Helgi VE 333 siglir gegnum tundurduflabelti

Í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja, sem kemur út um þessar mundir, er minningargrein um Andrés Gestsson, sem bjó lengi í Vestmannaeyjum. Hann sigldi m.a. á þeim Skaftfellingi og Helga milli Vestmannaeyja og Fleetwood árin 1940-43 er hann lét af sjómennsku og hugðist hefja nám við Sjómannaskólann í Reykjavík.

Í þættinum "Helgaslysið við Faxasker 7. janúar 1950" sagði Andrés mér frá því er skipið sigldi gegnum tundurduflabelti á leiðinni til Fleetwood. Þessi látlausa frásögn er gott dæmi um einstæða frásagnargáfu Andrésar.

Á eftir er sungið lagið Fagurgræna yndiseyja við ljóð séra Halldórs E. Johnson, sem hann tileinkaði áhöfninni á Helga, en séra Halldór var einn þeirra 10 manna sem fórust með skipinu. Hallgrímur,sem minnst er á í frásögninni, var Júlíusson og var með Helga frá árinu 1942-1950. Atburður sá, er Andrés segir frá, gerðist árið 1943.

Frásögnin var hljóðrituð vorið 1999.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 6. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband