Færsluflokkur: Environmental sounds

Áramótaflugeldar 2015-16 - The new years fireworks 2015-16

Hljóðritið nær frá 23:45-0:11 eftir miðnætti.

Ljóst er af meðfylgjandi hljóðriti að dæma að mun meira var skotið upp af flugeldum um þessi áramót en í fyrra. Að þessu sinni voru tveir Sennheiser-hljóðnemar ME-62 settir upp á svölum á suðvesturhlið Tjarnarbóls 14, en ekki norðan við húsið eins og í fyrra. Nýtt fjölbýlishús vestan við breytti nokkuð hljóðumhverfinu.

Reynt var að hljóðrita einnig norðan við húsið en vindhlíf með hljóðnema fauk um koll og skemmdist.

Reyndar fuku hljóðnemarnir einnig um koll á svölunum í snarpri vindhviðu kl. 27 mínútur yfir miðnætti, en þá var gauragangurinn um garð genginn.

Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+.

Takið eftir gauraganginum þegar hljóðritið nálgast endinn.

 

In English

The fireworks in Reykjavik on new years eve is world famous. It was a lott more noisy this time than last year.

This stereo-recording of the fireworks display is from 23:45-0:11 on new years eve.

Recorded with Nagra Ares BB+ and two Sennheiser ME62.

Headphones recommended.

Please note the big noise around the end of the recording.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljóðlát morgunstund með hávaða í fjarska - A quiet morning with some noisy neighbourhood

Morgunninn 17. September var fagur, sólskin og logn.

Ég tók Nagra Ares BB+ með mér ásamt Røde NT-4 hljóðnema. Á göngustígnum, sem liggur meðfram KR-vellinum nam ég staðar og fangaði hið hljóðláta umhverfi sem var í raun ekki eins hljóðlátt og margur hyggur. Klukkuna vantaði nokkrar mínútur í 10 þegar hafist var handa.

Börn gengu framhjá með tveimur kennurum og í fjarska, u.þ.b. 400 m. Framundan (í átt að Kaplaskjólsvegi) og um 200 m til norðurs (vinstra megin) stóðu yfir framkvæmdir.

Notuð var vindhlíf sem fylgir hljóðnemanum auk kettlings frá Røde. Líta má á þetta hljóðrit sem tilraun.

Hljóðskráin er í fullri upplausn.

Ég er ánægður með víðómsmyndina, en þessi hljóðnemi tekur við af Shure VP88.

 

IN ENGLISH

The morning of September 17 was beautiful with the bright sunshine warming everything. The wind was almost still.

I took my Nagra Ares BB+ and a Røde NT4 with me to a pedestrian path in the western part of Reykjavik as I wanted to record the environmental sounds. The recording started just before 10 am. It was not as quiet as I thoght. Some 400 m to the south some construction work was going on as well as some 200-300 m to the north (on the left side).

The recording is in 24 bits 48 kHz.

The foam-windshield which comes with the mic was used as well as the Kitten from Røde.

I must say that I am very satisfied with the stereo immage og this mic which will be my replacement for Shure VP88. This recording is supposed to be an experiment.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Matarkistan Viðey - Viðey - a source of food

Í kvöld verður gengið um Viðey og nægtarbúr eyjarinnar skoðað.

Á menningarnótt Reykjavíkur 23. Ágúst 2006 fylgdi Hildur Hákonardóttir, listamaður, gestum um eyjuna og hugaði að því hvort menn yrðu hungurmorða, ef þeir yrðu veðurtepptir þar. Við hjónin vorum víst ein um að taka þátt í göngunni og leyfði Hildur okkur að hljóðrita fróðleik sinn. Þessu var útvarpað í þættinum Vítt og breitt 28. Ágúst 2006.

Notaður var Nagra Ares-M hljóðriti og Sennheiser ME-62 hljóðnemi. Norðan stynningskaldi var á og geldur hljóðritið þess.

 

In English

The island of Viðey, is very close to Reykjavik. It is a popular area for outdoors activities and there is the oldes stone building of Iceland, more than 250 years old.

The flora of the island include many herbs which are both healthy and good tasting.

The artist, Hildur Hákonardóttir, lead us around and described some of the plants.

The description is in Icelandic but information about the plants can be found on the linked side above.

The recording was made in August 2006 with a Nagra Ares-M recorder and Sennheiser ME62.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Rjúpan og fleiri fuglar - The Ptarmigans and other birds

Tækin tengd. Myndina tók Hrafn Baldursson.

Við Hrafn Baldursson héldum upp á sautjándann með því að fara út í Nýgræðing á Stöðvarfirði að hljóðrita fugla. Hófumst við handa upp úr kl. 9:30. Sá hluti sem hér birtist er frá því um 9:35 þar til umferð um þjóðveginn, sem liggur um þorpið, tók að aukast.

Mest eru áberandi skógarþrestir, rjúpur, lóur, hrossagaukar og fleiri smáfuglar.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Mælt er með góðum heyrnartólum. Gætið þess að stilla hljóðið ekki of hátt.

 

In English

At the eastern part of the village of Stöðvarfjörður en East Iceland there is a little grove where trees which have been planted there for the last 7 decades form a quiet place for people to enjoy the nature and the birds. In the morning of June 17 I and Hrafn Baldursson set up my recording geer. The Redwings were there as well as Ptarmigans, together with snipes, ringed plowers and other birds.

The recording was made with a Nagra Ares BB+ using Røde NT-2A and NT-55 mics in an MS-setup.

Good headphones are recommended. The volume shouldn't be too high.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Öldugjálfur að morgni - Waves playing in the morning

Í morgun fórum við Hrafn Baldursson enn inn á Öldu fyrir botni Stöðvarfjarðar að hljóðrita öldugjálfrið. Sá kafli sem hér er birtur hófst kl. 08:20. Ördauft vélarhljóð heyrðist í fjarska en mestu skiptir að hreyfing öldunnar náðist og muldur æðarblikanna sem voru þarna á sveimi.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 24 bitum, 48 kílóriðum. Notaðir voru Nt-2A og Nt-55 hljóðnemar í Blimp-vindhlíf. Hljóðritað var í MS-stereo

Mælt er með góðum heyrnartólum. Ef styrkurinn er ekki hafður of hár njóta menn betur mildi sjávarins.

 

In English

This morning I went with my friend, Hrafn Baldursson, to record the sound of the beech innermost at Stöðvarfjörður in East Iceland. This part of the recording started around 8:20.

The peaceful sounds are best enjoyed in goot headphones with moderate volume.

Recorded on 24 bits 48 kHz with a Nagra Ares BB+ using Røde NT-2A ant NT-55 microphones in an MS setup.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sjórinn og tvær sandlóur - The sea and 2 ringed plowers

Í dag um kl. 15:30 gengum við Hrafn Baldursson meðfram fjöruborðinu á öldunni innst í botni Stöðvarfjarðar. Könnuðum við öldugjálfrið og hreyfingu öldunnar með það að markmiði að hljóðrita síðar. Við vorum með Olympus LS-11 í vasanum ot tókum meðfylgjandi hljóðsýni. Þegar 1:45 mínútur eru liðnar af hljóðritinu tekur við rölt okkar á eftir tveimur sandlóum.Mælt er með góðum heyrnartólum.

Þetta er 24 bita hljóðrit í fullum gæðum.

 

In English

Today at around 15:30 I walked together with Hrafn Baldursson along the beech innermost at Stöðvarfjörður, Eastern Iceland. The aim was to listen to the sound and the movements of the waves as we think of further recordings in this environment. We had an Olympus LS-11 with us and made a sample recording. After 1.45 minuts we can be heard ambling behind 2 ringed plowers with the sea on our left.

This is a full size 24 stereo recording.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjölbýlishús í byggingu - Building a new appartment house

Nú er smíði fjölbýlishúss á horni Skerjabrautar og Nesvegar langt komin. Hin fjölbreytilegustu hljóð heyrast í margs konar tólum, tækjum og mönnum.

Í dag var tekið hljóðsýni sem fylgir hér. Einnig heyrist umferðin eftir Nesveginum á bak við, vatn sem drýpur á svalirnar og sumarfuglar láta á sér kræla. Mælt er með góðum heyrnartólum.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og notaðir Røde Nt-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

 

In English

The construction of a new appartment house at the corner of Skerjabraut and Nesvegur in Seltjarnarnes, Iceland, is now passing well on. All kinds of sounds from various tools, equipments and human beings are heard from the building.

This morning I made some sound tests. The trafic behind is heard as well as some drops and summer birds. Good headphones recommended.

The recorder was Nagra Ares BBB+ with Røde NT-2A and NT-55 in an MS-setup. The original recording is in 24 bits.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ofviðri í desember - A Tempest in December

Að kvöldi sunnudagsins 1. desember gekk ofviðri yfir vestanvert landið. Á Keflavík varð veðurhæðin allt að 30 m. Má því búast við að veðurhæðin hafi verið svipuð á Seltjarnarnesi, en veðurfari þar svipar mjög til Keflavíkur.

Ég kom fyrir tveimur Røde NT1-A hljóðnemum í AB-uppsetningu með um 30 cm millibili á borðstofuborðinu u.þ.b. 2 m frá gluggunum. Athyglisvert er að heyra hina djúpu undirtóna hússins sem undirleik vindsins og ýmissa smáhluta sem reyna að rífa sig lausa. Þessar 11 mínútur gefa ágæta mynd af því hvernig er að vera einn heima í slíku veðri.

Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

 

In English

In the evening of December 1, 2014, we had a tempest from southwest in Southern Iceland. At Keflavik Airport the strongest blasts were at least 30 m/sec (108 km per hour). The weather is quite similar where I am living at Seltjarnarnes.

I placed 2 Røde NT1-A microphones in an AB-array with 30 cm spacing in the livingroom aproximately 2 m from the windows. It is quite interesting to sense the deep roaring of the house as an accompaniment to the wind, pressing through and some objects outside trying to leave the balcony. This recording describes what it is like staying alone at home as the tempest is raging outside.

Good headphones are strongly recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Reykjavíkurhlaup 2014 - Reykjavik Running 2014

Eindregið er mælt með að fólk hlusti á meðfylgjandi tvö hljóðrit í heyrnartólum.

Laugardaginn 23. ágúst var hið árlega hlaup háð í Reykjavík. Rúmlega 1100 manns tóku þátt í maraþon og hálfmaraþon-hlaupinu og rúmlega 8.000 í 10 km skemmtihlaupi. Þetta hlaup hefur verið hljóðritað nokkrum sinnum frá árinu 1998.

fyrra sýnið er frá því kl. 09:05, en þá höfðu fyrstu hlaupararnir farið framhjá. Hávaði frá bifreiðum var of mikill til þess að hljóðritið nyti sín.

Seinna hljóðritið, 10 km hlaup, hófst rétt fyrir kl. 10:00 þegar fyrstu hlaupararnir voru í nánd. Takið eftir hvernig fólk skirrðist ekki við að trufla hlaupið. Bílum var ekið á móti því, fólk lagði leið sína gegn hlaupinu á hjólum og gangandi o.s.frv. En hlaupaniðurinn rennur framhjá eins ot vatnsfall.

Hljóðritað var með Røde NT-2A og NT-55 í MS-upsetningu. Hljóðritinn eins og oft áður Nagra Ares BB+

Hljóðnemarnir voru settir norðan við Tjarnarból 14 við Nesveg á Seltjarnarnesi.

 

In English

This recording is best enjoyed by using headphones.

The annual Reykjavik Run was held on August 23. More than 1100 people participated in Marathon and Half-Marathon and over 8.000 in 10 km running. The event was recorded as has been done since 1998.

The first sample started around 09:05 when the first runners had arrived. Due to the noise from cars the recording before is not worth listening.

The second sample started around 10:00 when the first runners were approaching. Pay attention to how people tried to disturb the runners by driving, biking and walking against the stream.

The runners pass by like a river of people.

Recorded in an MS-Setup with Røde Nt-2A and NT-55. The recorder is as most often Nagra Ares BB+.

Recorded infront of Tjarnarból 14 at Nesvegur, Seltjarnarnes.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Glaðir fuglar í regnúða - Merry birds in a light rain

 

Þetta er síðasta hljóðritið úr Vestfjarðaferðinni í sumar.

Rétt fyrir kl. 7 að morgni 14. júlí var dálítil rigning á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð. Hljóðnemarnir voru u.þ.b. 12 m frá íbúðarhúsinu og heyrðust regndroparnir lenda á þaki þess.

Það virtist liggja vel á fuglunum. Heyra mátti í kríu, spóa, sendlingi, heiðlóu, skógarþresti, stelki, hrossagauk, sandlóu auk kindar, sem hafði látið heyra til sín nokkrum sinnum um nóttina. Fleiri fuglar koma við sögu í hljóðritinu og væri fróðlegt ef hlustendur spreyttu sig á að þekkja þá og greindu frá því.


In English.

This is the last recording from our trip to Northwest Iceland this summer.

In the morning of July 14, around 7 there was a little rain at Kirkjuból in Steingrímsfjörður, Northwest-Iceland. The drops can be heard on the roof of the guesthouse some 12 m away from the mics.

Many birds entertained us. Just to name some of them: golden plower, ringd plower, arctic tern, whimbrel, snipe, redwing, redshang and some more. A sheep was also heard.

There are some other birds which are not counted. It would be interesting if listeners would try to recognize them.

Recorded with 2 Sennheiser ME-62 on a Nagra Ares BB+.

 

Þetta er síðasta hljóðritið úr Vestfjarðaferðinni í sumar.

Rétt fyrir kl. 7 að morgni 14. júlí var dálítil rigning á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð. Hljóðnemarnir voru u.þ.b. 12 m frá íbúðarhúsinu og heyrðust regndroparnir lenda á þaki þess.

Það virtist liggja vel á fuglunum. Heyra mátti í kríu, spóa, sendlingi, heiðlóu, skógarþresti, stelki, hrossagauk, sandlóu auk kindar, sem hafði látið heyra til sín nokkrum sinnum um nóttina. Fleiri fuglar koma við sögu í hljóðritinu og væri fróðlegt ef hlustendur spreyttu sig á að þekkja þá og greindu frá því.

 

In English.

This is the last recording from our trip to Northwest Iceland this summer.

In the morning of July 14, around 7 there was a little rain at Kirkjuból in Steingrímsfjörður, Northwest-Iceland. The drops can be heard on the roof of the guesthouse some 12 m away from the mics.

Many birds entertained us. Just to name some of them: golden plower, ringd plower, arctic tern, whimbrel, snipe, redwing, redshang and some more. A sheep was also heard.

There are some other birds which are not counted. It would be interesting if listeners would try to recognize them.

Recorded with 2 Sennheiser ME-62 on a Nagra Ares BB+.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband