Færsluflokkur: Seltjarnarnes

Vindur blæs um vetrarnátt - The Wind in the Winter Night

Að kvöldi 6. desember 2014 kom ég fyrir tveimur Sennheiser ME-62 hljóðnemum utan við svalirnar á 3. hæð að Tjarnarbóli 14. Voru þeir í AB-uppsetningu með 30 cm bili og þaktir loðfeldi frá rycote.

Um kl. 4:25 var vindur um 6-10 m/sek að norðaustan. Ætlunin hafði verið að fanga þungan nið hafsins í fjarska en í staðinn yfirgnæfði vifta í nýbyggingu náttúruhljóðin. Ef grannt er eftir hlustað heyrist vindurinn þyrla upp snjókornum, álftir fljúga hjá lengst í vestri og alls kyns skrölt í nýbyggingunni.

Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum og athyglin þarf að vera óskert.

 

IN ENGLISH

In the evening on December 6 2014 I placed 2 Sennheiser ME-62 mics outside the balcon on our flat in Seltjarnarnes, Iceland, in an AB-setup with 30 mm spacing. They were covered with a fur from Rycote.

At 4:25 in the morning the wind had started blowing from the north-east. Instead of the deep sound of the ocean som 1 km away the sound of a fan in a nearby house under construction was overwhelming.

If the listener uses all his/her attention the wind can be heard whirling some snowflakes around and swans flying to the south in the far west. All kinds of sounds from the building is also here and there.

Good headphones are strongly recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ofviðri í desember - A Tempest in December

Að kvöldi sunnudagsins 1. desember gekk ofviðri yfir vestanvert landið. Á Keflavík varð veðurhæðin allt að 30 m. Má því búast við að veðurhæðin hafi verið svipuð á Seltjarnarnesi, en veðurfari þar svipar mjög til Keflavíkur.

Ég kom fyrir tveimur Røde NT1-A hljóðnemum í AB-uppsetningu með um 30 cm millibili á borðstofuborðinu u.þ.b. 2 m frá gluggunum. Athyglisvert er að heyra hina djúpu undirtóna hússins sem undirleik vindsins og ýmissa smáhluta sem reyna að rífa sig lausa. Þessar 11 mínútur gefa ágæta mynd af því hvernig er að vera einn heima í slíku veðri.

Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

 

In English

In the evening of December 1, 2014, we had a tempest from southwest in Southern Iceland. At Keflavik Airport the strongest blasts were at least 30 m/sec (108 km per hour). The weather is quite similar where I am living at Seltjarnarnes.

I placed 2 Røde NT1-A microphones in an AB-array with 30 cm spacing in the livingroom aproximately 2 m from the windows. It is quite interesting to sense the deep roaring of the house as an accompaniment to the wind, pressing through and some objects outside trying to leave the balcony. This recording describes what it is like staying alone at home as the tempest is raging outside.

Good headphones are strongly recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Reykjavíkurhlaup 2014 - Reykjavik Running 2014

Eindregið er mælt með að fólk hlusti á meðfylgjandi tvö hljóðrit í heyrnartólum.

Laugardaginn 23. ágúst var hið árlega hlaup háð í Reykjavík. Rúmlega 1100 manns tóku þátt í maraþon og hálfmaraþon-hlaupinu og rúmlega 8.000 í 10 km skemmtihlaupi. Þetta hlaup hefur verið hljóðritað nokkrum sinnum frá árinu 1998.

fyrra sýnið er frá því kl. 09:05, en þá höfðu fyrstu hlaupararnir farið framhjá. Hávaði frá bifreiðum var of mikill til þess að hljóðritið nyti sín.

Seinna hljóðritið, 10 km hlaup, hófst rétt fyrir kl. 10:00 þegar fyrstu hlaupararnir voru í nánd. Takið eftir hvernig fólk skirrðist ekki við að trufla hlaupið. Bílum var ekið á móti því, fólk lagði leið sína gegn hlaupinu á hjólum og gangandi o.s.frv. En hlaupaniðurinn rennur framhjá eins ot vatnsfall.

Hljóðritað var með Røde NT-2A og NT-55 í MS-upsetningu. Hljóðritinn eins og oft áður Nagra Ares BB+

Hljóðnemarnir voru settir norðan við Tjarnarból 14 við Nesveg á Seltjarnarnesi.

 

In English

This recording is best enjoyed by using headphones.

The annual Reykjavik Run was held on August 23. More than 1100 people participated in Marathon and Half-Marathon and over 8.000 in 10 km running. The event was recorded as has been done since 1998.

The first sample started around 09:05 when the first runners had arrived. Due to the noise from cars the recording before is not worth listening.

The second sample started around 10:00 when the first runners were approaching. Pay attention to how people tried to disturb the runners by driving, biking and walking against the stream.

The runners pass by like a river of people.

Recorded in an MS-Setup with Røde Nt-2A and NT-55. The recorder is as most often Nagra Ares BB+.

Recorded infront of Tjarnarból 14 at Nesvegur, Seltjarnarnes.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Framkvæmdagleði - A Construction Work

Framkvæmdagleðin er í hámarki á mótum Nesvegar og Skerjabrautar. Við Suðurmýrina bæta menn gangstétt og nær Skerjabraut er undirbúin bygging fjölbýlishúss. Í dag hömuðust tvær vélar.

Hljóðritað var með Olympus LS-11 og “dauður kettlingur” notaður til þess að hlífa hljóðnemunum við golunni.


IN ENGLISH

A lot of construction work is going on close to my home. A pavement is being restored and the construction of an appartment house being prepared. Two machines were creating the sounds today.

Recorded with Olympus LS-11 and a “dead kitten” from Røde used to protect the microphones against the breeze.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Daginn eftir storminn

 

Í dag, laugardaginn 2. nóvember, hafði storminn lægt nokkuð.

Ég uppgötarði að ég hafði notað Nýrað Røde NT45 sem miðjuhljóðnemann í MS-uppsetningunni á fyrra hljóðritunu í stað NT-55 sem er víður hljóðnemi. Eftir rækilegan samanburð gerði ég annað hljóðrit í dag, en þar kemur dreifingin mun betur fram. Ríslið eða suðið, sem heyrist, er í jarðaberjaplöntu, sem er ekki langt frá hljóðnemunum.

 

THE DAY AFTER THE STORM

 

Today, November 2, the storm has calmed a little bit.

I noticed that yesterday I had used a cardoid mic of NT-45 in the MS-setup instead of Nt55 which is an omni. Therefore I made another recording today to show better the spreading of the sound. To my experience this setup shows much better the location of the sound-sorce

A small hiss, which is heard, comes from a strawberry plant nearby the microphones.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Stormasker - Stormy Iceland

 

Undanfarið hefur geysað stormur á landinu. Kl.15:00 í dag voru sagðir 14m að norðan á sekúndu, en úti á Seltjarnarnesi er hvassviðrið mun meira, sennilega fara hvössustu vindhviðurnar upp í 30m/sek.

Meðfylgjandi hljóðrit var gert á svölunum á Tjarnarbóli 14 rétt fyrir kl. 14 í dag. Notaðir voru Röde NT-2A og NT-45 í MS-uppsetningu. Aðeins var skorið af 40 riðum, og njóta því djúpir tónar illviðrisins sín vel.

 

In English

 

the weather has been stormy all over Iceland for the past few days. At Seltjarnarnes the wind has reached at least 30 m/sek. This recording was made at the balkony facing southh-west. The wind was blowing from the north.

Røde Nt-2A and NT-45 were used in an MS-setup. No filters used. The deep tones of the weather are therefore quite audible.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Söngur nokkurra sílamáva við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi

 

Í morgun hélt ég ásamt Emeline Eudes, ungri konu frá París, sem vinnur við rannsóknir á ýmsum þáttum sjálfbærs samfélags, út á Seltjarnarnes að hljóðrita. Vorum við komin út að morgun upp úr kl. 5. Veðrið var undurblítt, hlýtt í veðri og stillilogn.

Ég hljóðritaði sitthvað og hún tók kvikmyndir. Upp úr kl. 6 Vaknaði borgin og hávaði tók að berast til okkar.

Þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í 7 hófst samsöngur nokkurra sílamáva.

 

The concert of some Lesserback gulls

 

this morning I went with Emeline Eudes To the southwestern part of Seltjarnarnes in Iceland. I recorded some sounds and she filmed.

We arrived there close to the Island of Grótta at 5 in the morning. The wind was almost still, it was warm and the brightness as beautiful as it can be early in the morning.

At around 6 o‘clock the city woke up and some noise was brought to us. At around 06:50 some lesser-back gulls started a concert.

 

Recorded in MS-stereo with Rode NT-1A and NT-55. The recorder was Nagra Ares BB+, recording in 24 bits, 44,1 kHz.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjölbýlishús leikur undir hjá söngvurum vornæturinnar

 

Þegar ég er einn heima berst ys og þys götunnar inn til mín þar sem ég sit við iðju mína. Húsið þegir, einkum þegar fáir eru heima. Endrum og eins heyrist þó æðasláttur þess.

Á næturnar er eins og húsið vakni til lífsins. Þá verður  hávaðinn að utan ekki til að yfirgnæfa æðaslátt þess. Þetta kom greinilega í ljós í fyrravetur, þegar ég reyndi að hljóðrita nóttina. Hún var að mestu þögul í miðri viku, en húsið hafði ótrúlega hátt.

Aðfaranótt 28. maí, sem var annar í hvítasunnu, setti ég hljóðnema út á svalir og lét þá eiga sig fram undir kl. 8:30 um morguninn. Um var að ræða Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

Um kl. 3 um nóttina höfðu skógarþrestir og svartþröstur haldið uppi samræðum á milli bæjarhluta. Þá blandaði mávur sér í hópinn og köttur læddist um. Í hljóðritinu má heyra aðvörunarhljóð þrastarins sem er næst okkur.

Ekki var skorið af neinu tíðnisviði en styrkurinn hækkaður talsvert. Húsið söng undir. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

 

In English

 

when I am at home sitting at my desk, the house seems to be silent and the distant sounds are heard from outside.

during the night something happens. The house seems to wake up and all kinds of sounds are heard. This was quite obvious when I tried to record the night last winter. It was mostly silent but the house was noisy.

during the night before Monday, May 28, I placed microphones on the balcony - a Røde NT-2A and NT-55 in an MS-setup. Shortly after 3 in the morning, when some redwings and a blackbird had been entertaining themselves, a blackback came laughing and a cat was wondering around, causing some discomfort to the redwings. The vaskular system of the house seems noisy, as I increased the volume of the recording quite a bit, making an accompaniment to the birds singing. Headphones are recommended.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjörutíu ára farsæld - um sigurgeir Sigurðsson, fyrrum bæjarstjóra Seltjarnarness

 

Sigurgeir Sigurðsson var í hreppsnefnd og síðar bæjarstjórn Seltjarnarness í 40 ár og þar af sveitar- og bæjarstjóri í 37 ár (1965-2002. Það var því heil kynslóð Seltirninga sem ólst upp á tímabili hans.

Veturinn 2006, fjórum árum eftir að hann lét af starfi bæjarstjóra og hætti í bæjarstjórninni, varð að ráði að hann segði mér af ævi sinni. Ríkisútvarpið hafði áhuga á að útvarpa þætti um hann daginn eftir bæjarstjórnakosningarnar þá um vorið og taldi það sæma „þessum nestor íslenskra sveitarstjórnarmanna", eins og það var orðað í tölvuskeyti frá Ríkisútvarpinu.

Sigurgeir tók það skýrt fram að hann vildi gjarnan að samherjar sínir og andstæðingar segðu kost og löst á sér, enda ætti þátturinn ekki að verða nein lofræða. Eftir að ég hafði unnið þáttinn þótti mér frásögnin svo heilsteypt og góð, að ég hvarf frá þessu ráði og féllst hann á það.

Það hefur lengi verið ætlunin að setja þáttinn fjörutíu ára farsæld á hljóðbloggið og veitti Sigurgeir mér heimild til þess veturinn 2010, skömmu eftir að þessi síða var stofnuð. en af ýmsum ástæðum dróst það.

Myndir af Sigurgeiri er að finna m.a. í Ljósmyndasafni Seltjarnarnesss og er mönnum m vísað á þessa tengingu:

Úr fórum ljósmyndasafns Seltjarnarness

 

Tæknilegar upplýsingar

 

Samtölin voru hljóðrituð í febrúar og mars 2006 að heimili Sigurgeirs. Notaðu var Nagra Ares-M hljóðriti og Senheiser ME-62 hljóðnemi. Sigurgeir hélt sjálfur á hljóðnemanum, enda hefur sú aðferð gefist einkar vel, þegar um samfellda frásögn er að ræða. Vi kynningar var notaður Senheiser ME-65 hljóðnemi.

Þátturinn var unnin með Soundforge-hugbúnaði frá Sony.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Morgunstund á golfvelli, 2. hluti - Morning at the golf course, part 2

 

Þetta hljóðrit er framhald þess sem hljóðritað var á golfvellinum í Suðurnesi árla morguns 4. maí.

Ég var að hugsa um að hætta hljóðritunum um hálfsex-leytið, en þá færðist líf í tuskurnar og hófst ég því handa á nýjan leik. Þetta hljóðrit hófst um kl. 05:45. Ekki var fuglamergðin jafnnærri og í fyrra hljóðritinu, en betur heyrist í margæsinni. Takið einkum eftir upphafinu og þegar um 12 mínútur eru liðnar af hljóðritinu. Sem fyrr er mælt með góðum heyrnartólum.

 

In English

 

This is the second part of the recording from the morning of  May 4, made at the golf course of Seltjarnarnes, Iceland. Just after 05:30, I decided to stop the recording. But then things started happening.

 

This recording, which started around 05:45 is characterised by more distant sounds of birds. But in the start and around 12 minutes from the beginning the Brant goose is much bette heard than in the first recording.

 

As before a Nagra Ares BB+ was used and two Røde NT-2A microphones in an A-B stereo setup.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband