Færsluflokkur: Umhverfishljóð
Sunnudaginn 5. Febrúar var yndislegt veður á Seltjarnarnesi, sólskyn og stynnings gola úti við sjóinn.
Í gleði okkar fundum við Elín fyrir því að vorið væri í nánd.
Zoom H6 hljóðriti var tekinn með og ms-hljóðnemi tækisins notaður til að fanga sæluna.
Fyrst er mildilegt gjálfur Ægis við fjörusteinana við eiðið út í Gróttu.
Seinna hljóðritið gefur hljóðmynd af fólki sem fór um göngustíginn. Þar truflaði vindurinn dálítið, en notuð var loðhlíf sem fylgir tækinu.
Hljóðritað með Zoom H6. Mælt er með góðum heyrnartólum.
In English
On February 5 the weather was beautiful in Seltjarnarnes, Iceland, moderate breeze and 7° Celcius.
The Zoom H6 recorder was brought with us and tested with its ms-mic, covered with the hairy-windprotector which comes with the recorder.
The first recording is an example of the see kissing the stones nearby the island of Grótta.
Recording no. 2 is from the pedestrian path further to the east.
Recorded with Zoom H6 on 48 kHz and 24 bits. Using the low-cut filter on the computer.
Good headphones recommended.
Umhverfishljóð | 7.2.2017 | 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardaginn 20. ágúst var 10 km hlaupið háð að venju í aðdraganda Reykjavíkurnætur.
Þúsundir fólks þreyttu hlaupið.
Andrúmsloftið var þrungið gleði og þátttakendur voru óspart hvattir.
Hljóðritað var norðanmegin við Tjarnarból 14, þegar fólk hljóp framhjá eftir Nesveginum.
Nagra Ares BB+ var notaður.
Hljóðnemunum var komið fyrir í u.þ.b. 175 cm hæð. Eftir á að hyggja hefðu þeir átt að vera neðar til þess að fanga betur fótaburð þátttakenda.
Sérstök athygli er vakin á lítilli flugvél sem heyrist í lokin (í kringum 26 mín). Glöggt heyrist hvernig hún kemur úr suðaustri og heldur í norðvestur.
Notaðir voru Røde NT2A, stilltur á áttu og NT55. Hljóðritað var í MS-stereo.
Mælt er eindregið með góðum heyrnartólum.
In English
The annual 10 km run was held in Reykjavik on August 20 in advance of The Reykjavik Marathon with thousands of participants. The atmosphere was quite vivid and the participant were stimulated by the audience.
Please pay attention to a episode close to the end of the recording, when a small aeroplane which is heard coming from the south-east flying to north-west (around 26 minutis).
A Nagra BB+ was used together with Røde NT-2A in an 8 setup and NT55 as the mid channel. The recording was made in MS-stereo.
The mics were located around 175 cm above the ground. Perhaps they should be kept a bit lower to record the foodsteps of the participants.
Good headphones are recommended.
Umhverfishljóð | 21.8.2016 | 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir nokkru var haldið kvöldsamkvæmi á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn nágranna endaði það með talsverðum gauragangi sem hélt vöku fyrir nágrönnum.
Svona hljómaði það úr fjarska um kl. 22:40.
Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
Hljóðritið er í fullri upplausn og tekur því nokkrar sekúndur að hala það niður.
IN ENGLISH
Recently a party was held somewhere in the Capital area in Iceland. It was said that it became quite noisy after midnighht and keapt some neighbours awake.
At around 22:40 it sounded like this from some distance.
An Olympus LS-11 recorder was used.
Good headphones recommended.
The recording is not compressed and takes se veral seconds to download.
Umhverfishljóð | 15.8.2016 | 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudaginn 25. Júlí skall á hellirigning á höfuðborgarsvæðinu upp úr kl. 3 síðdegis.
Hljóðritun hófst við bílskúrana á Tjarnarbóli 14 kl. 16:35. Fyrst var hljóðritað utan dyra en seinna hljóðritið er innan úr skúrnum.
Ýmis umhverfishljóð eru látin halda sér.
Notaður var Samsung S6 sími og Amazing MP3 recorder-hljóðrit.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
IN ENGLISH
In the afternoon on Monday July 25 it burst on with buckets of rain in the Reykjavik area.
These 2 recordings were made at around 16:35 pm. The first one is made outside a garage and the second one inside.
Recorded with a Samsung S6 Galaxy smartphone using Amazing MP3 recorder. The mics in the phone were used.
Good headphones recommended.
Umhverfishljóð | 25.7.2016 | 18:11 (breytt kl. 19:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er jafnan endurnærandi að ganga hring um Seltjarnarnesið. Á sumrin er fuglalíf mikið og nú er krían í essinu sínu.
Fimmtudaginn 7. júlí var norðvestan stinningsgola en hlýtt. Ég nam staðar syðst og vestast til þess að fanga örstutta mynd af hljóðheiminum. Þar má m.a. greina stelk, æðarfugl og kríu. Einnig ganga nokkrir vegfarendur framhjá.
Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti sem skýlt var með litlum svömpum og dauðum kettlingi frá Røde. Hljóðritið er 24 bita og 44,1 kílórið. Niðurhalið getur því tekið nokkrar sekúndur.
In English
It is always refreshing to take a walk along the hiking trail around the Seltjarnarnes area west of Reykjavik. The birdlife is rich during the summer time. The arctic tern is quite common and the sound of the eiderducks and the chicks revives one's best feelings.
At around 11 pm on July 7 2016 there was moderate breeze from north-west. I decided to catch some of the environmental sounds. Some pedestrians and people biking can be heard as well as a nervous redshank.
The recorder was an Olympus LS-11. The mics were covered by small foamshields and a dead kitten from Røde.
The recording is 24 bits, 44,1 kHz. The download might therefore be a little slow.
Umhverfishljóð | 16.7.2016 | 16:41 (breytt kl. 16:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Amazing Audio MP3 recorder er sérstaklega hannaður fyrir Android snjalltæki. Hægt er að hljóðrita jafnt mp3 og wav-hljóðskrár.
Þegar Wav er notað nýtir forritið báða hljóðnemana á framhlið símans. Sá neðri hljóðritar vinstri rás en efri hljóðneminn þá hægri.
Þá nýtist einnig hljóðnemi á bakhlið símans sem er ætlaður einkum fyrir myndbandsupptökur.
Í dag vorum við hjónin á göngu í Laugardalsgarðinum. Þar voru nokkrir hrafnar að huga að ástarsambandi. Flaug mér þá í hug að reyna gæði forritsins.
Fyrst hélt ég símanum lóðréttum en setti hann síðan í lárétta stöðu.
Hljóðritað var á 16 bitum og 44,1 kílóriðum.
Hér er slóðin að hljóðritanum á Playstore.
Hér er ítarlegur leiðarvísir. Þar er sérstakur kafli fyrir blinda notendur.
In English
The Amazing Audio MP3 Recorder is specially designed with the needs of recordists in mind and fully accessible. Both mp3 and wav-files can be recorded.
Today I went for a walk with my wife in a park in Eastern Reykjavik. There we heard some ravens flirting.
The phone was first in a vertical position but later on changed to horizontal.
This recording is made with a Samsung S6 phone using 16 bits and 44 khz.
Here is the link to the recorder on Playstore.
Here is a detailed users manual. There is a special chapter with information for visually impaired people.
Umhverfishljóð | 5.1.2016 | 17:43 (breytt 6.1.2016 kl. 17:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Morgunninn 17. September var fagur, sólskin og logn.
Ég tók Nagra Ares BB+ með mér ásamt Røde NT-4 hljóðnema. Á göngustígnum, sem liggur meðfram KR-vellinum nam ég staðar og fangaði hið hljóðláta umhverfi sem var í raun ekki eins hljóðlátt og margur hyggur. Klukkuna vantaði nokkrar mínútur í 10 þegar hafist var handa.
Börn gengu framhjá með tveimur kennurum og í fjarska, u.þ.b. 400 m. Framundan (í átt að Kaplaskjólsvegi) og um 200 m til norðurs (vinstra megin) stóðu yfir framkvæmdir.
Notuð var vindhlíf sem fylgir hljóðnemanum auk kettlings frá Røde. Líta má á þetta hljóðrit sem tilraun.
Hljóðskráin er í fullri upplausn.
Ég er ánægður með víðómsmyndina, en þessi hljóðnemi tekur við af Shure VP88.
IN ENGLISH
The morning of September 17 was beautiful with the bright sunshine warming everything. The wind was almost still.
I took my Nagra Ares BB+ and a Røde NT4 with me to a pedestrian path in the western part of Reykjavik as I wanted to record the environmental sounds. The recording started just before 10 am. It was not as quiet as I thoght. Some 400 m to the south some construction work was going on as well as some 200-300 m to the north (on the left side).
The recording is in 24 bits 48 kHz.
The foam-windshield which comes with the mic was used as well as the Kitten from Røde.
I must say that I am very satisfied with the stereo immage og this mic which will be my replacement for Shure VP88. This recording is supposed to be an experiment.
Umhverfishljóð | 17.9.2015 | 15:34 (breytt kl. 15:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Hrafn Baldursson héldum upp á sautjándann með því að fara út í Nýgræðing á Stöðvarfirði að hljóðrita fugla. Hófumst við handa upp úr kl. 9:30. Sá hluti sem hér birtist er frá því um 9:35 þar til umferð um þjóðveginn, sem liggur um þorpið, tók að aukast.
Mest eru áberandi skógarþrestir, rjúpur, lóur, hrossagaukar og fleiri smáfuglar.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Mælt er með góðum heyrnartólum. Gætið þess að stilla hljóðið ekki of hátt.
In English
At the eastern part of the village of Stöðvarfjörður en East Iceland there is a little grove where trees which have been planted there for the last 7 decades form a quiet place for people to enjoy the nature and the birds. In the morning of June 17 I and Hrafn Baldursson set up my recording geer. The Redwings were there as well as Ptarmigans, together with snipes, ringed plowers and other birds.
The recording was made with a Nagra Ares BB+ using Røde NT-2A and NT-55 mics in an MS-setup.
Good headphones are recommended. The volume shouldn't be too high.
Umhverfishljóð | 17.6.2015 | 22:05 (breytt 19.6.2015 kl. 21:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun fórum við Hrafn Baldursson enn inn á Öldu fyrir botni Stöðvarfjarðar að hljóðrita öldugjálfrið. Sá kafli sem hér er birtur hófst kl. 08:20. Ördauft vélarhljóð heyrðist í fjarska en mestu skiptir að hreyfing öldunnar náðist og muldur æðarblikanna sem voru þarna á sveimi.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 24 bitum, 48 kílóriðum. Notaðir voru Nt-2A og Nt-55 hljóðnemar í Blimp-vindhlíf. Hljóðritað var í MS-stereo
Mælt er með góðum heyrnartólum. Ef styrkurinn er ekki hafður of hár njóta menn betur mildi sjávarins.
In English
This morning I went with my friend, Hrafn Baldursson, to record the sound of the beech innermost at Stöðvarfjörður in East Iceland. This part of the recording started around 8:20.
The peaceful sounds are best enjoyed in goot headphones with moderate volume.
Recorded on 24 bits 48 kHz with a Nagra Ares BB+ using Røde NT-2A ant NT-55 microphones in an MS setup.
Umhverfishljóð | 15.6.2015 | 16:34 (breytt 19.6.2015 kl. 22:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag um kl. 15:30 gengum við Hrafn Baldursson meðfram fjöruborðinu á öldunni innst í botni Stöðvarfjarðar. Könnuðum við öldugjálfrið og hreyfingu öldunnar með það að markmiði að hljóðrita síðar. Við vorum með Olympus LS-11 í vasanum ot tókum meðfylgjandi hljóðsýni. Þegar 1:45 mínútur eru liðnar af hljóðritinu tekur við rölt okkar á eftir tveimur sandlóum.Mælt er með góðum heyrnartólum.
Þetta er 24 bita hljóðrit í fullum gæðum.
In English
Today at around 15:30 I walked together with Hrafn Baldursson along the beech innermost at Stöðvarfjörður, Eastern Iceland. The aim was to listen to the sound and the movements of the waves as we think of further recordings in this environment. We had an Olympus LS-11 with us and made a sample recording. After 1.45 minuts we can be heard ambling behind 2 ringed plowers with the sea on our left.
This is a full size 24 stereo recording.
Umhverfishljóð | 14.6.2015 | 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65291
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar