Færsluflokkur: Áramótahljóð
Flugeldaskothríðin um áramótin var með mesta móti miðað við síðustu ár. Þó var minna um kraftmiklar sprengjur en oft áður.
Að þessu sinni var hljóðnemi settur á svalirnar að Tjarnarbóli 14 á Seltjarnarnesi en þær snúa í suðvestur.
Hljóðritið hefst kl. 23:24 og hættir um 20 mínútur yfir miðnætti.
Þeir sem þess óska geta fengið hljóðritið í fullum gæðum
Mælt er með góðum heyrnartólum. Varist að hafa hljóðið of hátt stillt.
Hljóðritað með Zoom h6 og Rode NT4 víðómshljóðnema.
In English
The fireworks on new years eve was a bit more than recent years. There were not as many heavy bombs than in the past.
The microphone was located at the balcony of our appartment house, facing southwest. It was directed aupwards about 30¨1.
The recording starts at 23:24 and ends arount 20 minutes after midnight.
Recorded with Zoom H6 and a Rode NT4 microphone.
Good headphones recommended. Be careful not to set the volume too high.
Those who wish to get the recording in 24 bit quality may contact me.
Þeir sem þess óska geta fengið hljóðritið sent í fullum gæðum.
Áramótahljóð | 1.1.2018 | 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um áramótin 2016-17 var talsverð flugeldaskothríð á Seltjarnarnesi.
Tveimur Sennheiser ME-64 var komið fyrir norðan við Tjarnarból 14 u.þ.b. 10 m frá húsinu. Vísuðu þeir út á nesveginn og var um 30° hallli á þeim. Uppsetningin var AB með 30 cm. Millibili. Þeir voru klæddir í loðfeld frá Rycote.
Hljóðritað var með NAGRA Ares BB+, 24 bitum.
Um er að ræða tvær útgáfur:
- Fyrri útgáfan er Frá kl. 23:50-0,05 eftir miðnætti.
- Hljóðritið er frá kl. 23:30-0:26 eftir miðnætti.
Mælt er með góðum heyrnartólum. Gætið þess að skaða ekki heyrn ykkar.
Hægt er að fá upprunalegu WAV-hljóðskrárnar með því að senda tölvupóst á arnthor.helgason@gmail.com
In English
The world famous fireworks took place all over Iceland on new years eve.
Two Sennheiser ME-64 were placed some 10 cm from the apartment house of Tjarnarból 14 in Seltjarnarnes facing the main road in a AB setup with 30 cm space. The mics were directed upwards around 30°.
There are 2 versions of the recording:
- From 23:100,04
- From 23:30-0,26.
Recorded in 24 bits with a Nagra Ares BB+.
Wav-files can be obtained by sending email to
Good headphones recommended. Please be careful not to damage your hearing.
Lengri
Áramótahljóð | 3.1.2017 | 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hljóðritið nær frá 23:45-0:11 eftir miðnætti.
Ljóst er af meðfylgjandi hljóðriti að dæma að mun meira var skotið upp af flugeldum um þessi áramót en í fyrra. Að þessu sinni voru tveir Sennheiser-hljóðnemar ME-62 settir upp á svölum á suðvesturhlið Tjarnarbóls 14, en ekki norðan við húsið eins og í fyrra. Nýtt fjölbýlishús vestan við breytti nokkuð hljóðumhverfinu.
Reynt var að hljóðrita einnig norðan við húsið en vindhlíf með hljóðnema fauk um koll og skemmdist.
Reyndar fuku hljóðnemarnir einnig um koll á svölunum í snarpri vindhviðu kl. 27 mínútur yfir miðnætti, en þá var gauragangurinn um garð genginn.
Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+.
Takið eftir gauraganginum þegar hljóðritið nálgast endinn.
In English
The fireworks in Reykjavik on new years eve is world famous. It was a lott more noisy this time than last year.
This stereo-recording of the fireworks display is from 23:45-0:11 on new years eve.
Recorded with Nagra Ares BB+ and two Sennheiser ME62.
Headphones recommended.
Please note the big noise around the end of the recording.
Áramótahljóð | 1.1.2016 | 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og undanfarin ár var áramótaflugeldaskothríðin hljóðrituð. Að þessu sinni voru notaðir tveir Sennheiser ME-62 hljóðnemar með barnabolta (babyball) sem þakinn var loðveldi þar sem öðru hverju gustaði talsvert um hljóðnemana. Þeim var komið fyrir norðaðn við húsið að Tjarnarbóli 14 í AB-uppsetningu. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti.Hljóðritið hefst l. 23:22 og endar kl. 20 mínútur yfir miðnætti. Skothríðin nær hámarki þegar um 31 mínúta er liðin af hljóðritinu.
In English
The world famous display of fireworks in the Reykjavik area was recorded as in the previous years. This time 2 Sennheiser ME-62 mics were used ina AB-setup with 30 cm spacing. Babyballs with a fur protected them against the wind. The recorder was Nagra Ares BB+
Good headphones are recommended. The recording starts at 23:22 and ends ad 00:20. The climax of the noise is around minute 31.
Áramótahljóð | 1.1.2015 | 13:14 (breytt 4.1.2015 kl. 00:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Áramótaskothríðin á Seltjarnarnesi virðist við samanburðarrannsóknir nokkru meiri í ár en í fyrra. Nú náði skothríðin hámarki um kl. 23:50 og stóð sleitulaust fram til kl. 00:19. Hljóðritið nær frá því um kl. 23:50-00:04.
Notaðir voru Røde Nt-2A og NT-45 í MS-uppsetningu. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ í 24 bita upplausn og 44,1 kílóriðum.
Hafi hlustendur áhuga á að kynna sér áramótaskothríðina í fyrra er hún í þessum flokki, áramótahljóðum.
IN ENGLISH
Icelanders are worldfamous for their fireworks on New years eve. This recording was started at 23:50 and lasted until 00:04. I used Røde NT-2A and NT-45 in an MS-setup. The recorder is Nagra Ares BB+.
Áramótahljóð | 1.1.2012 | 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fyrsti áratugur aldarinnar endaði vel. Miklu var skotið af flugeldum en púðurreykurinn ekki jafnmikill og stundum áður. Veðurguðirnir sáu fyrir því.
Hamagangurinn var svo mikill að ég stóðst ekki mátið og dró fram tækjabúnaðinn. Hélt ég mig á svölunum á 3. hæð Tjarnarbóls 14 með tvo sennheiser Me62-hljóðnema. Hljóðritað var á Nagra Ares BB+ á 24 bitum, 44,1 kílóriðum.
Fyrst skar ég neðan af 100 riðunum en ákvað síðan að láta skeika að sköpuðu og afnam afskurðinn. Drunurnar verða því býsna tilkomumiklar og örlítið kann að bera á yfirmótun.
Þeir sem hafa gaman af samanburðarrannsóknum geta borið saman skothríðina um þessi áramót og hin síðustu. Væntanlega verður þessum hljóðritunum haldið áfram næstu ár og fæst þá samanburður á milli staða auk þess sem áætla má magn ólíkra tegunda flugelda af hljóðunum sem rata inn á minniskortið.
Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum eða hljómtækjum. Höfundur hljóðritsins tekur hvorki ábyrgð á heyrnar- né tækjaskaða.
Áramótahljóð | 1.1.2011 | 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar