Alþjóðasöngur verkalýðsins og draumur þýðandans

Að kvöldi 15. júní 2009 héldu félagar í Kvæðamannafélaginu Iðunni fund við Grunnuvötn í Heiðmörk, en þar hefur félagið helgað sér reit. Ýmislegt var þar til skemmtunar eins og við mátti búast.

Þorvaldur Þorvaldsson, sem er hagur á tré og íslenskt mál, kynnti þar þýðingu sína á Baráttusöng verkalyðsins sem ortur var árið 1871 og rakti sögu hans. Einnig sagði hann frá tildrögum þess að hann réðst í að ljúka þýðingu Jakobs Smára Jóhannessonar, skálds, en höfundur ljóðsins, sem var franskur, birtist Þorvaldi í draumi og talaði prýðilega íslensku.

Frásögn Þorvalds hljóðritaði ég og frumflutning söngsins úti í náttúrunni. Notaður var Nagra Ares BB+ og AKG DM-230 víður hljóðnemi.

Efni þetta er birt með leyfi Þorvalds. Tekið skal fram að þýðingin hefur verið endurbætt og birtist væntanlega innan skamms.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fuglasöngur í Holti og ungauppeldi við Dýrafjörð

Þegar okkur bar að prests- og friðarsetrinu að Holti í Önundarfirði að morgni 30. Júní 2009 höfðu vængjaðir íbúar staðarins stillt saman strengi sína og hver söng með sínu nefi. Undirleikinn önnuðust lækirnir og sjórinn. Þaðan var haldið inn í botn Dýrafjarðar. Þar urðu á vegi okkar álftarhjón sem ræddu uppeldi barna sinna, en þeir héldu sig nærri og þögðu. Notaður var Nagra Ares BB+ og tveir Sennheiser ME62 hljóðnemar eins og stundum áður.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 19. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband