Skaftfellingur, aldna skip, aldrei verður sigling háð

Árið 1999 gerði ég þrjá þætti fyrir Ríkisútvarpið sem báru heitið "Sögur af sjó". Einn þeirra fjallaði um vélskipið Skaftfelling VE33. Byggt var m.a. á útvarpsþáttum sem Gísli Helgason hafði gert um skipið á 8. áratugnum auk þess sem viðtöl voru tekin við Jón Hjálmarsson, Ágúst Helgason og Guðrúnu Gísladóttur.

Árið eftir að þátturinn var gerður var Skaftfellingur fluttur austur í Vík í Mýrdal. Þar er hann nú geymdur í gamalli skemmu og bíður þess er verða vill.

Flest viðtölin voru tekin með Sennheiser ME-65 og notað var Sony md-tæki.

Hægt er að fá hljóðrit í fullum gæðum hjá höfundi þáttarins.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 23. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband