Færsluflokkur: Kveðskapur og stemmur
Á jólafundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 4. Desember síðastliðinn, voru kveðnar vísur Péturs Stefánssonar um aðventuna. Rósa Jóhannesdóttir, kvæðakona og formaður rímnalaganefndar, stjórnaði samkveðskapnum.
Hljóðritið er birt með heimild höfundar og þátttakenda.
Á aðventunni
Á aðventu er segin saga
sem mig ávallt pirrar mjög,
í eyrum glymja alla daga
óþolandi jólalög.
Í desember ég fer á fætur
fjörlítill sem síld í dós.
Eyðir svefni allar nætur
óþolandi jólaljós.
Út og suður allir hlaupa.
Ærið marga þjakar stress.
Eiginkonur ýmsar kaupa
óþolandi jóladress.
Í ótal magni æ má heyra
auglýsingar fyrir jól.
Losar merginn oft úr eyra
óþolandi barnagól.
Húsmæðurnar hreinsa og sópa,
húsið skreyta og strauja dúk.
Íslensk þjóð er upp til hópa
óþolandi kaupasjúk.
Fennir úti, frostið stígur,
faðmar að sér dautt og kvikt.
Upp í nasir einnig smýgur
óþolandi skötulykt.
Margir finna fyrir streitu
og fá að launum hjartaslag.
Yfirbuguð er af þreytu
íslensk þjóð á jóladag.
Kveðskapur og stemmur | 20.12.2015 | 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 3. október síðastliðinn kvað Þórarinn Már Baldursson vísur um matseldina hjá Guðrúnu konu sinni, sem fer mjög að matarsmekk hans samanber Súrmetisvísur, sem Þórarinn kvað á Iðunnarfundi í upphafi Þorra, 7. febrúar síðastliðinn.
Kveðskapur og stemmur | 7.10.2014 | 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í haustferð Kvæðamannafélagsins Iðunnar 6. september var fyrst áð við kapellu heilagrar Barböru í Kapelluhrauni við Reykjanesbraut, en Barbara var dýrlingur ferðamanna. Þar var sungið úr Barbörukvæði, sem varðveittist á Austurlandi ásamt þjóðlagi í lydískri tóntegund. Bára Grímsdóttir söng fyrir og tóku ferðafélagar undir í viðlaginu. Undirleik annaðist fjöldi bifreiða.
Þau erindi sem sungin voru eru birt hér fyrir neðan.
In English
St. Barbara is the saind of travellers. In a small chapel, on the way to Keflavik airport, an old poet about Barbara was chanted by Bára Grímsdóttir, a known composer and specialist on Icelandic Folk music. Members of Kvæðamannafélagið Iðunn chanted with her in the refrain.
The poem and melody come from Eastern Iceland.
Barbörukvæði.
Dyspoteus hét drengurinn heiðinn
af djöflinum var hans maktar seiðinn
í huganum var hann harla reiðinn
hans var dóttir dýr að sjá
blessuð meyjan Barbará
Ólst þar upp hinn unga svanni
lof hún bar af hverjum manni
lausnara himna dyggð með sanni
lá hún jafnan bænum á. Blessuð .....
Hennar biðja höldar teitir
hæversk brúðurin þessum neitir
og þeim öllum afsvör veitir
engan þeirra vill hún sjá. Blessuð.....
Heiðin maður lét höllu smíða
hugði sjálfur í burt að ríða
fullgjörð innan fárra tíða
formanns hús hún vildi sjá. Blessuð.....
Glugga tvo á glæstum ranni
gjörði að líta hin unga svanni
mælti hún þá með miklum sanni
að minni skipan gjörið þér þrjá. Blessuð...
Smiðirnir játa því sæta beiðist
en svara þú fyrir ef faðir þinn reiðist
svo merkilega mál vor greiðist
muntu verða fram að stá. Blessuð.....
Allt var gjört að ungfrúr ráði
engin annað hugsa náði
heim á torg kom hilmir bráði
hallar smíðið lítur á. Blessuð.....
Garpurinn lítur glugga þrenna
gjörði heift í brjóst að renna
eftir spurði um atburð þennan
allt hið sanna greindu frá. Blessuð.....
Kölluð var þangað kæran fína
keisarinn talar við dóttur sína
formáð hefur þú fyrirsögn mína
fylltist upp með forsi og þrá. Blessuð.....
Auðgrund svarar og hlær á móti
hlýddu faðir með engu hóti
gef ég mig ekki að goðanna blóti
því guð hefur valdið himnum á. Blessuð.....
Hyggur hann þá með heiftar lundu
höggva víf á samri stundu
borgarmúrinn brast á grundu
brúðurin fékk í burt að gá. Blessuð.....
Himna guð sem hér skal greina
hóf hana upp í fjallshlíð eina
þar verandi vífið hreina
hirðar tveir að þetta sjá. Blessuð.....
Eftir spyr hinn armi herra
ekki lét sér skorta verra
grimmdar maður með giftina þverra
greindi hinn sem hana sá. Blessuð.....
Annar var sem ei vildi greina
þó hann vissi um vífið hreina
honum varð ekki margt til meina
mildin guðs er mikið að sjá. Blessuð.....
Ótrúr var sá til hennar sagði
Snarlega fékk hann hefnd að bragði
og svo strax í hugsótt lagðist
hjörð hans varð að flugum smá. Blessuð.....
Milding eftir meynni leitar
margfaldlega siðunum neitar
hans mun spyrjast heiftin heita
í helli einum hún lét sér ná. Blessuð.....
Vendir hann heim með vífið bjarta
sárlega bjó honum grimmd í hjarta
hann bauð henni til heims að skarta
en hverfa Jesú siðunum frá. Blessuð.....
Hún kvaðst ekki þjóna fjanda
þó hún kæmist í nokkurn vanda
eilífur mun þeim eldurinn granda
öllum er goðin trúa á. Blessuð.....
Brjóstin skar hann af blíðum svanna
bragna var þar enginn manna
helst mun þetta hróðurinn sanna
sem haldið gátu vatni þá. Blessuð.....
Hún kvaðst ekki heldur blóta
þó hún yrði pínu að hljóta
hún kvað sér það helst til bóta
að sviptast skyldi heiminum frá. Blessuð.....
Hilmir biður að höggva mengi
halurinn vafin glæpa gengi
vildi til þess verða enginn
varð hann sjálfur fram að gá . Blessuð.....
Heggur hann þá með hjaltaskóði
höfuðið burt af sínu jóði
sætu léttir sorg og móði
sálin fór til himna há. Blessuð.....
Dárinn varð fyrir drottins reiði
dró þá myrkur yfir sól í heiði
eldurinn grandaði örfa meiðir
enginn mátti fyrir ösku sjá. Blessuð.....
Eilífur guð og englar blíðir
annast fljóð sem engu kvíðir
seggir hver henni signa tíðir
sál þeirra láttu friðnum ná
heilög meyjan Barbará
Kveðskapur og stemmur | 8.9.2014 | 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kvæðamannafélagið Iðunn efndi til haustferðar laugardaginn 6. september 2014. Margt var þar kveðið skemmtilegt.
Á leiðinni heim, þegar ekið var í áttina að Þrengslunum, kvað Þórarinn Már Baldursson, hagyrðingur og kvæðamaður, vísur þar sem hann hreytir ónotum í Reykjavík og nágrannabæi hennar. Landsbyggðin fær einnig sinn skammt, enda er hann norðlenskur maðr.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
Kveðskapur og stemmur | 7.9.2014 | 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Magnús Jóel Jóhannsson lést 26. ágúst síðastliðinn. Hann var eðalhagyrðingur Og um árabil einn fremsti kvæðamaður Íslendinga.
Hann kunni góð skil á bragfræði og kenndi hana.
Magnús samdi þar að auki nokkrar stemmur sem eru í kvæðalagasafni félagsins og bera þær vandvirkni hans vitni.
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar sem haldinn var 9. nóvember 2007, kvað hann nokkrar vetrarvísur sem hann hafði ort. Bragarhátturinn er svokallað Kolbeinslag, kennt við Kolbein jöklaraskáld.
Árið 2010 var hljóðritað talsvert af kveðskap hans og ljóðum. Bíður það efni úrvinnslu og birtingar.
In English
Magnús Jóel Jóhannsson (1922-2014) was one of the best rhapsodists of Iceland. He chanted rhymes in the Icelandic way and even composed some of the melodies himself.
This recording is from a meeting in Kvæðamannafélagið Iðunn on November 9 2007. There Magnús chanted his rhymes about the winter.
Kveðskapur og stemmur | 4.9.2014 | 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sértu hallur heimi úr
og heilsu viljir glæða
onúr hjalli og upp úr súr
ættir þú að snæða
Heilnæman nú hyggst ég kúr
halda næstu daga;
allt er betra upp úr súr,
er það gömul saga.
Ekki vil ég vera klúr,
en vita mega flestir
að ég borða upp úr súr
allt sem tönn á festir.
Stundum fer ég fram í búr
að forðast heimsins amstur.
Indælan ég upp úr súr
et þar lítinn hamstur.
Lykkju minni leið ég úr
legg að kaupa mysu
því ég ætla að setja í súr
sæta litla kisu.
Úti í garði á ég skúr,
er þar fullt af döllum.
Þar ég geymi í góðum súr
ganglimi af körlum.
Oft á kvöldin fínar frúr
finna hjá mér næði,
en að lokum upp úr súr
ég eymingjana snæði.
Siðferðis er mikill múr
sem meinar fólki að smakka
langsoðna og lagða í súr
litla feita krakka.
Ef ég fer og fæ mér lúr
fer mig strax að dreyma
að ég liggi oní súr
en ekki í bóli heima.
Kveðskapur og stemmur | 10.2.2014 | 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
IN ENGLISH
This is a Chinese folk song performed in an icelandic traditional way as the so-called "Rímur" are chanted. It was performed at at dinner which was held by The Icelandic Chinese Cultural Society and Trade Council to celebrate the year of the horse.
Kveðskapur og stemmur | 1.2.2014 | 00:06 (breytt 2.2.2014 kl. 21:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þorsteinn Magni hefur ekki kveðið áður á fundi og er það svo sannarlega fagnaðarefni þegar nýir kvæðamenn kveðja sér hljóðs. Þorsteinn hefur sótt kvæðalagaæfingar Iðunnar um tveggja ára skeið og eins og hann segir sjálfur, "hefur eitthvað síast inn." Hann hefur einnig numið stemmur af Silfurplötum Iðunnar.
Kveðskapur og stemmur | 19.5.2013 | 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 5. Apríl
síðastliðinn, var dagskráin fjölbreytt að vanda. Þegar leið að lokum fundarins
kvað kvæðamaðurinn snjalli, Ingimar Halldórsson vísur eftir hagyrðinginn vinsæla,
Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum. Að endingu kváðu undirritaður og Ingimar
Lækjarvísur Gísla við tvísöngsstemmu þeirra Páls og Gísla. Nánar er fjallað um kveðskapinn
og vísurnar á vef Iðunnar.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og notaðir tveir Røde
NT-2A hljóðnemar í MS-uppsetningu ásamt Røde NT-1A, sem var við ræðustólinn.
Kveðskapur og stemmur | 22.4.2013 | 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar þann 8. mars
síðastliðinn var að venju haldið hið svokallaða Litla hagyrðingamót. Hagyrðingar
á palli voru Ingi Heiðmar Jónsson, Sigurður Sigurðarson og Steindór
Andersen. Yrkisefni voru: þeir - þær - þau.
Allir mættu og Ingi Heiðmar hafði að auki vísur frá Jóa í
Stapa sem þykir sjálfkjörinn varamaður eða aukamaður þegar færi gefst. Vísur og
hljóðrit eru á http://rimur.is. Auk þess er
hljóðskjalið á þessari síðu.
Kveðskapur og stemmur | 13.3.2013 | 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65291
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar