Færsluflokkur: Veraldarvefurinn

Nýr íslenskur talgervill í burðarliðnum

 

Í dag var efnt til kynningar á nýjum, íslenskum talgervli, sem unnið er að á vegum Blindrafélagsins, félags lesblindra og fleiri aðila. Sjá m.a.

Talgervlaverkefni Blindrafélagsins

 

Nú hefjast prófanir á röddunum og er gert ráð fyrir að talgervillinn verðði jafnvel tilbúinn til dreifingar í maí á næsta ári. Honum verður dreift til blindra, sjónskertra og lesblindra notenda þeim að kostnaðarlausu.

 

Hér fylgir hljóðsýni af upplestri Dóru og Karls á texta úr íslenskri kennslubók. Tekið skal fram að ekkert hefur verið átt við leshraðann, en hann geta notendur væntanlega aukið og minnkað þegar talgervillinn hefur verið tengdur skjálesurum.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kaffihús á vefnum

Bláberjaísterta á CafeSigrunSigrúnu Þorsteinsdóttur, aðgengissérfræðingi, er margt til lista lagt og lysta.

Fyrir nokkrum árum stofnaði hún kaffihús á vefnum

www.cafesigrun.com

Þar eru í boði ókeypis uppskriftir af ýmsu tagi. Flestar eru þær í hollara lagi og því full ástæða til að fara á þetta kaffihús. Ókeypis veitingar að öðru leyti en því að menn þurfa að útvega hráefnið sjálfir og búa þær til.

Ég útvarpaði viðtali við Sigrúnu í þættinum Vítt og breitt þann 6. september árið 2007 og læt það hér óstytt ásamt kynningu minni í upphafi.

Viðtalið var hljóðritað á HP-fartölvu með Digigram hljóðkorti og Shure VP88 hljóðnema.

Verði ykkur að góðu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband