Færsluflokkur: Lystisemdir lífsins

Hávær stórmarkaður - A noisy moll

Í stórmörkuðum ríkir oft mikill hávaði.

Hljóðritið er úr Smáralind í Kópavogi. Staðið var á mótum veitingastaðar og leikjasalar.

Hljóðritað með Zoom H6 og áfestum ms-hljóðnema.

Mælt er með góðum heyrnartólum.

Gætið að heyrninni!

 

In English.

Supermarkets are often quite noisy.

This recording was made at Smáralind, Kópavogur, Iceland, on the second floor close to a restaurant and a entertainment hall.

Recorded with a Zoom H6 with an attached ms-microphone.

Good headphones recommended.

 

Be careful not damaging your hearing!

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hávær kvöldgleði á höfuðborgarsvæðinu - A noisy party in the Capital area

Fyrir nokkru var haldið kvöldsamkvæmi á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn nágranna endaði það með talsverðum gauragangi sem hélt vöku fyrir nágrönnum.

Svona hljómaði það úr fjarska um kl. 22:40.

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti.

Mælt er með góðum heyrnartólum.

 Hljóðritið er í fullri upplausn og tekur því nokkrar sekúndur að hala það niður.

 

IN ENGLISH

Recently a party was held somewhere in the Capital area in Iceland. It was said that it became quite noisy after midnighht and keapt some neighbours awake.

At around 22:40 it sounded like this from some distance.

An Olympus LS-11 recorder was used.

Good headphones recommended.

The recording is not compressed and takes se veral seconds to download.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Afbrigðilegt góðgæti

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 3. október síðastliðinn kvað Þórarinn Már Baldursson vísur um matseldina hjá Guðrúnu konu sinni, sem fer mjög að matarsmekk hans samanber Súrmetisvísur, sem Þórarinn kvað á Iðunnarfundi í upphafi Þorra, 7. febrúar síðastliðinn.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Afbrigðilegt súrmetisát

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 7. Febrúar síðastliðinn var margt kveðið um Þorrann. Þórarinn Már Baldursson kvað þessar vísur um matarlyst sína við alkunna stemmu, en hann er prýðilegur kvæðamaður eins og heyra má.

Sértu hallur heimi úr

og heilsu viljir glæða

onúr hjalli og upp úr súr

ættir þú að snæða

Heilnæman nú hyggst ég kúr

halda næstu daga;

allt er betra upp úr súr,

er það gömul saga.

Ekki vil ég vera klúr,

en vita mega flestir

að ég borða upp úr súr

allt sem tönn á festir.

Stundum fer ég fram í búr

að forðast heimsins amstur.

Indælan ég upp úr súr

et þar lítinn hamstur.

Lykkju minni leið ég úr

legg að kaupa mysu

því ég ætla að setja í súr

sæta litla kisu.

Úti í garði á ég skúr,

er þar fullt af döllum.

Þar ég geymi í góðum súr

ganglimi af körlum.

Oft á kvöldin fínar frúr

finna hjá mér næði,

en að lokum upp úr súr

ég eymingjana snæði.

Siðferðis er mikill múr

sem meinar fólki að smakka

langsoðna og lagða í súr

litla feita krakka.

Ef ég fer og fæ mér lúr

fer mig strax að dreyma

að ég liggi oní súr

en ekki í bóli heima.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sundhöllin á Selfossi, sælustaður þriggja kynslóða

 

Sundlaugar landsins eru einstakir skemmtistaðir. Þar una sér þrjár eða jafnvel fjórar kynslóðir saman.

Laugardaginn 13. ágúst vorum við Elín á ferð um Suðurland ásamt Árna, Elfu og piltunum þremur, Hring, Birgi Þór og Kolbeini Tuma. Að sjálfsögðu var komið við á Selfossi og notið skemmtunar í Sundhöll Selfoss. Frá Sundlaug Selfoss (ljósmynd: Elín Árnadóttir)Hún er í raun skemmtigarður með góðri aðstöðu handa börnum og fullorðnum, vatnsrennibrautum, heitum pottum og öðrum leiktækjum.

Reynt var að fanga andrúmsloftið. Hljóðritað var í námunda við barnasvæðið og þaðan haldið í innisundlaugina. Þar var ekki eins mikið um að vera og hreyfingu þeirra fáu, sem syntu, nnámu hljóðnemarnir ekki sem skyldi. Sennilega hefði ég þurft að færa þá neðar og alveg að sundlaugarbarminum.

Notaðir voru Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

 

In English

 

The swimming pools in Iceland are very popular. There 3 generations or even 4 can find something for every age: warm pots, waterglides of different sizes and both indoor and outdoor pools.

The Swimming pool at Selfoss, Southern Iceland, is a very popular one and actually an amusement park with an outdoor and indoor pool, childrens pool, 3 waterglides of different sizes and much more. There I and Elin went with our grand children and their parents who had a big fun there while I tried to catch the atmosphere with assistance from elin, who also was the photographer.

The recording was made near the childrens pool and later indoors using Røde NT-2A and NT55 mics in an MS-setup..

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Rjómaís með bjórbragði

Um þessar mundir h efur eini stjórnarmaður Maoíska ísklúbbsins, sem staddur er á Íslandi, kjörið ísbúðina við Laugalæk og Ís-land í Suðurveri við Kringlumýrarbraut í Reykjavík skemmtilegustu ísbúðir Reykjavíkur. Eigendur búðanna eru báðar konur.

Þykir rétt að tilnefna Erluís við Faxafen heilnæmustu ísbúð borgarinnar, en þar fæst sykurskertur eða jafnvel sykurlaus ís.

Einn góðan veðurdag í febrúar, skömmu fyrir kvöldfréttir Ríkisútvarpsins, settumst við niður og gæddum okkur á ís. Stjórnarmaður Maoíska ísklúbbsins fékk sér rjómaís með bjór frá Kalda og kom hann á óvart.

Hljóðriti var í vasanum og var hann dreginn upp. Gjörið svo vel að hlusta á hljóðritið í góðum hljómtækjum eða heyrnartólum og njótið íssins.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Litla hagyrðingamótið 4. febrúar 2011

 

Á litla hagyrðingamótinu, sem haldið var á síðasta fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 4. febrúar síðastliðinn, var ort um súrt, rammt og sætt. Helgi Zimsen stýrði mótinu að vanda. Auk hans komu fram þeir Gunnar Thorsteinsson og Höskuldur Búi Jónsson. Ingi Heiðmar Jónsson forfallaðist og flutti Helgi vísur hans.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ókeypis flugeldaskothríð

Um síðustu áramót hljóðritaði ég rúmlega 8 klst af áramótahljóðum. Tveimur Sennheiser ME62 var komið fyrir á ónefndum svölum. Hófst hljóðritun kl. 17:25 árið 2009 og lauk kl. 02:08 árið 2010.

Ýmsir hafa gaman af áramótahljóðum en geta ekki skotið upp flugeldum. Fylgir því þessari færslu um stundarfjórðungur mikillar skothríðar sem nýtur sín best í heyrnartólum eða góðum hátölurum. Þar sem mikið myndefni er til af ljósaganginum hefur ritstjóri ekki áhyggjur af því að menn verði sér ekki úti um þann hluta sýningarinnar. Hlustendur eru áminntir um að gæta þess að verða hvorki fyrir heyrnarskaða né eyðileggja hljómtækin.

Njótið vel. Einnig eru þakkaðar þær undirtektir sem hljóðbloggið heffur fengið. Haldið verður áfram á sömu braut og eftir áramótin verða birt viðtöl og frásagnir sem ekki hafa birst áður. Fleira er í bígerð og eru tillögur frá hlustendum einnig vel þegnar.

Ritstjóri óskar hlustendum árs og friðar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ys og þys í Ásabyggð

Víða um land hafa risið hverfi sumarbústaða. Í raun eru þetta nokkur smáþorp með mismunandi stórum húsum og flest eru þau með ýmiss konar nútímaþægindi. Nútímamaðurinn vill hafa flest handa á milli í sumarbústaðnum sem finnst á hverju heimili. Þess vegna eru flestir með sjónvarp og víða um land er nettenging. Síminn og önnur fjarskiptafyrirtæki selja nú 3G-lykla eins og heitar lummur svo að landinn geti verið í netsambandi.

Á Flúðum er eitt slíkt þorp og þar var hljóðritað laugardaginn 3. júlí 2010. Þegar hljóðstyrkurinn er magnaður kemur ýmislegt í ljós og hljóðumhverfið er hið fjölbreytilegasta.

Fyrra hljóðritið er frá því um kvöldmatarleytið. Þá var mikill ys og þys í hverfinu. Hljóðritað var af svölum eins bústaðarins.

Síðar um kvöldið eða um kl. 22 var skollin á rigning, en það hafði gengið á með skúrum um daginn. Þá var enn farið út. Ekki vænti ég mikils af þessari hljóðritun. Enn var hljóðstyrkurinn aukinn að mun og þá kom vitanlega í ljós að umferðarhávaði barst frá þjóðveginum. Einnig virtist mér þyrla sveima um nágrennið. Glöggir hlustendur geta heyrt hin margvíslegustu hljóð, en að ássettu ráði er hljóðritið ekki sett inn á vefinn með fullum hljóðstyrk.

Heyra má vatn seytla í pott með heitu vatni, en sírennsli er í pottinn. Á Flúðum er gnægð heits vatns og dettur engum í hug að spara það.

Hljóðritasnillingurinn Magnús Bergsson hefur einnig verið á Flúðum. Bárum við saman bækur okkar og komumst m.a. að því að stöðugt erfiðara er að komast út í íslenska náttúru þar sem ekki er mengun af völdum vélahljóða og annarra hljóða sem fylgir nútímalífi. Það er því eðlilegt að þessi hljóð fljóti með.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Við ylströndina í Nauthólsvík

Fólk nýtur lífsins í Nauthólsvík (ljósmynd)Það var ylur í lofti í dag og norðvestangolan hlý. Hitamælirinn á Orminum bláa neitaði að fara niður fyrir 22 stig. Sólin hlýtur að hafa ofhitað hann.

Við hjónakornin lögðum land undir hjól og riðum orminum til Nauthólsvíkur. Þar var hann tjóðraður og við gengum að veitingasölunni. Settumst við þar á bekk og ég hljóðreit mannlífið. Börn skríktu, fólk spjallaði, buslaði, þrammaði um og golan strauk blíðlega hljóðnemunum og mér um norðvestur-vangann.

Myndina tók sérlegur ljósmyndari hljóðbloggsins, sem verið hefur eiginkona mín í 21 ár og 1 dag.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband