Færsluflokkur: Seltjarnarnes
Ýmsir hafa gaman af áramótahljóðum en geta ekki skotið upp flugeldum. Fylgir því þessari færslu um stundarfjórðungur mikillar skothríðar sem nýtur sín best í heyrnartólum eða góðum hátölurum. Þar sem mikið myndefni er til af ljósaganginum hefur ritstjóri ekki áhyggjur af því að menn verði sér ekki úti um þann hluta sýningarinnar. Hlustendur eru áminntir um að gæta þess að verða hvorki fyrir heyrnarskaða né eyðileggja hljómtækin.
Njótið vel. Einnig eru þakkaðar þær undirtektir sem hljóðbloggið heffur fengið. Haldið verður áfram á sömu braut og eftir áramótin verða birt viðtöl og frásagnir sem ekki hafa birst áður. Fleira er í bígerð og eru tillögur frá hlustendum einnig vel þegnar.
Ritstjóri óskar hlustendum árs og friðar.
Seltjarnarnes | 30.12.2010 | 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Umhverfis golfvöllinn á Seltjarnarnesi liggur stígur. Í dag milli kl. 16 og 17 fóru fáir um hann. Brimgnýrinn var talsverður. Lágsjávað var og því hljóðin ögn fjarlægari en á flóði, en áhrifin engu síðri og það var líkast því sem við værum víðsfjærri vélaskarkala höfuðborgarinnar, umvafin dulúð rökkursinns sem smám saman varð myrkur. En lengi sást bjarma fyrir roða í vestri.
Skammt sunnan við gamla varðskýlið er dálítið útskot. Þar námum við Elín staðar. Í fyrstu tilraun skar ég ekkert af lágtíðninni en óttaðist að vindurinn truflaði hljóðritið og því skar ég af 100 riðum í seinni hljóðritunum.
Fyrstu tvö hljóðritin eru gerð þannig að ég horfði nær til suðurs og var með Sennheiser ME62 í u.þ.b. 90° uppsetningu. Hljóðrit 2 er gert á sama stað en skorið neðan af 100 riðunum.
Hljóðrit 3 er gert nokkrum metrum norðar og horfði ég þá til vesturs. Ótrúlegt er hvað hljóðið er gjörólíkt.
Að lokum var staðnæmst við Daltjörnina. Þá var sjávarniðurinn orðinn lágur, en þó greindust nokkrar bárur sem skáru sig úr gnýnum.
Þessi hljóðrit njóta sín best í góðum hátölurum eða heyrnartólum.
Seltjarnarnes | 27.12.2010 | 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á tjarnarbóli 14 eru stálkantar til þess að hlífa þak-kantinum, en hann var farinn að skemmast fyrir um tveimur áratugum. Í stálinu heyrist dálítið í hvassviðri og loftnet, sem er á suðvesturhorni hússins, tekur undir. Úr þessu verður hinn fróðlegasta hljómkviða eins og hlustendur geta heyrt. Þeir sem hafa góða heyrn greina einnig tifið í vekjaraklukku.
Seltjarnarnes | 18.12.2010 | 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áður en þið farið að hlusta skuluð þið slökkva öll ljós eða loka augunum. Hljóðritað var í myrkri. Ljósglæta barst að utan frá götuljósunum.
Við hefjumst handa á ganginum á 3. hæð, stöldrum svo við á jarðhæðinni og ljúkum síðan ferðinni þar sem hún hófst.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og tveimur Sennhyeiser ME62 hljóðnemum
Hljóðritið nýtur sín best í góðum hátölurum eða heyrnartólum.
Seltjarnarnes | 17.12.2010 | 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Við Elín vorum að ganga frá í kvöld upp úr kl. 23 þegar dásamlegur söngur barst að utan. Elín hvatti mig eindregið til þess að nýta tækifærið og hljóðrita. Ekki var vitað hve lengi söngskemmtan þessi stæði yfir og því var gripið það sem hendi var næst, Nagra Ares BB+ og Sennheiser MD21U hljóðnemi.
Ég vona að hlustendur njóti sönglystarinnar þrátt fyrir vindgnauðið.
Ljósmyndin, sem prýðir þessa færslu, er fengin úr safni Önnu Maríu Sveinsdóttur á Stöðvarfirði. Skuggi vann um nokkurra ára skeið á verkstæði Síldarbræðslunnar á Fáskrúðsfirði, en Hrafn Baldursson, eiginmaður Maríu, var vinnufélagi hans. Skuggi fylgdi Hrafni gjarnan heim um helgar og naut þar góðs atlætis. Myndina sendi Þorgeir Eiríksson, Toggi, mikilvirkur ljósmyndari.
Seltjarnarnes | 5.9.2010 | 00:47 (breytt 7.9.2010 kl. 17:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)

Í kvöld komu til okkar hjónin Páll og Gabriele Eggerz, en þau eru búsett í Þýskalandi. Páll er sonur Péturs Eggerz, sendiherra og eiginkonu hans, Ingibjargar Pálsdóttur. Þau Páll og Elín eru skyld.
Þau hjónin eignuðust nýlega sitt fyrsta barnabarn, stúlku sem heitir þremur nöfnum en gegnir fyrsta nafninu sem er Maja. Þær ömmurnar nutu þess að skoða myndir af barnabörnunum og máttum við Páll glöggt heyra að þar spjölluðu ömmur saman.
Gabriele Eggerz er ýmislegt til lista lagt. Hún hefur unun af söng og orti sonardóttur sinni þessa vögguvísu sem fylgir þessari færslu. Lagið samdi hún sjálf.
Þessi barnagæla er vel þess virði að einhver þýðii hana á íslensku svo að afinn geti sungið hana á móðurmáli sínu.
Notaður var Sennheiser MD21U og hljóðritað var með Nagra Ares BB+.
Ljósmyndina tók Elín Árnadóttir.
Seltjarnarnes | 31.8.2010 | 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Notaður var lítill Audiotechnica víðómshljóðnemi. Ég stóð hjá hljóðnemanum og heilsuðu mér því ýmsir eins og heyra má. Þar má meðal annara heyra í Boga Ágústssyni og Eygló Eiðsdóttur sem vann þá á Blindrabókasafni Íslands.
Ef grannt er hlustað heyrist íþróttagarpurinn Jón Sigurðsson frá Úthlíð fara framhjá á hjólastóli.
Seltjarnarnes | 23.8.2010 | 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Tengdadóttir okkar Elínar, Elfa Hrönn Friðriksdóttir, tók þátt í 10 km Reykjavíkurhlaupi í ár. Horfðu synir hennar o eiginmaður ásamt fleira fólki á hana streyma framhjá Tjarnarbóli 14. Elín kvikmyndaði aturðinn og ég hljóðreit. Ég hef hljóðritið Reykjavíkurhlaup áður, gerði það árið 1998 og útvarpaði. Verður það hljóðrit birt hér á vefum innan skamms ásamt ýmsu öðru.
Í gær voru aðstæður til hljóðritunar ekki alls kostar góðar. Allhvass norðaustan-vindur var á. Ég hugðist byrja fyrr, en um morguninn, skömmu áður en Maraþon-hlaupararnir voru ræstir, var mun hvassara og þótti mér ekki fýsilegt að reyna hljóðritun.
Notaðir voru 2 Sennheiser ME-62 hljóðnemar sem vísuðu í 90° til austurs. Nauðsynlegt reyndist að skera af 100 riðum og síðar af 80 riðum til þess að fjarlægjasem mest af vindgnauðinu. Mér virðist þó sem hljóðið sé tiltölulega eðlilegt. Að ásettu ráði er meðalstyrkur hljóðritsins látinn ráða.
Hljóðritu hófst um kl. 09:45 laugardagsmorguninn 21. ágúst 2010. Ljósmyndina tók Elín Árnadóttir.
Seltjarnarnes | 22.8.2010 | 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elín fór með mér út í fjöruna við Gróttu og hafði ég sett upp búnaðinn þar um kl. 11:30. Þar voru fleiri en ég og þurftu mikið að spjalla saman um leið og þeir nutu undurfagurs útsýnis. Nokkur gola var.
Um miðnættið lygndi og við Elín færðum okkur sunnar í átt að golfvellinum. Þar voru hettumávar, svartbakar og fleiri fuglar í æti. Æðarkollur tóku þátt í samræðunum og a.m.k. ein stokkönd auk annarra fugla hafði uppi ýmsar skoðanir.
Notaðir voru tveir ME62 hljóðnemar sem mynduðu u.þ.b. 100°hornog hljóðritað með Nagra Ares BB+ á 24 bitum, 44,1 khz. Hljóðritið er birt hér sem mp3skjal í 320 kb upplausn.
Seltjarnarnes | 15.7.2010 | 11:37 (breytt 30.7.2010 kl. 23:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrra hljóðritið var gert með ME-62 Sennheiser-hljóðnemum sem vísuðu í 90°. Við hið síðara notaði ég Sennheiser ME-64, en þeir eru stefnuvirkir. Hljóðmyndin úr þeim er gjörólík. Það er eins og vanti í hana ákveðna fyllingu. Betri en þrengri hljóðmynd hefði e.t.v. náðst hefði ég látið hljóðnemana vísa hvorn að öðrum.
Seltjarnarnes | 12.7.2010 | 21:48 (breytt 30.7.2010 kl. 23:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar