Færsluflokkur: Kveðskapur og stemmur
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar kvað nýr stjórnarmaður félagsins, Þórarinn Baldursson, fjóra mansöngva við óorta rímu.
http://rimur.is/?p=1976#content
Kveðskapur og stemmur | 9.3.2013 | 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 11. janúar síðastliðinn flutti Gréta Petrína, dóttir þeirra Rósu Jóhannesdóttur og Helga Zimsen, lag Tryggva M. Baldvinssonar við ljóð Sveinbjarnar Baldvinssonar úr Þúsaldarljóðum. Hlutar kvæðisins eru Jörð, Vatn, Loft og Eldur. Gréta Petrína, sem er aðeins fjögurra ára, flutti síðasta hluta kvæðisins á myndrænan hátt. Söngur hennar og framkoma heilluðu alla sem á hlýddu.
Ljóðið í heild er á slóðinni
http://www.solborg.is/index.php?option=com_content&view=article&id=450:tusaldarljoe&catid=90:soengbok
ELDUR
Eldurinn logar
langt niðri í jörðu
leitar að opinni slóð.
Æðir um ganga,
grefur sér leiðir,
glóandi, ólgandi blóð.
Spýtist úr gígum
með geigvænu öskri,
grásvörtum bólstrum af reyk.
Leiftrandi steinar,
logandi hraunið,
lifandi kraftur að leik.
En handan við sortann,
háskann og mökkinn,
sem heldimmur leggst yfir ból,
dansar á himni,
dátt yfir landi,
dirfskunnar leiftrandi sól.
Vísurnar voru fluttar árið tvöþúsund af tvöþúsund börnum á Arnarhóli. Frétt um þann viðburð má lesa á mbl.is á eftirfarandi slóð:
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/538168/
Hljóðritað var með Nagra Ares BB- og tveimur Røde NT2-A í MS-uppsetningu.
Kveðskapur og stemmur | 3.2.2013 | 11:01 (breytt kl. 11:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í lok fundar gerði Helgi Zimsen, formaður vísnanefndar, að afla Skáldu, en það skip er gert út á Iðunnarfundum. Aflaðist sæmilega. Í vísunum er getið um Smára Ólason, en hann flutti gott erindi um geisladisk, sem Barbörukórinn hefur nýlega gefið út. Skreytti hann erindið með hljóðdæmum. Þá var Höskuldar Búa Jónssonar að góðu getið vegna vefsíðu Iðunnar, http://rimur.is.
Ýmsir hagyrðingar kannast við það sem ort varr um og þá sem ortu. Hljóðritið er birt með leyfi formanns vísnanefndar.
Kveðskapur og stemmur | 12.1.2013 | 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sá merkisatburður varð á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar í gær, föstudaginn 9. nóvember, að tvær kvæðameyjar kvöddu sér hljóðs og kváðu Innipúkavísur eftir Helga Zimsen, föður sinn.
Þær Iðunn Helga, 6 ára og Gréta Petrína, fjögurra ára, eru dætur þeirra Helga Zimsens, hagyrðings og Rósu Jóhannesdóttur, kvæðakonu. Móðir þeirra hafði orð á því að þær hefðu gleymt að draga seiminn í lok hverrar vísu, en það stendur nú væntanlega til bóta.
Kveðskap meyjanna var tekið af mikilli hrifningu eins og má m.a. heyra af orðum Ragnars Inga Aðalsteinssonar, formanns Iðunnar, þegar systurnar höfðu lokið kveðskapnum.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A hljóðnemum í MS-uppsetningu.
Two young rhapsodists
At a meeting in Idunn, a society which engages in traditional Icelandic poetry and chanting, two sisters, Iðunn Helga, 6 years and Gréta Petrína, 4 years old. chanted some rhymes composed by their father. The rhymes were set to an Icelandic folk-melody. Their performance was warmly received.
These little sisters are daughters of Helgi Zimzen, a well-known rhymester and Rósa Jóhannesdóttir, a noted rhapsodist.
Recorded with Nagra Ares BB+ and Røde NT-2A in MS-setup.
Kveðskapur og stemmur | 10.11.2012 | 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í janúar 2005 tók ég viðtal við Orm, en þá stóð yfir gerð útvarpsþátta um Silfurplötur Iðunnar. Hluta viðtalsins var útvarpað í einum þáttanna, en meginhluta þess nokkru síðar.
Með þessari færslu fylgja tvö hljóðrit. Hið fyrra er með minningarorðum Ragnars Inga og kvæðaskap Steindórs. Hið seinna er óstytt viðtal við Orm Ólafsson. Þar koma fram ýmsar heimildir um starf Iðunnar, en Ormur var í framvarðasveit félagsins um fjögurra áratuga skeið.
Þeim, sem hafa áhuga á að kynna sér Kvæðamannafélagið Iðunni skal bent á http://rimur.is
Kveðskapur og stemmur | 23.10.2012 | 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardaginn 9. júní verður alþýðuskáldið Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum í öndvegi á menningarvöku sem hefst í Húnaveri kl. 14:00. Sitthvað verður þar til fróðleiks og skemmtunar. Ingimar Halldórsson, kvæðamaðurinn góðkunni, kveður nokkrar vísur Gísla. Við Ingimar vorum fengnir til að kveða þar vísur Gísla um lækinn, sem gerðu hann umsvifalaust eitt af dáðustu alþýðuskáldum landsins á sinni tíð. Í gær hljóðrituðum við vísurnar við hina alkunnu tvísöngsstemmu þeirra Páls Stefánssonar og Gísla, sem gefin var út fyrir rúmum 80 árum og naut mikilla vinsælda. Fylgir hljóðritið þessari færslu ásamt hjali Eiríksstaðalækjarins, en hann var hljóðritaður 17. september árið 2010.
Þegar stemman var kveðin notuðum við tvo Røde NT-2A hljóðnema í ms-uppsetningu, en Eiríksstaðalækurinn var hljóðritaður með tveimur Senheiser ME-62 hljóðnemum með 90° horni. Hljóðritinn var Nagra Ares BB+.
Kveðskapur og stemmur | 7.6.2012 | 21:59 (breytt 16.7.2012 kl. 17:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og tveimur Røde NT-2A hljóðnemum í MS-uppsetningu.
IN ENGLISH
Kvæðamannafélagið Iðunn is a society where people makes ditties and verses in an Icelandic traditional style. This recording is from a part in the meeting of March 9, "The little Rhymasters meeting", where 3 members, Ingi Heiðmar Jónsson, Ragnar Böðvarsson and Ragnar Ingi Aðalsteinsson, the newly elected chairman, read their new poems about water, ice and steam. Ingi Heiðmar performed his ditties in a traditional way.
The recorder was a Nagra Ares BB+ and 2 Røde NT-2A microphones in a MS-setup.
Kveðskapur og stemmur | 10.3.2012 | 22:54 (breytt 20.7.2012 kl. 21:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tveir af þremur þátttakedum forfölluðust. Annar gat ekki komið til leiks, en hinn gleymdi að yrkja. Mótsstjórinn, Helgi Zimsen, var önnum kafinn við að taka á móti þriðja barninu, sem Rósa Jóhannesdóttir, kvæðakona, hefur alið honum.
Eysteinn Pétursson, þriðji þátttakandinn, skemmtil því Iðunnargestum með kveðlingum og fórst það vel úr hendi. Fylgir hér brot af því sem hann fór með. Þar sem þjóðlaganefnd Iðunnar sá um efni fundarins voru yrkisefnin þjóð, lag og fundur.
Hljóðritað var með Røde NT-1A hljóðnema og Nagra Ares BB+.
Kveðskapur og stemmur | 7.1.2012 | 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kveðskapur og stemmur | 11.12.2011 | 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Halldóra var góður hagyrðingur og birtust vísur hennar víða. Vísur þær, sem Bára kvað á fundinum, voru ortar á árunum 1981-92. Helgi Zimsen tók þær saman úr Fréttabréfi Iðunnar.
Kveðskapur og stemmur | 18.10.2011 | 16:50 (breytt kl. 16:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65291
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar