann í vor. Að minnsta kosti var ekki talið borga sig að gera við hana og þess vegna er svona til orða tekið. Okkur Elínu kom saman um að kaupa nýja vél og varð fyrir valinu Saeco Black Plus.
Þessi vél malar kaffibaunir eins og hin. Kaffihólfið er minna. Því er haldið fram að vatnsgeymirinn taki hálfan annan lítra. Vélin er heldur vandmeðfarnari en gamli jálkurinn, en venst ágætlega.
Huga þarf að ýmsu þegar vélin er notuð. Allt þarf að falla hvað að öðru eins og flís við rass. Hvorki má vera of mikill korgur í hólfinu né of mikið vatn í hreinsunarbakkanum. Þá þarf að bíða eftir að vélin skoli sig, hafi hún ekki verið notuð í klukkustund. Þrátt fyrir þessa sérvisku vélarinnar teljum við hana hinn vænsta grip.
Það hefur áður verið vikið að því á þessum síðum að ýmis heimilistæki gefi frá sér talsverðan hávaða. Nýja kaffivélin er nokkru lágværari en sú fyrri. Í morgun möluðu þær hvor við aðra, kaffivélin og uppþvottavélin. Skrafið var numið með Røde NT-2A og NT55. Gætið þess að hafa heyrnartólin ekki of hátt stillt. Uppþvottavélin er í raun lágvær en heldur hærra lætur í kaffivélinni.
In English
Recently I and Elín bought a new Coffee-machine, Saeco Black Plus (see link above). The machine together with the dish-washer make some noise in the kitchen and this morning I decided to record their chat. Be careful, when you listen with good headphones, not to set the volume too high. The dishwasher is rather quiet, but the coffee machine makes a lot more noise.
Heimilishljóð | 5.8.2011 | 23:02 (breytt 28.7.2012 kl. 21:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ýmis hljóð tengjast vissum árstíðum. Þegar tekur að heyrast í garðsláttuvélum gera flestir ráð fyrir að sumarið sé komið, enda er þá grasið farið að gróa og fólk að snyrta garðana.
Anna María Sveinsdóttir, húsfreyja í Rjóðri á Stöðvarfirði, slær garðinn með háværri garðsláttuvél, eins og slíkar vélar eiga að vera.
Vakin er athygli á fyrri hluta hljóðritsins. Þar kemur hreyfingin einkar vel fram og er hlustendum eindregið ráðlagt að nota heyrnartól. Þannig nýtur hljóðritið sín best. Þeir sem hafa unun af að hlýða á yndisleik garðsláttuvéla, geta auðvitað hlustað á hljóðritið til enda.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+. Notaðir voru Røde NT-1A og NT-55 í MS-uppsetningu.
In English
Certain sounds belong to a distinguished part of the year. When the sound of the lawn mowers is heard in towns and villages people know that the summer has come and the grass has started to grow.
Anna María Sveinsdóttir, the mistress of the house Rjóður (Open space; Clearing in a forrest), mowes the grass with a lawn mower which is quite noisy as all these tools should be.
A special attention should be drawn to the first part of the recording where the movements of the mower are heard. Those, who like the sound of a Lawn mower , can listen to the whole recording. Headphones are recommended for the best listening results.
The mower was recorded on a Nagra Ares BB+ with Røde NT-1A and NT-55 in an MS setup.
Heimilishljóð | 18.7.2011 | 17:28 (breytt 28.7.2012 kl. 21:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun hljóðprófaði ég nokkra hljóðnema og þa á meðal Røde NT-1A. Ekki bar mjög mikið á umferðinni eftir Nesveginum, en annað kom í ljós þegar ég hækkaði styrkinn upp úr öllu valdi til þess að kanna hvort ég fengi greint grunnsuðið, sem gefið erupp aðséu 5 db. Þá varð úr þessu alls herjar heimilishljóðasull. Uppþvottavélin var í gangi, það heyrðist gengið um frammi á gangi og á efstu hæð hússis, hávaðinn í umferðinni varð meiri en góðu hófu gegndi og tifið í stofuklukkunni heyrðist prýðilega.
Seinna reyndi ég MS-hljóðritun, en hún mistókst. Meðal annars sneri áttu-hljóðneminn öfugt svo að hægri og vinstri rás víxluðust.
Upphaflegt hljóðrit er á 24 bitum og 48 kílóriðum. Eindregið er mælt með að fólk noti heyrnartól.
Heimilishljóð | 26.5.2011 | 21:01 (breytt 28.7.2012 kl. 21:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afi stóðst ekki mátið og greip hljóðritann þegar verið var að bursta tennurnar. Allt of lítið er gert af því að hljóðrita ærsl og gleði barnanna og samskipti þeirra við góða ömmu.
Heimilishljóð | 29.4.2011 | 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kuldaboli hélt sig stundum í stiganum niður í kjallara og það heyrðist í honum gegnum skráargatið á hurðinni, þessi margtóna, síbreytilegi hvinur. Nautin í Hábæ og í Dölum öskruðu eða bölvuðu, en Kuldaboli var engu skárri.
Þegar ég kom heim frá því að selja Viðskiptablaðið í gær hvein suðvistanáttin í örmjórri gætt á stofuglugganum. Ég lagði Olympus LS11 í gluggakistuna og hvarf á braut. Hljóðneminn nam einræður Kuldabola. Glöggir hlustendur heyra einnig tifið í stofuklukkunni og einhver hljóð að utan.
Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum. Ef einhver á ljósmynd af Kuldabola væri hún vel þegin.
Heimilishljóð | 16.2.2011 | 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á tjarnarbóli 14 eru stálkantar til þess að hlífa þak-kantinum, en hann var farinn að skemmast fyrir um tveimur áratugum. Í stálinu heyrist dálítið í hvassviðri og loftnet, sem er á suðvesturhorni hússins, tekur undir. Úr þessu verður hinn fróðlegasta hljómkviða eins og hlustendur geta heyrt. Þeir sem hafa góða heyrn greina einnig tifið í vekjaraklukku.
Heimilishljóð | 18.12.2010 | 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar