Vigur og skagfirskar, söngelskar húsmæður í orlofi

sumarið 2009 nutum við hjónin þess að ferðast um Vestfirði. Gerðum við út frá Súðavík og hljóðrituðum margt.

Laugardaginn 27. júlí sigldum við út í Vigur en þangað ættu allir að fara sem nema staðar við Ísafjarðardjúp. Þar hljóðritaði ég viðtal við Salvar Baldursson, sem býr þar ásamt fjölskyldu sinni. Ég notaði tvo Sennheiser ME-62 hljóðnema, rétti honum annan og hélt sjálfur á hinum. Í hljóðvinnslunni færði ég rásirnar saman svo að viðtalið yrði ögn áheyrilegra. Á leiðinni í land sungu nokkrar skagfirskar húsmæður við raust, hressar eftir kaffið og bakkelsið í vigur.

Ég hljóðritaði andrúmsloftið í gönguförinni um vigur, hélt á hljóðnema í annarri hendi og vísaði honum niður. Þannig fékkst þyturinn af grasinu. Áður en ég útvarpaði samtalinu notaði ég tækifærið austur á Þingvöllum og talaði kynninguna þar. Engin umferð var og því hljóðumhverfið æskilegt í logninu. Þá notaði ég Sennheiser MD-21U sem var fyrst framleiddur árið 1954. Þann hljóðnema keypti ég hjá PFAFF árið 1983.

Söng skagfirsku kvennanna hljóðritaði ég á afturþilfari farþegabátsins. Hélt ég á tveimur ME-62 hljóðnemum, hafði um hálfan metra á milli þeirra og lét þá mynda u.þ.b. 100°. Þannig fæst skemmtileg hljóðdreifing. Nagra Ares BB+ var með í för.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband