Færsluflokkur: Environmental sounds

Samsung og iPhone hljóðrit - Samsung and iPhone recordings

Að undanförnu hefur vakið nokkra athygli hvað hljóðritunarforrit í farsímum eru orðin góð. Að vísu verður að vera logn ef hljóðritað er úti.

Gísli Helgason fór í Sorpu um daginn með Samsung S6-síma og hljóðritaði það sem fyrir eyru bar með Amazing MP3 hljóðrita.

Um svipað leyti var Herdís Hallvarðsdóttir, eiginkona hans, í París og hlustaði á götulistamenn. Hún var með iPhone. Hljóðrit Gísla er í víðómi.

 

IN ENGLISH

Som fieldrecordists are wondering if smartphones can be used for field recording.

Indeed the phones are sensitive for wind.

Gísli Helgason brought his waste to a recycling centre in Reykjavik one Sunday morning and recorded among other things the sound of the machine which counts tins and bottles.

His recording was made with Samsung S6 and Amazing MP3 Recorder, originally as a 16 bits wav-file.

His wife, Herdís Hallvarðsdóttir, brought her iPhone to Paris and recorded some dixyland music

outdoors.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vindasamur morgunn - A windy morning

Skjótt skipast veður í lofti.

Í morgun reið yfir mikið hvassviðri með regnhryðjum og um tíma var vindstyrkur um og yfir 20 m/sek.

Tækifærið var nýtt og rokið hljóðritað.

Notaður var Zoom H-6 hljóðriti með X/Y-hljóðnema, sem var varinn með svampi og loðhlíf.

Mælt er með góðum heyrnartólum.

 

In English

The weather changes rapidly in Iceland. This morrning it was quit windy with showers, about 20 m/sec. The opportunity was used to record the wind and the rain.

Recorder: Zoom H-6 with an X/Y microphone covered with a foamshield and a hairy windprotection.

Good headphones recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Yndisdagur á Seltjarnarnesi - A beautiful day at Seltjarnarnes

Sunnudaginn 5. Febrúar var yndislegt veður á Seltjarnarnesi, sólskyn og stynnings gola úti við sjóinn.

Í gleði okkar fundum við Elín fyrir því að vorið væri í nánd.

Zoom H6 hljóðriti var tekinn með og ms-hljóðnemi tækisins notaður til að fanga sæluna.

Fyrst er mildilegt gjálfur Ægis við fjörusteinana við eiðið út í Gróttu.

Seinna hljóðritið gefur hljóðmynd af fólki sem fór um göngustíginn. Þar truflaði vindurinn dálítið, en notuð var loðhlíf sem fylgir tækinu.

Hljóðritað með Zoom H6. Mælt er með góðum heyrnartólum.

 

In English

On February 5 the weather was beautiful in Seltjarnarnes, Iceland, moderate breeze and 7° Celcius.

The Zoom H6 recorder was brought with us and tested with it‘s ms-mic, covered with the hairy-windprotector which comes with the recorder.

The first recording is an example of the see kissing the stones nearby the island of Grótta.

Recording no. 2 is from the pedestrian path further to the east.

Recorded with Zoom H6 on 48 kHz and 24 bits. Using the low-cut filter on the computer.

Good headphones recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Háværar byggingaframkvæmdir - Noisy constructionwork

Í dag var talsvert um að vera hinumegin við Nesveginn fyrir norðvestan húsið hjá okkur. Byggingahljóðin skiluðu sér skemmtilega suðvestan við það.
Notaðu var Zoom H6 með ásettum víðum MS-hljóðnema.
Mælt er með góðum heyrnartólum en ekki of hátt stilltum.

IN ENGLISH

There is a lot going on on the other side of the road, nortwest from our house.
The sounds are quite interesting at the south-western corner.
A Zoom H6 recorder was used with the attached omnidirectional MS-mic.
Good headphones recommended, but do not set the volume too high.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Lítil flugvél flýgur yfir Seltjarnarnes - A small aircraft flies across Seltjarnarnes

Á meðan fólk hljóp sem ákafast í 10 km hlaupinu í Reykjavík 20. Ágúst birtist lítil flugvél úr suðaustri og flaug í norðvestur yfir Seltjarnarnes.

Hreyfingin heyrist einkar skemmtilega ef notuð eru góð heyrnartól.

MS-uppsetning: Røde  Nt-2A og NT-55.

 

In English

While people were running in the Reykjavik run on August 20 a small airplane appeared from south-east flying north-west across Seltjarnarnes.

The movement is quite audible if headphones are used.

MS-setup: Røde NT-2A and NT-55.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

10 km hlaupið - The 10 km run

Laugardaginn 20. ágúst var 10 km hlaupið háð að venju í aðdraganda Reykjavíkurnætur.

Þúsundir fólks þreyttu hlaupið.

Andrúmsloftið var þrungið gleði og þátttakendur voru óspart hvattir.

Hljóðritað var norðanmegin við Tjarnarból 14, þegar fólk hljóp framhjá eftir Nesveginum.

Nagra Ares BB+ var notaður.

Hljóðnemunum var komið fyrir í u.þ.b. 175 cm hæð. Eftir á að hyggja hefðu þeir átt að vera neðar til þess að fanga betur fótaburð þátttakenda.

Sérstök athygli er vakin á lítilli flugvél sem heyrist í lokin (í kringum 26 mín). Glöggt heyrist hvernig hún kemur úr suðaustri og heldur í norðvestur.

Notaðir voru Røde NT2A, stilltur á áttu og NT55. Hljóðritað var í MS-stereo.

Mælt er eindregið með góðum heyrnartólum.

 

In English

The annual 10 km run was held in Reykjavik on August 20 in advance of The Reykjavik Marathon with thousands of participants. The atmosphere was quite vivid and the participant were stimulated by the audience.

Please pay attention to a episode close to the end of the recording, when a small aeroplane which is heard coming from the south-east flying to north-west (around 26 minutis).

A Nagra BB+ was used together with Røde NT-2A in an 8 setup and NT55 as the mid channel. The recording was made in MS-stereo.

The mics were located around 175 cm above the ground. Perhaps they should be kept a bit lower to record the foodsteps of the participants.

Good headphones are recommended.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hávær kvöldgleði á höfuðborgarsvæðinu - A noisy party in the Capital area

Fyrir nokkru var haldið kvöldsamkvæmi á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn nágranna endaði það með talsverðum gauragangi sem hélt vöku fyrir nágrönnum.

Svona hljómaði það úr fjarska um kl. 22:40.

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti.

Mælt er með góðum heyrnartólum.

 Hljóðritið er í fullri upplausn og tekur því nokkrar sekúndur að hala það niður.

 

IN ENGLISH

Recently a party was held somewhere in the Capital area in Iceland. It was said that it became quite noisy after midnighht and keapt some neighbours awake.

At around 22:40 it sounded like this from some distance.

An Olympus LS-11 recorder was used.

Good headphones recommended.

The recording is not compressed and takes se veral seconds to download.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Rigning og slagharpa - Rain and a grand piano

Mánudaginn 25. Júlí skall á hellirigning á höfuðborgarsvæðinu upp úr kl. 3 síðdegis.

Hljóðritun hófst við bílskúrana á Tjarnarbóli 14 kl. 16:35. Fyrst var hljóðritað utan dyra en seinna hljóðritið er innan úr skúrnum.

Ýmis umhverfishljóð eru látin halda sér.

Notaður var Samsung S6 sími og Amazing MP3 recorder-hljóðrit.

Mælt er með góðum heyrnartólum.

 

IN ENGLISH

In the afternoon on Monday July 25 it burst on with buckets of rain in the Reykjavik area.

These 2 recordings were made at around 16:35 pm. The first one is made outside a garage and the second one inside.

Recorded with a Samsung S6 Galaxy smartphone using Amazing MP3 recorder. The mics in the phone were used.

Good headphones recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Stundarkorn á Seltjarnarnesi - A short while at Seltjarnarnes

Það er jafnan endurnærandi að ganga hring um Seltjarnarnesið. Á sumrin er fuglalíf mikið og nú er krían í essinu sínu.

Fimmtudaginn 7. júlí var norðvestan stinningsgola en hlýtt. Ég nam staðar syðst og vestast til þess að fanga örstutta mynd af hljóðheiminum. Þar má m.a. greina stelk, æðarfugl og kríu. Einnig ganga nokkrir vegfarendur framhjá.

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti sem skýlt var með litlum svömpum og dauðum kettlingi frá Røde. Hljóðritið er 24 bita og 44,1 kílórið. Niðurhalið getur því tekið nokkrar sekúndur.

 

In English

It is always refreshing to take a walk along the hiking trail around the Seltjarnarnes area west of Reykjavik. The birdlife is rich during the summer time. The arctic tern is quite common and the sound of the eiderducks and the chicks revives one's best feelings.

At around 11 pm on July 7 2016 there was moderate breeze from north-west. I decided to catch some of the environmental sounds. Some pedestrians and people biking can be heard as well as a nervous redshank.

 

The recorder was an Olympus LS-11. The mics were covered by small foamshields and a dead kitten from Røde.

The recording is 24 bits, 44,1 kHz. The download might therefore be a little slow.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Samsung S6 og hrafnar - A Samsung s6 and ravens

Amazing Audio MP3 recorder er sérstaklega hannaður fyrir Android snjalltæki. Hægt er að hljóðrita jafnt mp3 og wav-hljóðskrár.

Þegar Wav er notað nýtir forritið báða hljóðnemana á framhlið símans. Sá neðri hljóðritar vinstri rás en efri hljóðneminn þá hægri.

Þá nýtist einnig hljóðnemi á bakhlið símans sem er ætlaður einkum fyrir myndbandsupptökur.

Í dag vorum við hjónin á göngu í Laugardalsgarðinum. Þar voru nokkrir hrafnar að huga að ástarsambandi. Flaug mér þá í hug að reyna gæði forritsins.

Fyrst hélt ég símanum lóðréttum en setti hann síðan í lárétta stöðu.

Hljóðritað var á 16 bitum og 44,1 kílóriðum.

Hér er slóðin að hljóðritanum á Playstore.

 

Hér er ítarlegur leiðarvísir. Þar er sérstakur kafli fyrir blinda notendur.

 

In English

The Amazing Audio MP3 Recorder is specially designed with the needs of recordists in mind and fully accessible. Both mp3 and wav-files can be recorded.

Today I went for a walk with my wife in a park in Eastern Reykjavik. There we heard some ravens flirting.

The phone was first in a vertical position but later on changed to horizontal.

This recording is made with a Samsung S6 phone using 16 bits and 44 khz.

 Here is the link to the recorder on Playstore.

Here is a detailed users manual. There is a special chapter with information for visually impaired people.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband