Fuglasöngur í Holti og ungauppeldi við Dýrafjörð

Þegar okkur bar að prests- og friðarsetrinu að Holti í Önundarfirði að morgni 30. Júní 2009 höfðu vængjaðir íbúar staðarins stillt saman strengi sína og hver söng með sínu nefi. Undirleikinn önnuðust lækirnir og sjórinn. Þaðan var haldið inn í botn Dýrafjarðar. Þar urðu á vegi okkar álftarhjón sem ræddu uppeldi barna sinna, en þeir héldu sig nærri og þögðu. Notaður var Nagra Ares BB+ og tveir Sennheiser ME62 hljóðnemar eins og stundum áður.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband