Færsluflokkur: Seltjarnarnes

Í kvöld fórum við Elín út í fjöruna við Gróttu. Ég varð mér úti um Blimp-vindhlíf frá Röde, en Magnús Bergsson smitaði mig af blimp-sýkinni. Það var allsnörp suðvestan gola. Ég ákvað að nota Shure VP88 víðómshljóðnema. Golan var svo hvöss að ég neyddist til að skera af 100 riðunum á Nagra Ares BB+. Þarna bjargaði vindhlífin því sem bjargað varð við þessar aðstæður.
Þegar ég fór yfir hljóðritið síðar í kvöld reyndi ég að losna við eitthvað af goluskvaldrinu með lágtíðniafskurði, en það gerði bara illt verra. Þeir sem hafa gaman af að hljóðrita á voru vindblásna landi verða að leyfa vindinum að njóta sín öðru hverju. Magnús Bergsson er til dæmis snillingur í því. Ég hugsaði einnig að ég hefði e.t.v. átt að nota loðhlíf. Þá hefði ég misst eitthvað af hátíðninni og blikaskvaldrið hefði orðið ónýtt.
Ég birti hér tvö hljóðrit. Í því fyrra er þröngt hljóðhorn, en ég víkkaði það í seinna hljóðritinu. Ég reyndi einnig í þriðju tilraun að snúa hljóðnemanum þannig að hann vissi betur við fuglunum en þá varð vindurinn of yfirgnæfandi í annarri rásinni.
Elín Árnadóttir, sérlegur hljóðbloggsljósmyndari, tók þessa mynd í kvöld.
Seltjarnarnes | 7.6.2010 | 23:09 (breytt 15.5.2012 kl. 22:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég pantaði mér leigubíl út að Bakkatjörn um kl. 05:40 og var komin þangað upp úr kl. 6. Ég setti upp hljóðnema á lágum standi og voru þeir u.þ.b. 40 cm frá jörðu. Kyrrð var á og, dúnalogn og breyskjuhiti. Sólin skein í heiði og allt lék í lyndi.
Ég hófst handa nokkuð norðan við svanslaupinn en færði mig svo um set því að mig langaði að komast nær spjalli þeirra. Þá þögnuðu þeir.
Í þessum hljóðritum ber mest á kríunni. Einnig koma við sögu nokkrar andartegundir, lóa, þúfutittlingur, mávar , flugur o.s.frv. Ef grannt er hlustað heyrist í seinna hljóðritinu ördauft í hávellu en hún greinist betur í fyrra hljóðritinu. Sennilega hefur vinstri framlengingarleiðslan bilað hjá mér og því er dálítið suð á vinstri rás þegar líður á hljóðritið.
Ekkert er skorið af hátíðninni í þessu hljóðriti en ráðist að 80 riðum til þess að draga úr ofurþungum undirtóni.
Þegar ég ákvað að halda heim á leið vandaðist málið. Símastúlkan á Hreyfli sagði að gatan Bakkatjörn væri ekki á skrá hjá sér og ekki dugði að biðja hana að segja bílstjóranum að halda áleiðis út á golfvöll Seltjarnarness. Málið leystist farsællega þegar konan spurði mig við hvaða götu Bakkatjörn væri. Ætli ég sé orðinn svo mikill Seltirningur að ég haldi að nesið sé nafli alheimsins? Hvar er hann þá ef ekki á Seltjarnarnesi?
Seltjarnarnes | 24.5.2010 | 17:08 (breytt 15.5.2012 kl. 22:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seltjarnarnes | 10.4.2010 | 23:50 (breytt 15.5.2012 kl. 22:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudaginn 7. apríl 2009 var einkargott veður og greinilegt að vorið var í nánd. Við hjónin fórum síðdegis þann dag í fjöruna við Seltjörn og þar var hljóðritið gert. Ég beindi hljóðnemunum niður á við til móts við fjöruborðið og þannig náðist leikur sjávarins að mölinni í flæðarmálinu.
Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum.
Seltjarnarnes | 1.4.2010 | 23:12 (breytt 15.5.2012 kl. 22:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stefán Bergmann hjálpaði mér að hljóðrita kríugarg á nesinu og Elín, kona mín, var mér innan handar um annað. Ríkisútvarpið léði mér Sennheiser víóms-hljóðnema sem ég notaði nokkuð.
Viðmælendur og sögumenn voru Sigurlaug Jónsdóttir, kennari, Jóhann Óli Hilmarsson, ljósmyndari og fuglafræðingur, Stefán Bergmann, líffræðingur, Jens Pétur Hjaltested, sem lengi var í nefndum á vegum Seltjarnarnesbæjar og var ef ég man rétt formaður umhverfisnefndar, Jón Ásgeir Eyjólfsson, tannlæknir og formaður golfklúbbs Seltjarnarness, Guðjón Jónatansson, verndari fuglanna á Seltjarnarnesi og Anna Birna Jóhannesdóttir, kennari og náttúruvinur.
Látið ekki lélegan lestur undirritaðaðs fæla ykkur frá því að hlýða á athyglisverðar frásagnir sögumanna.
Ein saga verður að fljóta með í þessu samhengi.
Að morgni hvítasunnudags árið 1998 fórum við Elín upp í Heiðmörk að hljóðrita fugla. Mývargur var þar nokkur og komust einhverjar flugur inn fyrir skeljarnar sem hlífa fólki við að sjá hversu skemmd augu mín eru. Olli þetta mér miklum óþægindum og varð ég að taka augnskeljarnar úr mér.
Þegar við höfðum lokið við hljóðritanirnar sóttum við Hring okkar Árnason, sem þá var á fjórða ári og fórum síðan til foreldra Elínar.
Drengurinn horfði eitt sinn á mig og sagði: Afi, augun þín eru rauð!
Ég sagði honum að augun mín væru ónýt og nú skyldi hann segja bæði langömmu og Elínu ömmu að afi væri með ónýt augu.
Blessað barnið hugsaði sig um og sagði svo: Já, en mín augu eru blá og glöð.
Er til yndislegri yfirlýsing?
Seltjarnarnes | 26.3.2010 | 23:12 (breytt 15.5.2012 kl. 22:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar hún var um nírætt fór hún að bjóða nágrönnum sínum í mat. Þeir voru kröfuharðir sérvitringar og heimtuðu að fá mat sinn framreiddan á svölunum. Þar slógust þeir hver sem betur gat um hverja örðu.
Í mars 1998 laumaði ég hljóðnema út á svalirnar og hljóðritaði ósköpin. Gerði ég örstutta hljóðmynd fyrir Ríkisútvarpið. Hún glataðist og endurgerði ég hana því árið 2007.
Seltjarnarnes | 26.3.2010 | 22:37 (breytt 15.5.2012 kl. 22:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi ofn hefur sjaldan verið til friðs og fyllist iðulega af lofti. Við reyndum að auka innstreymið inn á hann og mér skilst að aukinn hafi verið þrýstingur á húskerfinu. En loftið myndast ævinlega.
Ofninn hefur nú tekið að semja sjálfur lágvær tónverk. Hér birtist eitt þeirra. Ef til vill getur einhver pípulagningarmaður greint verkið.
Ofninn krefst engra stefgjalda og þess vegna er hljóðverkið birt á þessari síðu.
Hljóðritað á Nagra Ares BB+ með tveimur Sennheiser ME64.
Seltjarnarnes | 25.2.2010 | 09:38 (breytt 15.5.2012 kl. 22:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar